Tíu skemmtilegir hlutir sem hægt er að gera með börnunum í haustfríinu Stefán Árni Pálsson skrifar 23. október 2020 07:00 Enginn skóli í gær og í dag en það er nóg hægt á tímum eins og þessum. vísir/vilhelm Nú stendur yfir haustfrí hjá mörgum nemendum í grunnskólum höfuðborgarsvæðisins. Þetta mun vera nokkuð óhefðbundið haustfrí þar sem almannavarnir hafi mælst til þess að fólk ferðist ekki milli landsfjórðunga vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Svo ofan á það er tuttugu manna samkomubann og því ekki hægt að gera hvað sem er í þessu fríi. Lífið hefur tekið saman tíu skemmtilega hluti sem þó er hægt að gera með börnunum sínum í þessu haustfríi. Inni á vef Reykjavíkurborgar er búið að taka saman nokkur góð atriði sem hægt er að gera og stangast ekki á við sóttvarnarreglur. Frisbígolf í Reykjavík Frisbígolf er skemmtileg íþrótt fyrir alla fjölskylduna. Í borginni eru margir vellir til að spila saman. Sjá kort af öllum frisbígolfvöllum landsins ásamt reglum og leiðbeiningum. Húsverk Taka til í herberginu, búa um rúmið sitt, vaska upp. Tilvalið að setja á góða tónlist og gera húsverkin að leik. Gera æfingar Sniðugt er að gera allskonar æfingar eins og armbeygjur, hnébeygjur, kviðæfingar, öndunaræfingar, sippa og hoppa. Einnig er hægt að finna góð myndbönd á YouTube til að stunda Zumba og yoga fyrir krakka, koma sér vel fyrir og gera saman. Fjölskylduþrautir Á vefsíðu RÚV má finna allskonar fjölskylduþrautir sem hægt er að gera heima og virka þær einstaklega skemmtilegar. Plokka Krakkar hafa gaman af því að fara út og plokka rusl í nærumhverfinu. Það er mjög sniðugt og gefur þeim einnig hreyfingu. Muna sam að nota hanska þegar tína á upp grímur. Ferðafélag barnanna er með virkilega góðan lista á sinni Facebook-síðu og þar er af nægu að taka. Leikir með bolta Hægt er að fara út með börnin á sparkvelli víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og æfa sig í fótbolta. En það má einnig nota boltann í aðra leiki. Svo er hægt að finna aðra skemmtilega leiki utandyra eins og má sá hér. Ratleikur Foreldrar geta búið til sína eigin ratleiki fyrir börnin, myndaratleiki til dæmis þar sem börnin eru send út með síma og eiga að taka myndir af ákveðnum hlutum. TikTok Snjallforritið TikTok er gríðarlega vinsælt meðal barna og því er um að gera að framleiða skemmtileg TikTok myndbönd með þeim og taka virkan þátt. Leyfa barninu að leikstýra myndbandinu og fara eftir fyrirmælum. Matreiðsla og bakstur Um að gera að nýta haustfríið í það að elda góðan mat og leyfa börnunum að taka virkan þátt. Einnig er tilvalið að baka með þeim. Lykilatriði að leyfa barninu að ráða hvað er í matinn og hvað skal baka. Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Lífið Helga og Arnar gáfu syninum nafn Lífið Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Lífið Topp fermingargjafirnar í ár Lífið samstarf Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Lífið Fleiri fréttir Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Helga og Arnar gáfu syninum nafn Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað að ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Sjá meira
Nú stendur yfir haustfrí hjá mörgum nemendum í grunnskólum höfuðborgarsvæðisins. Þetta mun vera nokkuð óhefðbundið haustfrí þar sem almannavarnir hafi mælst til þess að fólk ferðist ekki milli landsfjórðunga vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Svo ofan á það er tuttugu manna samkomubann og því ekki hægt að gera hvað sem er í þessu fríi. Lífið hefur tekið saman tíu skemmtilega hluti sem þó er hægt að gera með börnunum sínum í þessu haustfríi. Inni á vef Reykjavíkurborgar er búið að taka saman nokkur góð atriði sem hægt er að gera og stangast ekki á við sóttvarnarreglur. Frisbígolf í Reykjavík Frisbígolf er skemmtileg íþrótt fyrir alla fjölskylduna. Í borginni eru margir vellir til að spila saman. Sjá kort af öllum frisbígolfvöllum landsins ásamt reglum og leiðbeiningum. Húsverk Taka til í herberginu, búa um rúmið sitt, vaska upp. Tilvalið að setja á góða tónlist og gera húsverkin að leik. Gera æfingar Sniðugt er að gera allskonar æfingar eins og armbeygjur, hnébeygjur, kviðæfingar, öndunaræfingar, sippa og hoppa. Einnig er hægt að finna góð myndbönd á YouTube til að stunda Zumba og yoga fyrir krakka, koma sér vel fyrir og gera saman. Fjölskylduþrautir Á vefsíðu RÚV má finna allskonar fjölskylduþrautir sem hægt er að gera heima og virka þær einstaklega skemmtilegar. Plokka Krakkar hafa gaman af því að fara út og plokka rusl í nærumhverfinu. Það er mjög sniðugt og gefur þeim einnig hreyfingu. Muna sam að nota hanska þegar tína á upp grímur. Ferðafélag barnanna er með virkilega góðan lista á sinni Facebook-síðu og þar er af nægu að taka. Leikir með bolta Hægt er að fara út með börnin á sparkvelli víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og æfa sig í fótbolta. En það má einnig nota boltann í aðra leiki. Svo er hægt að finna aðra skemmtilega leiki utandyra eins og má sá hér. Ratleikur Foreldrar geta búið til sína eigin ratleiki fyrir börnin, myndaratleiki til dæmis þar sem börnin eru send út með síma og eiga að taka myndir af ákveðnum hlutum. TikTok Snjallforritið TikTok er gríðarlega vinsælt meðal barna og því er um að gera að framleiða skemmtileg TikTok myndbönd með þeim og taka virkan þátt. Leyfa barninu að leikstýra myndbandinu og fara eftir fyrirmælum. Matreiðsla og bakstur Um að gera að nýta haustfríið í það að elda góðan mat og leyfa börnunum að taka virkan þátt. Einnig er tilvalið að baka með þeim. Lykilatriði að leyfa barninu að ráða hvað er í matinn og hvað skal baka.
Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Lífið Helga og Arnar gáfu syninum nafn Lífið Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Lífið Topp fermingargjafirnar í ár Lífið samstarf Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Lífið Fleiri fréttir Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Helga og Arnar gáfu syninum nafn Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað að ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Sjá meira