„Ekkert sérstaklega gaman þegar fólk er að slúðra um mann“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. október 2020 14:31 Svanhildur Hólm og Logi Bergmann Eiðsson eiga í dag sjö börn. Tvö börn saman og fimm börn úr fyrri samböndum. „Ég hafði aldrei verið með manni sem átti fjögur börn og hafði ekki hugmynd um hvað ég væri að fara út í. Ég var bara 28 ára og átti eitt barn og þetta var svona ókannað land. Þetta var ákveðin brekka og ég get alveg sagt það ef það er einhver í þessari aðstöðu núna að það er eins gott að sambandið sé gott, þetta er alveg brekka að gera þetta,“ segir Svanhildur Hólm sem er sennilega þekktust fyrir fjölmiðlaferil sinn bæði hjá RÚV og Stöð 2 en hún hefur ekki verið á skjánum í mörg ár. Hún er nýhætt sem aðstoðarmaður Bjarna Ben fjármálaráðherra og nýráðin sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Svanhildur fór um víðan völl í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk með Snæbirni Ragnarssyni á dögunum. Þar ræddi hún meðal annars hjónaband sitt. Svanhildur og Logi Bergmann Eiðsson gengu í það heilaga árið 2005 og hafa síðan þá eignast tvö börn saman. Alls eiga þau sjö börn en bæði áttu þau börn úr fyrra sambandi. „Þetta var alveg erfitt á margan lund, að taka saman á þessum tíma og vorum bæði á þessum tíma opinberar persónur og fólk hafði miklar skoðanir á þessu. Þetta var á þessum tíma þar sem svona hlutir voru alltaf forsíðufréttir á Séð & Heyrt. Maður sjálfur er þokkalega rólegur yfir þessu en finnst þetta kannski leiðinlegt vegna allra hinna sem standa að manni, að vera í einhverjum slúðurblöðum og svona,“ segir Svanhildur. Hún segist oftast ekki taka hlutina mikið inn á sig. Það hafi hjálpað að þau hafi bæði verið þekktir einstaklingar. Snæbjörn og Svanhildur fóru um víðan völl í spjallinu. „Fyrir fjölskyldurnar okkar, foreldrum manns og fyrrverandi mökum og svona þá er það ekkert sérstaklega gaman þegar fólk er að slúðra um mann. Fyrrverandi makar okkar velja það ekkert að þetta sé slúður dagsins. En við erum frekar heppin með krakka og áttum til að mynda þrjú börn sem voru fædd á svipuðum tíma, 95,96 og 97 og þau eru til dæmis mjög góðir vinir í dag og þurftu þarna að finna sig áfram í nýjum veruleika. Þetta hefur auðvitað líka mjög mikið að gera með krakkana líka, ekki bara mann sjálfan.“ Hún segist aldrei hafa verið efins um að byrja í sambandi með manni sem átti fjögur börn. „Ég er ofsalega fegin í dag og ég veit ekki hvað fólk segir um sálufélaga en það þarf allavega mjög sérstakan mann til að geta búið með mér í allan þennan tíma. Logi hefur staðið sig með mikilli prýði,“ segir Svanhildur en þau eignuðust saman tvö börn. „Fyrra barnið var alveg planað en seinna kom smá óvænt. Logi segir að það hafi komið út af því að ég get ekki reiknað. Það er ekki satt, ég er bara ekki alltaf að reikna,“ segir Svanhildur en í þættinum lýsir hún sambandi sínu við Loga vel og er það greinilega mjög fallegt og gott. Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni en þar ræða þau allt á milli himins og jarðar. Ástin og lífið Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
„Ég hafði aldrei verið með manni sem átti fjögur börn og hafði ekki hugmynd um hvað ég væri að fara út í. Ég var bara 28 ára og átti eitt barn og þetta var svona ókannað land. Þetta var ákveðin brekka og ég get alveg sagt það ef það er einhver í þessari aðstöðu núna að það er eins gott að sambandið sé gott, þetta er alveg brekka að gera þetta,“ segir Svanhildur Hólm sem er sennilega þekktust fyrir fjölmiðlaferil sinn bæði hjá RÚV og Stöð 2 en hún hefur ekki verið á skjánum í mörg ár. Hún er nýhætt sem aðstoðarmaður Bjarna Ben fjármálaráðherra og nýráðin sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Svanhildur fór um víðan völl í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk með Snæbirni Ragnarssyni á dögunum. Þar ræddi hún meðal annars hjónaband sitt. Svanhildur og Logi Bergmann Eiðsson gengu í það heilaga árið 2005 og hafa síðan þá eignast tvö börn saman. Alls eiga þau sjö börn en bæði áttu þau börn úr fyrra sambandi. „Þetta var alveg erfitt á margan lund, að taka saman á þessum tíma og vorum bæði á þessum tíma opinberar persónur og fólk hafði miklar skoðanir á þessu. Þetta var á þessum tíma þar sem svona hlutir voru alltaf forsíðufréttir á Séð & Heyrt. Maður sjálfur er þokkalega rólegur yfir þessu en finnst þetta kannski leiðinlegt vegna allra hinna sem standa að manni, að vera í einhverjum slúðurblöðum og svona,“ segir Svanhildur. Hún segist oftast ekki taka hlutina mikið inn á sig. Það hafi hjálpað að þau hafi bæði verið þekktir einstaklingar. Snæbjörn og Svanhildur fóru um víðan völl í spjallinu. „Fyrir fjölskyldurnar okkar, foreldrum manns og fyrrverandi mökum og svona þá er það ekkert sérstaklega gaman þegar fólk er að slúðra um mann. Fyrrverandi makar okkar velja það ekkert að þetta sé slúður dagsins. En við erum frekar heppin með krakka og áttum til að mynda þrjú börn sem voru fædd á svipuðum tíma, 95,96 og 97 og þau eru til dæmis mjög góðir vinir í dag og þurftu þarna að finna sig áfram í nýjum veruleika. Þetta hefur auðvitað líka mjög mikið að gera með krakkana líka, ekki bara mann sjálfan.“ Hún segist aldrei hafa verið efins um að byrja í sambandi með manni sem átti fjögur börn. „Ég er ofsalega fegin í dag og ég veit ekki hvað fólk segir um sálufélaga en það þarf allavega mjög sérstakan mann til að geta búið með mér í allan þennan tíma. Logi hefur staðið sig með mikilli prýði,“ segir Svanhildur en þau eignuðust saman tvö börn. „Fyrra barnið var alveg planað en seinna kom smá óvænt. Logi segir að það hafi komið út af því að ég get ekki reiknað. Það er ekki satt, ég er bara ekki alltaf að reikna,“ segir Svanhildur en í þættinum lýsir hún sambandi sínu við Loga vel og er það greinilega mjög fallegt og gott. Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni en þar ræða þau allt á milli himins og jarðar.
Ástin og lífið Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira