Sjónhverfingarmaðurinn og afhjúparinn James Randi látinn Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2020 23:51 James Randi á viðburði í tengslum við kvikmynd um ævi hans sem kom út árið 2016. Vísir/Getty James Randi, kanadíski sjónhverfingarmaðurinn sem helgaði sig því að hrekja hindurvitni, er látinn, 92 ára að aldri. Randi hélt fyrirlestra fyrir fullum sal í Háskóla Íslands fyrir tíu árum þar sem hann reyndi meðal annars að fyrirfara sér með hómópatalausn, án árangurs. Menntasjóður sem Randi stofnaði tilkynnti um andlát hans en greindi ekki frá banameini hans. Randi hafði glímt við krabbamein og hjartasjúkdóma undanfarin ár. Hann lést í gær, þriðjudag 20. október, að sögn Washington Post. Randi fæddist í Toronto í Kanada árið 1928 og hét þá Randall James Hamilton Zwinge. Hann hneigðist snemma að töfrabrögðum og sjónhverfingum og hasslaði sér völl sem „Sá ótrúlegi Randi“. Á gamalsaldri kom Randi út úr skápnum. Hann giftist Deyvi Peña, venesúelskum listamanni, árið 2013. Sem sjónhverfingarmaður sérhæfði Randi sig meðal annars í því að sleppa úr að því er virtist ómögulegum aðstæðum líkt og Harry Houdini forðum. Losaði hann sig úr spennitreyjum, peningaskápum og fangelsum. Eitt sinn losaði hann sig úr sprennitreyju hangandi á hvolfi yfir Niagra-fossum. Þrátt fyrir blekkingarnar sem hann hafði að atvinnu voru hvers kyns hindurvitni, kukl og fals eitur í beinum Randi. Hann helgaði sig þannig því að afhjúpa miðla, sjónvarpspredikara og fólk sem hélt því fram að það byggi yfir yfirnáttúrulegum hæfileikum. Bauð hann meðal annars fram milljón dollara verðlaun fyrir hvern þann sem gæti sýnt fram á yfirskilvitlega hæfileika. Fræg eru viðskipti Randi við Uri Geller, ísraelskan „miðil“ sem hélt því fram að hann gæti beygt skeiðar með hugarafli. Geller höfðaði meðal annars meiðyrðamál gegn Randi eftir að sjónhverfingarmaðurinn sakaði hann um blekkingar og lék bragðið eftir sjálfur. „Að mínu áliti kallar Geller skömm yfir þá list sem ég stunda. Það sem verra er truflar hann hugsanir ungrar kynslóðar huga sem eru í mótun. Það er ófyrirgefanlegt,“ sagði Randi um Geller árið 1993. Randi heimsótti Ísland árið 2010 og hélt vel sótta fyrirlestra um hindurvitni í Háskóla Íslands. Þar tæmdi hann meðal annars úr heilu glasi af töflum sem áttu að innihalda eitrið arsenik til að sýna fram á að hómópatalyf væru áhrifalaus. „Einn kvilli er til sem smáskammtalækningarnar geta læknað. Ef þú glímir við bólgið veski þá getur hómópatía bjargað því fyrir þig á svipstundu!“ sagði Randi í viðtali við Morgunblaðið í júní árið 2010. Þá hafði hann verulegar áhyggjur af örlögum skynsemishyggju í heiminum. „Fólk telur sig ekki geta verið blekkt. Það heldur að það sé svo snjallt að það sé ekki hægt að plata það. Þetta er hættuleg hugsun því það eru auglýsingar og afætur með annarlegar hvatir sem reyna sitt besta til þess að hafa af fólki fé þess, öryggi og framtíð með blekkingum,“ sagði hann. Andlát Kanada Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
James Randi, kanadíski sjónhverfingarmaðurinn sem helgaði sig því að hrekja hindurvitni, er látinn, 92 ára að aldri. Randi hélt fyrirlestra fyrir fullum sal í Háskóla Íslands fyrir tíu árum þar sem hann reyndi meðal annars að fyrirfara sér með hómópatalausn, án árangurs. Menntasjóður sem Randi stofnaði tilkynnti um andlát hans en greindi ekki frá banameini hans. Randi hafði glímt við krabbamein og hjartasjúkdóma undanfarin ár. Hann lést í gær, þriðjudag 20. október, að sögn Washington Post. Randi fæddist í Toronto í Kanada árið 1928 og hét þá Randall James Hamilton Zwinge. Hann hneigðist snemma að töfrabrögðum og sjónhverfingum og hasslaði sér völl sem „Sá ótrúlegi Randi“. Á gamalsaldri kom Randi út úr skápnum. Hann giftist Deyvi Peña, venesúelskum listamanni, árið 2013. Sem sjónhverfingarmaður sérhæfði Randi sig meðal annars í því að sleppa úr að því er virtist ómögulegum aðstæðum líkt og Harry Houdini forðum. Losaði hann sig úr spennitreyjum, peningaskápum og fangelsum. Eitt sinn losaði hann sig úr sprennitreyju hangandi á hvolfi yfir Niagra-fossum. Þrátt fyrir blekkingarnar sem hann hafði að atvinnu voru hvers kyns hindurvitni, kukl og fals eitur í beinum Randi. Hann helgaði sig þannig því að afhjúpa miðla, sjónvarpspredikara og fólk sem hélt því fram að það byggi yfir yfirnáttúrulegum hæfileikum. Bauð hann meðal annars fram milljón dollara verðlaun fyrir hvern þann sem gæti sýnt fram á yfirskilvitlega hæfileika. Fræg eru viðskipti Randi við Uri Geller, ísraelskan „miðil“ sem hélt því fram að hann gæti beygt skeiðar með hugarafli. Geller höfðaði meðal annars meiðyrðamál gegn Randi eftir að sjónhverfingarmaðurinn sakaði hann um blekkingar og lék bragðið eftir sjálfur. „Að mínu áliti kallar Geller skömm yfir þá list sem ég stunda. Það sem verra er truflar hann hugsanir ungrar kynslóðar huga sem eru í mótun. Það er ófyrirgefanlegt,“ sagði Randi um Geller árið 1993. Randi heimsótti Ísland árið 2010 og hélt vel sótta fyrirlestra um hindurvitni í Háskóla Íslands. Þar tæmdi hann meðal annars úr heilu glasi af töflum sem áttu að innihalda eitrið arsenik til að sýna fram á að hómópatalyf væru áhrifalaus. „Einn kvilli er til sem smáskammtalækningarnar geta læknað. Ef þú glímir við bólgið veski þá getur hómópatía bjargað því fyrir þig á svipstundu!“ sagði Randi í viðtali við Morgunblaðið í júní árið 2010. Þá hafði hann verulegar áhyggjur af örlögum skynsemishyggju í heiminum. „Fólk telur sig ekki geta verið blekkt. Það heldur að það sé svo snjallt að það sé ekki hægt að plata það. Þetta er hættuleg hugsun því það eru auglýsingar og afætur með annarlegar hvatir sem reyna sitt besta til þess að hafa af fólki fé þess, öryggi og framtíð með blekkingum,“ sagði hann.
Andlát Kanada Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira