Hátt í þrjú hundruð börn í leyfi vegna Covid: „Við viljum fá þau sem fyrst í skólann“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. október 2020 19:00 Skólayfirvöld í Reykjavík hafa áhyggjur af fjölda barna sem eru í leyfi frá skóla vegna kórónuveirunnar, af öðrum ástæðum en að vera í einangrun eða sóttkví. Gengið verði fastar á eftir því að börn mæti í skólann eftir vetrarfrí. Tæplega fjögur hundruð reykvísk börn á grunnskólaaldri voru í sóttkví fyrir helgi. Þá er annar hópur barna sem ekki mætir í skólann þessa dagana en 263 börn á grunnskólastigi í Reykjavík eru leyfi frá skóla vegna veirunnar. „Þegar fyrirmælin komu um herðingar fór þessum leyfisbeiðnum að fjölga. Þær fóru úr því að vera fimmtíu í byrjun október og yfir í að vera 260 núna,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Ástæðurnar geti verið margar, til dæmis hræðsla fólks við smit eða að eldra fólk eða fólk í áhættuhópi búi á heimilinu. Sækja þarf um leyfi frá skóla með formlegum hætti og rökstyðja hvers vegna óskað er eftir leyfi, enda skólaskylda í landinu. „Freldrar kvitta undir að þeir beri ábygð á námsframvindu barnanna og svo eru kennararnir okkar að vinna með þessum fjölskyldum þannig að börnin haldi takti en auðvitað viljum við fá þau sem fyrst í skólann,“ segir Helgi. Reynt sé að fylgjast með börnunum en ógerningur sé að vita hversu virk börnin eru í námi sínu. Helgi segir að hópur barna hafi ekki mætt í skólann vikum saman í vor og segir líklegt að einhver hluti þeirra sé aftur í leyfi núna. „Fyrir hvert barn sem missir úr skóla er það slæm staða en við höfum ákveðinn skilning á meðan hápunkturinn gengur yfir. En svo um leið og að við sjáum að bylgjan er að ganga niður, sem við bindum miklar vonir við að verði í næstu viku, förum við að fylgja fastar á eftir því að börnin séu að koma í skólann,“ segir Helgi og bætir við að eftir vetrarfrí muni skólastjórnar og kennarar hafa samband við foreldra og undirstrika skólaskylduna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Skólayfirvöld í Reykjavík hafa áhyggjur af fjölda barna sem eru í leyfi frá skóla vegna kórónuveirunnar, af öðrum ástæðum en að vera í einangrun eða sóttkví. Gengið verði fastar á eftir því að börn mæti í skólann eftir vetrarfrí. Tæplega fjögur hundruð reykvísk börn á grunnskólaaldri voru í sóttkví fyrir helgi. Þá er annar hópur barna sem ekki mætir í skólann þessa dagana en 263 börn á grunnskólastigi í Reykjavík eru leyfi frá skóla vegna veirunnar. „Þegar fyrirmælin komu um herðingar fór þessum leyfisbeiðnum að fjölga. Þær fóru úr því að vera fimmtíu í byrjun október og yfir í að vera 260 núna,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Ástæðurnar geti verið margar, til dæmis hræðsla fólks við smit eða að eldra fólk eða fólk í áhættuhópi búi á heimilinu. Sækja þarf um leyfi frá skóla með formlegum hætti og rökstyðja hvers vegna óskað er eftir leyfi, enda skólaskylda í landinu. „Freldrar kvitta undir að þeir beri ábygð á námsframvindu barnanna og svo eru kennararnir okkar að vinna með þessum fjölskyldum þannig að börnin haldi takti en auðvitað viljum við fá þau sem fyrst í skólann,“ segir Helgi. Reynt sé að fylgjast með börnunum en ógerningur sé að vita hversu virk börnin eru í námi sínu. Helgi segir að hópur barna hafi ekki mætt í skólann vikum saman í vor og segir líklegt að einhver hluti þeirra sé aftur í leyfi núna. „Fyrir hvert barn sem missir úr skóla er það slæm staða en við höfum ákveðinn skilning á meðan hápunkturinn gengur yfir. En svo um leið og að við sjáum að bylgjan er að ganga niður, sem við bindum miklar vonir við að verði í næstu viku, förum við að fylgja fastar á eftir því að börnin séu að koma í skólann,“ segir Helgi og bætir við að eftir vetrarfrí muni skólastjórnar og kennarar hafa samband við foreldra og undirstrika skólaskylduna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira