Flykkjast í golf og vellirnir enn grænir Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2020 11:15 Hvaleyrarvöllur er nú opinn að nýju eftir 10 daga stopp. Þessi mynd er tekin að sumri en völlurinn er enn grænn eins og sjá má í meðfylgjandi innslagi. seth@golf.is Golfvellir á höfuðborgarsvæðinu opnuðu að nýju í dag eftir tíu daga lokun vegna tilmæla sóttvarnayfirvalda. Þrátt fyrir að kominn sé 20. október eru golfvellir enn grænir og í góðu ástandi miðað við árstíma. Fólk var því fljótt að tryggja sér rástíma þegar ljóst varð að hægt yrði að spila í góða veðrinu á höfuðborgarsvæðinu í dag. „Þetta er örugglega met hjá okkur svona seint í október, og það er bara gífurlegur áhugi. Fólk virðist hafa dágóðan tíma til að iðka golf sem er frábært,“ segir Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis og grasvallasérfræðingur, við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum á Stöð 2. Ljóst er að fjöldi kylfinga mun nýta sér það að geta spilað golf næstu daga ef fram heldur sem horfir. „Ástandið er mjög gott og við höfum sennilega sjaldan fengið svo fáar nætur með næturfrosti. Það er ástæðan fyrir því að völlurinn heldur svona vel lit og er í fantagóðu ástandi. Á meðan að veðrið er svona fínt höldum við áfram, og lengstu spár í dag segja okkur að við getum haldið áfram í 10-15 daga hið minnsta.“ Segir umræðuna hafa verið á villigötum Mikillar óánægju gætti þegar ákveðið var að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu. Viðbragðshópur Golfsambands Íslands beindi tilmælum þess efnis til golfklúbba, eftir að sóttvarnalæknir hafði mælst til þess að völlunum yrði lokað. Ólafur segir gagnrýni á lokun vallanna hafa verið á villigötum: „Hún er skiljanleg að mörgu leyti en það hafa verið margar rangfærslur varðandi þessa hluti. Ég sat nú í þessum viðbragðshópi golfsambandsins og öll sú vinna sem þar var unnin var einhörð í að reyna að halda golfi opnu. Það er alls ekkert hagsmunamál golfklúbba að þurfa að loka. Þetta voru einfaldlega tilmæli sem við fengum beint frá yfirvöldum, og þar af leiðandi fórum við bara eftir þeim.“ Klippa: Sportpakkinn - Golfvellir opnir að nýju Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Forseti GSÍ skilur reiði kylfinga Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, segir að það hafi verið erfitt að hunsa tilmæli sóttvarnayfirvalda um að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu. 12. október 2020 13:32 Lokun golfvalla tilkomin vegna tilmæla sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra Golfsamband Íslands gaf frá sér tilkynningu í dag er varðar lokun golfvalla á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir meðal annars að sambandið hafi ekki ákveðið að loka völlum borgarinnar. 11. október 2020 14:01 Golfvöllum lokað og kylfingar minntir á að leita ekki annað Golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu loka í dag og verða að óbreyttu lokaðir til og með 19. október, samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. 9. október 2020 12:36 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira
Golfvellir á höfuðborgarsvæðinu opnuðu að nýju í dag eftir tíu daga lokun vegna tilmæla sóttvarnayfirvalda. Þrátt fyrir að kominn sé 20. október eru golfvellir enn grænir og í góðu ástandi miðað við árstíma. Fólk var því fljótt að tryggja sér rástíma þegar ljóst varð að hægt yrði að spila í góða veðrinu á höfuðborgarsvæðinu í dag. „Þetta er örugglega met hjá okkur svona seint í október, og það er bara gífurlegur áhugi. Fólk virðist hafa dágóðan tíma til að iðka golf sem er frábært,“ segir Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis og grasvallasérfræðingur, við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum á Stöð 2. Ljóst er að fjöldi kylfinga mun nýta sér það að geta spilað golf næstu daga ef fram heldur sem horfir. „Ástandið er mjög gott og við höfum sennilega sjaldan fengið svo fáar nætur með næturfrosti. Það er ástæðan fyrir því að völlurinn heldur svona vel lit og er í fantagóðu ástandi. Á meðan að veðrið er svona fínt höldum við áfram, og lengstu spár í dag segja okkur að við getum haldið áfram í 10-15 daga hið minnsta.“ Segir umræðuna hafa verið á villigötum Mikillar óánægju gætti þegar ákveðið var að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu. Viðbragðshópur Golfsambands Íslands beindi tilmælum þess efnis til golfklúbba, eftir að sóttvarnalæknir hafði mælst til þess að völlunum yrði lokað. Ólafur segir gagnrýni á lokun vallanna hafa verið á villigötum: „Hún er skiljanleg að mörgu leyti en það hafa verið margar rangfærslur varðandi þessa hluti. Ég sat nú í þessum viðbragðshópi golfsambandsins og öll sú vinna sem þar var unnin var einhörð í að reyna að halda golfi opnu. Það er alls ekkert hagsmunamál golfklúbba að þurfa að loka. Þetta voru einfaldlega tilmæli sem við fengum beint frá yfirvöldum, og þar af leiðandi fórum við bara eftir þeim.“ Klippa: Sportpakkinn - Golfvellir opnir að nýju
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Forseti GSÍ skilur reiði kylfinga Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, segir að það hafi verið erfitt að hunsa tilmæli sóttvarnayfirvalda um að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu. 12. október 2020 13:32 Lokun golfvalla tilkomin vegna tilmæla sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra Golfsamband Íslands gaf frá sér tilkynningu í dag er varðar lokun golfvalla á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir meðal annars að sambandið hafi ekki ákveðið að loka völlum borgarinnar. 11. október 2020 14:01 Golfvöllum lokað og kylfingar minntir á að leita ekki annað Golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu loka í dag og verða að óbreyttu lokaðir til og með 19. október, samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. 9. október 2020 12:36 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira
Forseti GSÍ skilur reiði kylfinga Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, segir að það hafi verið erfitt að hunsa tilmæli sóttvarnayfirvalda um að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu. 12. október 2020 13:32
Lokun golfvalla tilkomin vegna tilmæla sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra Golfsamband Íslands gaf frá sér tilkynningu í dag er varðar lokun golfvalla á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir meðal annars að sambandið hafi ekki ákveðið að loka völlum borgarinnar. 11. október 2020 14:01
Golfvöllum lokað og kylfingar minntir á að leita ekki annað Golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu loka í dag og verða að óbreyttu lokaðir til og með 19. október, samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. 9. október 2020 12:36