„Fólk er að hugsa um heilsuna í ræktinni og er ekki að fara í sleik á einhverjum karaoke bar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. október 2020 15:31 Egill Einarsson er ekki svo sáttur með stöðuna á líkamsræktarstöðvum landsins. Einkaþjálfarinn Egill Einarsson ræddi við þáttastjórnendur Brennslunnar í morgun og var farið yfir ástandið í líkamsræktarstöðvum landsins vegna kórónuveirunnar. „Ég get verið á skrifstofunni en þetta er helvíti rólegt meðan líkamsræktarstöðvarnar eru lokaðar en vonandi verða þetta bara tvær vikur í viðbót,“ segir Egill Einarsson á FM957 í morgun. „Fólk virðist ekki vera að hreyfa sig mikið þegar þessar stöðvar eru lokaðar. Það er helvíti þreytt að sprikla heima í stofu til lengri tíma. Ég sá það í fyrstu lokuninni að fólk nennti þessu í viku að hoppa heima á gólfinu en það verður fljótt mjög þreytt. Ég sé það bara í þessari lokun að fólk nennir þessu ekkert, fer bara í sófann og mætir þegar það opnar aftur.“ Hann segir að fólk eigi almennt mjög erfitt með mataræðið þegar það er heima allan daginn. „Ég hef aldrei séð fólk koma jafn illa út úr mælingum og á þessu ári. Þú átt alveg að geta gert hörkuæfingar með eigin líkamsþyngd en fólki finnst það bara leiðinlegt. Nú má fólk vera í einhverjum hóptímum en ekki fara í ræktina. Þetta er allt saman mjög sérstakt, en vonandi eru bara einhverjar tvær vikur í þetta.“ Hnefaleikastöð er ekki eins og venjuleg líkamsræktarstöð Hann býst ekkert endilega við að fólk flykkist í ræktina þegar banninu verður aflétt. „Það er notla önnur hver sófakartafla landsins í einhverri herferð gegn líkamsræktarstöðvum. Ég get ekki opnað Vísi þá er einhver trúður kominn að tala um gymmið. Það gleymist svolítið að þessi smit eru úr hnefaleikastöðinni, ekki líkamsrækt. Fólk þekkir greinilega ekki muninn á hnefaleikastöð og líkamsrækt. Líktu bara saman tennisvelli og gymmi. Fólk er bara með frómas í hausnum, því miður. Svo labba þrjú þúsund manns hingað inn í Sporthúsið á dag og það er ekki eitt smit.“ Egill segir að fólk hafi almennt verið mjög duglegt við það að þrífa vel eftir sig í Sporthúsinu og sprittað vel. „Ég er með mikið af fólki sem eru að glíma við andleg veikindi og lyfin þeirra er bara líkamsræktin, hreyfa sig, borða hollt og það þarf að meta kostina og galla áður en þú lokar bara á líkamsrækt. Svo er líka betra að vera í góðu formi ef þú færð þessa ógeðslegu veiru. Þórólfur horfir væntanlega bara á þessa hnefaleikastöð sem rækt, en hann er bara að gera sína vinnu og mér finnst hann standa sig mjög vel og ég er aðdáandi. En fólk er að hugsa um heilsuna í ræktinni og er ekki að fara í sleik á einhverjum karaoke bar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brennslan Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Sjá meira
Einkaþjálfarinn Egill Einarsson ræddi við þáttastjórnendur Brennslunnar í morgun og var farið yfir ástandið í líkamsræktarstöðvum landsins vegna kórónuveirunnar. „Ég get verið á skrifstofunni en þetta er helvíti rólegt meðan líkamsræktarstöðvarnar eru lokaðar en vonandi verða þetta bara tvær vikur í viðbót,“ segir Egill Einarsson á FM957 í morgun. „Fólk virðist ekki vera að hreyfa sig mikið þegar þessar stöðvar eru lokaðar. Það er helvíti þreytt að sprikla heima í stofu til lengri tíma. Ég sá það í fyrstu lokuninni að fólk nennti þessu í viku að hoppa heima á gólfinu en það verður fljótt mjög þreytt. Ég sé það bara í þessari lokun að fólk nennir þessu ekkert, fer bara í sófann og mætir þegar það opnar aftur.“ Hann segir að fólk eigi almennt mjög erfitt með mataræðið þegar það er heima allan daginn. „Ég hef aldrei séð fólk koma jafn illa út úr mælingum og á þessu ári. Þú átt alveg að geta gert hörkuæfingar með eigin líkamsþyngd en fólki finnst það bara leiðinlegt. Nú má fólk vera í einhverjum hóptímum en ekki fara í ræktina. Þetta er allt saman mjög sérstakt, en vonandi eru bara einhverjar tvær vikur í þetta.“ Hnefaleikastöð er ekki eins og venjuleg líkamsræktarstöð Hann býst ekkert endilega við að fólk flykkist í ræktina þegar banninu verður aflétt. „Það er notla önnur hver sófakartafla landsins í einhverri herferð gegn líkamsræktarstöðvum. Ég get ekki opnað Vísi þá er einhver trúður kominn að tala um gymmið. Það gleymist svolítið að þessi smit eru úr hnefaleikastöðinni, ekki líkamsrækt. Fólk þekkir greinilega ekki muninn á hnefaleikastöð og líkamsrækt. Líktu bara saman tennisvelli og gymmi. Fólk er bara með frómas í hausnum, því miður. Svo labba þrjú þúsund manns hingað inn í Sporthúsið á dag og það er ekki eitt smit.“ Egill segir að fólk hafi almennt verið mjög duglegt við það að þrífa vel eftir sig í Sporthúsinu og sprittað vel. „Ég er með mikið af fólki sem eru að glíma við andleg veikindi og lyfin þeirra er bara líkamsræktin, hreyfa sig, borða hollt og það þarf að meta kostina og galla áður en þú lokar bara á líkamsrækt. Svo er líka betra að vera í góðu formi ef þú færð þessa ógeðslegu veiru. Þórólfur horfir væntanlega bara á þessa hnefaleikastöð sem rækt, en hann er bara að gera sína vinnu og mér finnst hann standa sig mjög vel og ég er aðdáandi. En fólk er að hugsa um heilsuna í ræktinni og er ekki að fara í sleik á einhverjum karaoke bar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brennslan Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Sjá meira