Klopp ánægður með nýja parið en vill að það tali meira Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2020 08:00 Fabinho bjargaði Liverpool meistaralega með því að hreinsa á marklínu eftir að boltinn fór yfir Adrian. Getty/Andrew Powell Jürgen Klopp var ánægður með frammistöðu Fabinho sem miðvarðar í 1-0 sigrinum gegn Ajax í gær en segir þá Joe Gomez geta gert betur. Liverpool var án Virgil van Dijk og Joël Matip vegna meiðsla, í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Fabinho fór því af miðjunni í stöðu miðvarðar, eins og stundum áður, og gæti þurft að leysa það hlutverk mun oftar í vetur nú þegar ljóst er að Van Dijk verður frá keppni í marga mánuði vegna hnémeiðsla. Þeir Gomez mynduðu nýtt miðvarðapar Liverpool. Klippa: Ajax - Liverpool 0-1 Vegna meiðsla Van Dijk hefur talsverð umræða verið um miðvarðamál Liverpool og Klopp er meðvitaður um það: „Var pressa varðandi þessa stöðu í kvöld? Já,“ sagði Klopp á blaðamannafundi eftir leik í gær. „Það er ljóst að miðverðirnir tveir voru að spila sinn fyrsta leik saman, held ég. Fabinho getur spilað í þessari stöðu og hefur raunar gaman af því. Ef ég bæði hann um að spila sem bakvörður myndi hann ekki njóta þess eins mikið. Miðað við okkar stöðu þá verða þessir strákar að halda sér í standi en ég er mjög ánægður með kvöldið. Þetta gaf honum klárlega sjálfstraust,“ sagði Klopp um Fabinho. Joe og Fabinho þurfa að venjast hvor öðrum Brasilíumaðurinn kom Liverpool til bjargar seint í leiknum með bakfallsspyrnu á marklínu þegar Dusan Tadic var nálægt því að jafna metin fyrir Ajax. „Þetta var gott en Fabinho getur spilað betur. Joe og Fabinho þurfa að venjast hvor öðrum, og venjast því hvaða kröfur eru gerðar um að menn í þessari stöðu tali við aðra og hjálpi miðjunni. Þetta var góð frammistaða en það er mikið svigrúm til að bæta sig, og það er gott. Þetta var svo sannarlega gott kvöld.“ Sigurmark Liverpool var sjálfsmark heimamanna eftir spyrnu Sadio Mané.Getty/MAURICE VAN STEEN Þríeykið Mohamed Salah, Roberto Firmino og Sadio Mané fór af velli eftir klukkutíma leik en Klopp sagði það ekki hafa verið vegna leiksins við Sheffield United á laugardag, eða vegna meiðsla. Mané sást með kælipoka á hnénu eftir að hafa farið af velli: „Eins og sást þá var þetta hraður leikur og ef að boltinn vannst fengu menn stórt tækifæri á að sækja hratt. Þetta var krefjandi fyrir fremstu þrjá mennina svo ég var ánægður með að geta gert þessar breytingar og eiga fimm skiptingar. Sadio hefur verið með „dead leg“ í nokkra daga. Hann finnur enn til en þetta er ekki vandamál og hann notar kælingu þegar hann er ekki að spila,“ sagði Klopp. Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool, aukaspyrnu Gündogans og markasúpuna í Bæjaralandi Liverpool, Manchester City og Bayern Munchen byrja öll Meistaradeildina vel í ár en öll unnu þau leiki sína í 1. umferð riðlakeppninnar í gærkvöldi. 22. október 2020 07:01 Liverpool vann í Hollandi á sjálfsmarki Liverpool byrjar Meistaradeildina vel þetta tímabilið en þeir unnu 1-0 sigur á Ajax á útivelli í kvöld. 21. október 2020 20:55 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Sjá meira
Jürgen Klopp var ánægður með frammistöðu Fabinho sem miðvarðar í 1-0 sigrinum gegn Ajax í gær en segir þá Joe Gomez geta gert betur. Liverpool var án Virgil van Dijk og Joël Matip vegna meiðsla, í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Fabinho fór því af miðjunni í stöðu miðvarðar, eins og stundum áður, og gæti þurft að leysa það hlutverk mun oftar í vetur nú þegar ljóst er að Van Dijk verður frá keppni í marga mánuði vegna hnémeiðsla. Þeir Gomez mynduðu nýtt miðvarðapar Liverpool. Klippa: Ajax - Liverpool 0-1 Vegna meiðsla Van Dijk hefur talsverð umræða verið um miðvarðamál Liverpool og Klopp er meðvitaður um það: „Var pressa varðandi þessa stöðu í kvöld? Já,“ sagði Klopp á blaðamannafundi eftir leik í gær. „Það er ljóst að miðverðirnir tveir voru að spila sinn fyrsta leik saman, held ég. Fabinho getur spilað í þessari stöðu og hefur raunar gaman af því. Ef ég bæði hann um að spila sem bakvörður myndi hann ekki njóta þess eins mikið. Miðað við okkar stöðu þá verða þessir strákar að halda sér í standi en ég er mjög ánægður með kvöldið. Þetta gaf honum klárlega sjálfstraust,“ sagði Klopp um Fabinho. Joe og Fabinho þurfa að venjast hvor öðrum Brasilíumaðurinn kom Liverpool til bjargar seint í leiknum með bakfallsspyrnu á marklínu þegar Dusan Tadic var nálægt því að jafna metin fyrir Ajax. „Þetta var gott en Fabinho getur spilað betur. Joe og Fabinho þurfa að venjast hvor öðrum, og venjast því hvaða kröfur eru gerðar um að menn í þessari stöðu tali við aðra og hjálpi miðjunni. Þetta var góð frammistaða en það er mikið svigrúm til að bæta sig, og það er gott. Þetta var svo sannarlega gott kvöld.“ Sigurmark Liverpool var sjálfsmark heimamanna eftir spyrnu Sadio Mané.Getty/MAURICE VAN STEEN Þríeykið Mohamed Salah, Roberto Firmino og Sadio Mané fór af velli eftir klukkutíma leik en Klopp sagði það ekki hafa verið vegna leiksins við Sheffield United á laugardag, eða vegna meiðsla. Mané sást með kælipoka á hnénu eftir að hafa farið af velli: „Eins og sást þá var þetta hraður leikur og ef að boltinn vannst fengu menn stórt tækifæri á að sækja hratt. Þetta var krefjandi fyrir fremstu þrjá mennina svo ég var ánægður með að geta gert þessar breytingar og eiga fimm skiptingar. Sadio hefur verið með „dead leg“ í nokkra daga. Hann finnur enn til en þetta er ekki vandamál og hann notar kælingu þegar hann er ekki að spila,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool, aukaspyrnu Gündogans og markasúpuna í Bæjaralandi Liverpool, Manchester City og Bayern Munchen byrja öll Meistaradeildina vel í ár en öll unnu þau leiki sína í 1. umferð riðlakeppninnar í gærkvöldi. 22. október 2020 07:01 Liverpool vann í Hollandi á sjálfsmarki Liverpool byrjar Meistaradeildina vel þetta tímabilið en þeir unnu 1-0 sigur á Ajax á útivelli í kvöld. 21. október 2020 20:55 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Sjá meira
Sjáðu sigurmark Liverpool, aukaspyrnu Gündogans og markasúpuna í Bæjaralandi Liverpool, Manchester City og Bayern Munchen byrja öll Meistaradeildina vel í ár en öll unnu þau leiki sína í 1. umferð riðlakeppninnar í gærkvöldi. 22. október 2020 07:01
Liverpool vann í Hollandi á sjálfsmarki Liverpool byrjar Meistaradeildina vel þetta tímabilið en þeir unnu 1-0 sigur á Ajax á útivelli í kvöld. 21. október 2020 20:55