Klopp ánægður með nýja parið en vill að það tali meira Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2020 08:00 Fabinho bjargaði Liverpool meistaralega með því að hreinsa á marklínu eftir að boltinn fór yfir Adrian. Getty/Andrew Powell Jürgen Klopp var ánægður með frammistöðu Fabinho sem miðvarðar í 1-0 sigrinum gegn Ajax í gær en segir þá Joe Gomez geta gert betur. Liverpool var án Virgil van Dijk og Joël Matip vegna meiðsla, í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Fabinho fór því af miðjunni í stöðu miðvarðar, eins og stundum áður, og gæti þurft að leysa það hlutverk mun oftar í vetur nú þegar ljóst er að Van Dijk verður frá keppni í marga mánuði vegna hnémeiðsla. Þeir Gomez mynduðu nýtt miðvarðapar Liverpool. Klippa: Ajax - Liverpool 0-1 Vegna meiðsla Van Dijk hefur talsverð umræða verið um miðvarðamál Liverpool og Klopp er meðvitaður um það: „Var pressa varðandi þessa stöðu í kvöld? Já,“ sagði Klopp á blaðamannafundi eftir leik í gær. „Það er ljóst að miðverðirnir tveir voru að spila sinn fyrsta leik saman, held ég. Fabinho getur spilað í þessari stöðu og hefur raunar gaman af því. Ef ég bæði hann um að spila sem bakvörður myndi hann ekki njóta þess eins mikið. Miðað við okkar stöðu þá verða þessir strákar að halda sér í standi en ég er mjög ánægður með kvöldið. Þetta gaf honum klárlega sjálfstraust,“ sagði Klopp um Fabinho. Joe og Fabinho þurfa að venjast hvor öðrum Brasilíumaðurinn kom Liverpool til bjargar seint í leiknum með bakfallsspyrnu á marklínu þegar Dusan Tadic var nálægt því að jafna metin fyrir Ajax. „Þetta var gott en Fabinho getur spilað betur. Joe og Fabinho þurfa að venjast hvor öðrum, og venjast því hvaða kröfur eru gerðar um að menn í þessari stöðu tali við aðra og hjálpi miðjunni. Þetta var góð frammistaða en það er mikið svigrúm til að bæta sig, og það er gott. Þetta var svo sannarlega gott kvöld.“ Sigurmark Liverpool var sjálfsmark heimamanna eftir spyrnu Sadio Mané.Getty/MAURICE VAN STEEN Þríeykið Mohamed Salah, Roberto Firmino og Sadio Mané fór af velli eftir klukkutíma leik en Klopp sagði það ekki hafa verið vegna leiksins við Sheffield United á laugardag, eða vegna meiðsla. Mané sást með kælipoka á hnénu eftir að hafa farið af velli: „Eins og sást þá var þetta hraður leikur og ef að boltinn vannst fengu menn stórt tækifæri á að sækja hratt. Þetta var krefjandi fyrir fremstu þrjá mennina svo ég var ánægður með að geta gert þessar breytingar og eiga fimm skiptingar. Sadio hefur verið með „dead leg“ í nokkra daga. Hann finnur enn til en þetta er ekki vandamál og hann notar kælingu þegar hann er ekki að spila,“ sagði Klopp. Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool, aukaspyrnu Gündogans og markasúpuna í Bæjaralandi Liverpool, Manchester City og Bayern Munchen byrja öll Meistaradeildina vel í ár en öll unnu þau leiki sína í 1. umferð riðlakeppninnar í gærkvöldi. 22. október 2020 07:01 Liverpool vann í Hollandi á sjálfsmarki Liverpool byrjar Meistaradeildina vel þetta tímabilið en þeir unnu 1-0 sigur á Ajax á útivelli í kvöld. 21. október 2020 20:55 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Fleiri fréttir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Sjá meira
Jürgen Klopp var ánægður með frammistöðu Fabinho sem miðvarðar í 1-0 sigrinum gegn Ajax í gær en segir þá Joe Gomez geta gert betur. Liverpool var án Virgil van Dijk og Joël Matip vegna meiðsla, í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Fabinho fór því af miðjunni í stöðu miðvarðar, eins og stundum áður, og gæti þurft að leysa það hlutverk mun oftar í vetur nú þegar ljóst er að Van Dijk verður frá keppni í marga mánuði vegna hnémeiðsla. Þeir Gomez mynduðu nýtt miðvarðapar Liverpool. Klippa: Ajax - Liverpool 0-1 Vegna meiðsla Van Dijk hefur talsverð umræða verið um miðvarðamál Liverpool og Klopp er meðvitaður um það: „Var pressa varðandi þessa stöðu í kvöld? Já,“ sagði Klopp á blaðamannafundi eftir leik í gær. „Það er ljóst að miðverðirnir tveir voru að spila sinn fyrsta leik saman, held ég. Fabinho getur spilað í þessari stöðu og hefur raunar gaman af því. Ef ég bæði hann um að spila sem bakvörður myndi hann ekki njóta þess eins mikið. Miðað við okkar stöðu þá verða þessir strákar að halda sér í standi en ég er mjög ánægður með kvöldið. Þetta gaf honum klárlega sjálfstraust,“ sagði Klopp um Fabinho. Joe og Fabinho þurfa að venjast hvor öðrum Brasilíumaðurinn kom Liverpool til bjargar seint í leiknum með bakfallsspyrnu á marklínu þegar Dusan Tadic var nálægt því að jafna metin fyrir Ajax. „Þetta var gott en Fabinho getur spilað betur. Joe og Fabinho þurfa að venjast hvor öðrum, og venjast því hvaða kröfur eru gerðar um að menn í þessari stöðu tali við aðra og hjálpi miðjunni. Þetta var góð frammistaða en það er mikið svigrúm til að bæta sig, og það er gott. Þetta var svo sannarlega gott kvöld.“ Sigurmark Liverpool var sjálfsmark heimamanna eftir spyrnu Sadio Mané.Getty/MAURICE VAN STEEN Þríeykið Mohamed Salah, Roberto Firmino og Sadio Mané fór af velli eftir klukkutíma leik en Klopp sagði það ekki hafa verið vegna leiksins við Sheffield United á laugardag, eða vegna meiðsla. Mané sást með kælipoka á hnénu eftir að hafa farið af velli: „Eins og sást þá var þetta hraður leikur og ef að boltinn vannst fengu menn stórt tækifæri á að sækja hratt. Þetta var krefjandi fyrir fremstu þrjá mennina svo ég var ánægður með að geta gert þessar breytingar og eiga fimm skiptingar. Sadio hefur verið með „dead leg“ í nokkra daga. Hann finnur enn til en þetta er ekki vandamál og hann notar kælingu þegar hann er ekki að spila,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool, aukaspyrnu Gündogans og markasúpuna í Bæjaralandi Liverpool, Manchester City og Bayern Munchen byrja öll Meistaradeildina vel í ár en öll unnu þau leiki sína í 1. umferð riðlakeppninnar í gærkvöldi. 22. október 2020 07:01 Liverpool vann í Hollandi á sjálfsmarki Liverpool byrjar Meistaradeildina vel þetta tímabilið en þeir unnu 1-0 sigur á Ajax á útivelli í kvöld. 21. október 2020 20:55 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Fleiri fréttir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Sjá meira
Sjáðu sigurmark Liverpool, aukaspyrnu Gündogans og markasúpuna í Bæjaralandi Liverpool, Manchester City og Bayern Munchen byrja öll Meistaradeildina vel í ár en öll unnu þau leiki sína í 1. umferð riðlakeppninnar í gærkvöldi. 22. október 2020 07:01
Liverpool vann í Hollandi á sjálfsmarki Liverpool byrjar Meistaradeildina vel þetta tímabilið en þeir unnu 1-0 sigur á Ajax á útivelli í kvöld. 21. október 2020 20:55