FIFA 21: Þetta er alltaf gaman þótt gott geti orðið betra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. október 2020 08:46 Kylian Mbappé, ungstirni PSG og franska landsliðsins, er forsíðufyrirsæta leiksins í ár og fetar í fótspor Messi, Cristiano Ronaldo, Wayne Rooney, Ronaldinho og fjölda annarra frábærra knattspyrnumanna. EA Sports Loksins, já loksins. Hann er kominn. FIFA 21. Leikurinn sem fótboltaáhangendur og tölvuleikjanormies eins og ég bíða spenntir eftir á hverju ári, eftir að hafa fengið leið á fyrri FIFA leik talsverðum tíma áður. Vitið þið, mér líður dálítið eins og föður sem eignast á hverju ári nýtt barn. Ég viðurkenni að í hvert skipti virðist nýja barnið vera nánast alveg eins og síðasta barn, nema mögulega kannski aðeins betra á mjög afmörkuðum og litlum sviðum. En, engu að síður verð ég alltaf jafn kátur og spenntur fyrir framtíðinni með nýja barninu mínu. Ég fékk mér leikinn um það bil um leið og hann kom út, snemma í október, dembdi mér beint í vinsælasta hluta leiksins, Ultimate Team (FUT) og byrjaði strax að „grinda,“ eins og við unga fólkið segjum gjarnan. Áhugamenn um FIFA-leikina vita að þar eru hvað mestu breytingarnar á milli ára, enda er það sá þáttur leiksins sem EA græðir hvað mest á. Hálfgerður gullkálfur, enda fáar tilfinningar betri en að hafa skömmustulega læðst til þess að kaupa nokkur FIFA-stig en fá það verðlaunað með góðum fótboltakalli úr pakka. Það er án gríns geggjað. Eitt sem mér fannst ég taka eftir þegar ég hoppaði inn í FUT var að það var frekar auðvelt að vinna sig hratt upp og bæta ömurlega byrjunarliðið sem manni er úthlutað á hverju ári. Eftir að hafa spilað nokkra „placement leiki,“ sem eru notaðir til þess að raða leikmönnum í deildir eftir erfiðleika, fær maður strax fullt af pening. Ef honum er rétt varið getur maður þannig styrkt þær stöður sem þarf að styrkja á vellinum, á tiltölulega þægilegan hátt. Þá er annað, sem mér hefur þótt góð þróun, að EA eru að dúndra út endalaust af einhverjum uppstillingaráskorunum (Squad building challenges), sem margar er hægt að leysa fyrir frekar fáa FIFA-skildinga og fá ágætis verðlaun fyrir. Mér tókst til dæmis að krækja mér í útgáfu af spilinu hans Thiago Silva sem heldur í við árangur hans í raunheimum og hækkar eftir því sem hann fær fleiri in-form spil fyrir góðan árangur. Hingað til hefur hann ekki fengið neitt og er ekkert það góður, en ég held í vonina. Eric Cantona er í leiknum. Hann er reyndar löngu hættur að spila fótbolta. Hann er samt í leiknum.EA Sports Af óþolandi markmönnum og heilsteyptari hornum Í umfjöllun um leikspilunina sjálfa, hvernig EA tekst til með að líkja eftir besta sporti í heimi, alvöru fótbolta, þá er margt gott að segja. Leikurinn býður upp á miklu fleiri möguleika á markaskorun og uppspili heldur en síðasti leikur, og mig langar ekki að rífa úr mér augun eftir að hafa spilað í tvær mínútur við einhvern 14 ára Breta sem kann svona þrjú trikk en skorar samt á mig í hverri sókn. Fyrir mér er það klárlega kostur. Hreyfingar leikmanna virka mun betur á mig en í síðasta leik, þó að stundum skíni í gegn að þær séu forskrifaðar og ekki alveg í samhengi við það sem maður myndi ætla að gerðist í alvöru fótboltaleik. En hey, ég tek öllum umbótum á FIFA fagnandi, ég er bara þannig maður. Tvennt sem mig langar sérstaklega að draga fram, eftir að hafa spilað leikinn aðeins. Fyrst, hornspyrnur. Í fyrra fannst mér bara ekki hægt að skora eftir fyrirgjöf úr hornspyrnu. Maður reyndi alls konar útfærslur, útsveiflu, innsveiflu, senda stutt og gefa svo fyrir. Það gekk ekkert hjá mér. Ég man ekki eftir því að hafa skorað eftir eina einustu hornspyrnu í fyrra. Hvorki í FUT né Career Mode. Það var svolítið pirrandi, því í alvöru fótbolta skora alvöru fótboltamenn stundum alvöru fótboltamörk eftir hornspyrnur. Í FIFA 21 er þessu öðruvísi farið. Þar slæðist inn slatti af mörkum eftir hornspyrnur, og mér finnst það fínt. Jú, það er pirrandi að fá á sig mark úr hornspyrnu þegar þú heldur að þú hafir gert allt rétt (ýtt á takkann til að hreinsa burt, það er ekkert annað að gera), en það er bara hluti af þessu. Mér finnst samt líklegt að spilarar muni vekja athygli á því að nú sé of létt að skora eftir horn og mögulegt að EA breyti þessu eitthvað með uppfærslu þegar fram líða stundir. Hitt sem mig langaði að koma sérstaklega inn á eru markmenn. Djöfull eru þeir óþolandi. Kannski er eitthvað nýtt trikk sem ég er ekki búinn að heyra af, en mér finnst þeir bara ekki geta neitt. Ég get ekki gert kröfu um að þeir verji allt, en leikir hjá mér eru ítrekað að enda í fáránlegri markatölu, þó að skot á mark séu ekkert það mörg. Mér finnst markmennirnir líka oft henda boltanum beint á andstæðinginn, þvert á mínar óskir. Kannski er ég bara lélegur, samt örugglega ekki. Raunverulegra en aðeins flóknara Annar þáttur leiksins, sem vert er að fjalla um, er Career mode. Þar fær maður að fara í knattspyrnustjóraleik og stjórna hvaða liði sem maður vill. Síðustu ár hafa verið gerðar litlar breytingar á forminu, en í ár virðast EA hafa virt óskir spilara sem hafa þrábeðið um eitthvað nýtt. Ekkert sérstakt nýtt, bara eitthvað. Ég ákvað að velja mitt lið í enska boltanum, Chelsea, til að prófa hvernig þetta virkar allt saman. Á hverju ári vel ég mér samt lítið enskt lið í neðri deildum og hef það upp til vegs og virðingar. Ég er ekki búinn að velja mitt lið í ár, þannig að ábendingar um skemmtilegt lið til að stjórna eru vel þegnar í athugasemdum hér að neðan. En, aftur að þessu nýja og spennandi. Það er búið að umturna æfingakerfinu. Í síðustu leikjum hefur verið hægt að velja fimm eða færri leikmenn og láta þá þjálfa ákveðna þætti í leik sínum einu sinni í viku. Það var ekkert spes. Maður tók bara efnilegustu gaurana og þrælaði þeim út í þeirri von að þeir myndu bæta sig hratt, annað hvort til að bæta liðið eða geta selt þá og fengið smá pening fyrir þá. Núna er æfingakerfið aðeins flóknara, og hefur áhrif á þol leikmanna og leikform. Þá eru mun fleiri æfingar yfir tímabilið fyrir mun fleiri leikmenn Það er ágætis pæling, en getur verið svolítið flókið að átta sig á hvernig þetta virkar. Ég skil það ekki alveg ennþá, en það er allt að koma. Held að þetta sé fín viðbót sem geri spilunina í heild sinni aðeins raunverulegri og fjölbreyttari. Svo er líka mjög töff að geta þjálfað leikmenn í að spila ákveðna stöðu. Ég veit ekki hversu oft ég hef lent í því, síðan ég byrjaði að þykjast hafa vit á taktík, að vera með þrjá jafngóða leikmenn í einni stöðu, en einn eða jafnvel engan í annarri. Nú get ég bara tekið þriðja hægri bakvörðinn minn og breytt honum í miðvörð ef mig langar. Þetta er gert í alvörunni, og því er mjög eðlilegt að þetta sé hægt í FIFA. Og það er hægt. Sem er gott. Og hana nú. Svo er líka skemmtilegt tvist að geta valið sér þá upphæð sem byrjað er með þegar maður byrjar þjálfaraferilinn. Ef mig langar að taka við Leyton Orient, en langar líka að eiga 500 milljónir punda, þá get ég það. Það er geggjað. Þetta er svolítið eins og að vera þjálfari eða stjórnarmaður í Manchester City eftir að þeir voru keyptir. Ég held að það sé til dæmis mjög gaman. Ef maður tæki við Liverpool í leiknum gæti æfingaplanið litið einhvern veginn svona út. Leikform og hreysti leikmanna fer eftir leikja- og æfingaálagi.EA Sports Þetta á bara að vera gaman Svo er eitt, sem oft gleymist við FIFA. Þetta er geggjað samkvæmistól (sem reyndar hefur takmarkað gildi á tímum þar sem samkomur eru bannaðar, en þetta er það samt). Það er fátt betra en að rífa tappa af nokkrum hálslöngum og taka í pinnann. Keppa við vini sína upp á montréttinn, hvort sem það er í venjulegum FIFA-leik eða einum af þessum skrýtnu reglubreytingaleikjum. Persónulega finnst mér skemmtilegast að spila þar sem eru engar reglur. Engin rangstaða, engar auka- eða vítaspyrnur. Allt má. Sjö framherjar og þrír miðjumenn. Það er mjög gaman. Á heildina litið er þetta bara geggjað. Mér finnst gaman að spila FIFA, og er mjög gjarn á að gefa útgefendum leikjanna mikinn afslátt á öllu sem er að, af því mér finnst það einmitt svo gaman. En það bendir bara til þess að þessir leikir séu alls ekki svo slæmir, þrátt fyrir allt internettuð, að mínu meðtöldu, um að þeir séu glataðir. Gleðilega hátíð og til hamingju með FIFA 21. FIFA Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Loksins, já loksins. Hann er kominn. FIFA 21. Leikurinn sem fótboltaáhangendur og tölvuleikjanormies eins og ég bíða spenntir eftir á hverju ári, eftir að hafa fengið leið á fyrri FIFA leik talsverðum tíma áður. Vitið þið, mér líður dálítið eins og föður sem eignast á hverju ári nýtt barn. Ég viðurkenni að í hvert skipti virðist nýja barnið vera nánast alveg eins og síðasta barn, nema mögulega kannski aðeins betra á mjög afmörkuðum og litlum sviðum. En, engu að síður verð ég alltaf jafn kátur og spenntur fyrir framtíðinni með nýja barninu mínu. Ég fékk mér leikinn um það bil um leið og hann kom út, snemma í október, dembdi mér beint í vinsælasta hluta leiksins, Ultimate Team (FUT) og byrjaði strax að „grinda,“ eins og við unga fólkið segjum gjarnan. Áhugamenn um FIFA-leikina vita að þar eru hvað mestu breytingarnar á milli ára, enda er það sá þáttur leiksins sem EA græðir hvað mest á. Hálfgerður gullkálfur, enda fáar tilfinningar betri en að hafa skömmustulega læðst til þess að kaupa nokkur FIFA-stig en fá það verðlaunað með góðum fótboltakalli úr pakka. Það er án gríns geggjað. Eitt sem mér fannst ég taka eftir þegar ég hoppaði inn í FUT var að það var frekar auðvelt að vinna sig hratt upp og bæta ömurlega byrjunarliðið sem manni er úthlutað á hverju ári. Eftir að hafa spilað nokkra „placement leiki,“ sem eru notaðir til þess að raða leikmönnum í deildir eftir erfiðleika, fær maður strax fullt af pening. Ef honum er rétt varið getur maður þannig styrkt þær stöður sem þarf að styrkja á vellinum, á tiltölulega þægilegan hátt. Þá er annað, sem mér hefur þótt góð þróun, að EA eru að dúndra út endalaust af einhverjum uppstillingaráskorunum (Squad building challenges), sem margar er hægt að leysa fyrir frekar fáa FIFA-skildinga og fá ágætis verðlaun fyrir. Mér tókst til dæmis að krækja mér í útgáfu af spilinu hans Thiago Silva sem heldur í við árangur hans í raunheimum og hækkar eftir því sem hann fær fleiri in-form spil fyrir góðan árangur. Hingað til hefur hann ekki fengið neitt og er ekkert það góður, en ég held í vonina. Eric Cantona er í leiknum. Hann er reyndar löngu hættur að spila fótbolta. Hann er samt í leiknum.EA Sports Af óþolandi markmönnum og heilsteyptari hornum Í umfjöllun um leikspilunina sjálfa, hvernig EA tekst til með að líkja eftir besta sporti í heimi, alvöru fótbolta, þá er margt gott að segja. Leikurinn býður upp á miklu fleiri möguleika á markaskorun og uppspili heldur en síðasti leikur, og mig langar ekki að rífa úr mér augun eftir að hafa spilað í tvær mínútur við einhvern 14 ára Breta sem kann svona þrjú trikk en skorar samt á mig í hverri sókn. Fyrir mér er það klárlega kostur. Hreyfingar leikmanna virka mun betur á mig en í síðasta leik, þó að stundum skíni í gegn að þær séu forskrifaðar og ekki alveg í samhengi við það sem maður myndi ætla að gerðist í alvöru fótboltaleik. En hey, ég tek öllum umbótum á FIFA fagnandi, ég er bara þannig maður. Tvennt sem mig langar sérstaklega að draga fram, eftir að hafa spilað leikinn aðeins. Fyrst, hornspyrnur. Í fyrra fannst mér bara ekki hægt að skora eftir fyrirgjöf úr hornspyrnu. Maður reyndi alls konar útfærslur, útsveiflu, innsveiflu, senda stutt og gefa svo fyrir. Það gekk ekkert hjá mér. Ég man ekki eftir því að hafa skorað eftir eina einustu hornspyrnu í fyrra. Hvorki í FUT né Career Mode. Það var svolítið pirrandi, því í alvöru fótbolta skora alvöru fótboltamenn stundum alvöru fótboltamörk eftir hornspyrnur. Í FIFA 21 er þessu öðruvísi farið. Þar slæðist inn slatti af mörkum eftir hornspyrnur, og mér finnst það fínt. Jú, það er pirrandi að fá á sig mark úr hornspyrnu þegar þú heldur að þú hafir gert allt rétt (ýtt á takkann til að hreinsa burt, það er ekkert annað að gera), en það er bara hluti af þessu. Mér finnst samt líklegt að spilarar muni vekja athygli á því að nú sé of létt að skora eftir horn og mögulegt að EA breyti þessu eitthvað með uppfærslu þegar fram líða stundir. Hitt sem mig langaði að koma sérstaklega inn á eru markmenn. Djöfull eru þeir óþolandi. Kannski er eitthvað nýtt trikk sem ég er ekki búinn að heyra af, en mér finnst þeir bara ekki geta neitt. Ég get ekki gert kröfu um að þeir verji allt, en leikir hjá mér eru ítrekað að enda í fáránlegri markatölu, þó að skot á mark séu ekkert það mörg. Mér finnst markmennirnir líka oft henda boltanum beint á andstæðinginn, þvert á mínar óskir. Kannski er ég bara lélegur, samt örugglega ekki. Raunverulegra en aðeins flóknara Annar þáttur leiksins, sem vert er að fjalla um, er Career mode. Þar fær maður að fara í knattspyrnustjóraleik og stjórna hvaða liði sem maður vill. Síðustu ár hafa verið gerðar litlar breytingar á forminu, en í ár virðast EA hafa virt óskir spilara sem hafa þrábeðið um eitthvað nýtt. Ekkert sérstakt nýtt, bara eitthvað. Ég ákvað að velja mitt lið í enska boltanum, Chelsea, til að prófa hvernig þetta virkar allt saman. Á hverju ári vel ég mér samt lítið enskt lið í neðri deildum og hef það upp til vegs og virðingar. Ég er ekki búinn að velja mitt lið í ár, þannig að ábendingar um skemmtilegt lið til að stjórna eru vel þegnar í athugasemdum hér að neðan. En, aftur að þessu nýja og spennandi. Það er búið að umturna æfingakerfinu. Í síðustu leikjum hefur verið hægt að velja fimm eða færri leikmenn og láta þá þjálfa ákveðna þætti í leik sínum einu sinni í viku. Það var ekkert spes. Maður tók bara efnilegustu gaurana og þrælaði þeim út í þeirri von að þeir myndu bæta sig hratt, annað hvort til að bæta liðið eða geta selt þá og fengið smá pening fyrir þá. Núna er æfingakerfið aðeins flóknara, og hefur áhrif á þol leikmanna og leikform. Þá eru mun fleiri æfingar yfir tímabilið fyrir mun fleiri leikmenn Það er ágætis pæling, en getur verið svolítið flókið að átta sig á hvernig þetta virkar. Ég skil það ekki alveg ennþá, en það er allt að koma. Held að þetta sé fín viðbót sem geri spilunina í heild sinni aðeins raunverulegri og fjölbreyttari. Svo er líka mjög töff að geta þjálfað leikmenn í að spila ákveðna stöðu. Ég veit ekki hversu oft ég hef lent í því, síðan ég byrjaði að þykjast hafa vit á taktík, að vera með þrjá jafngóða leikmenn í einni stöðu, en einn eða jafnvel engan í annarri. Nú get ég bara tekið þriðja hægri bakvörðinn minn og breytt honum í miðvörð ef mig langar. Þetta er gert í alvörunni, og því er mjög eðlilegt að þetta sé hægt í FIFA. Og það er hægt. Sem er gott. Og hana nú. Svo er líka skemmtilegt tvist að geta valið sér þá upphæð sem byrjað er með þegar maður byrjar þjálfaraferilinn. Ef mig langar að taka við Leyton Orient, en langar líka að eiga 500 milljónir punda, þá get ég það. Það er geggjað. Þetta er svolítið eins og að vera þjálfari eða stjórnarmaður í Manchester City eftir að þeir voru keyptir. Ég held að það sé til dæmis mjög gaman. Ef maður tæki við Liverpool í leiknum gæti æfingaplanið litið einhvern veginn svona út. Leikform og hreysti leikmanna fer eftir leikja- og æfingaálagi.EA Sports Þetta á bara að vera gaman Svo er eitt, sem oft gleymist við FIFA. Þetta er geggjað samkvæmistól (sem reyndar hefur takmarkað gildi á tímum þar sem samkomur eru bannaðar, en þetta er það samt). Það er fátt betra en að rífa tappa af nokkrum hálslöngum og taka í pinnann. Keppa við vini sína upp á montréttinn, hvort sem það er í venjulegum FIFA-leik eða einum af þessum skrýtnu reglubreytingaleikjum. Persónulega finnst mér skemmtilegast að spila þar sem eru engar reglur. Engin rangstaða, engar auka- eða vítaspyrnur. Allt má. Sjö framherjar og þrír miðjumenn. Það er mjög gaman. Á heildina litið er þetta bara geggjað. Mér finnst gaman að spila FIFA, og er mjög gjarn á að gefa útgefendum leikjanna mikinn afslátt á öllu sem er að, af því mér finnst það einmitt svo gaman. En það bendir bara til þess að þessir leikir séu alls ekki svo slæmir, þrátt fyrir allt internettuð, að mínu meðtöldu, um að þeir séu glataðir. Gleðilega hátíð og til hamingju með FIFA 21.
FIFA Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira