Remdesivir samþykkt sem meðferðarúrræði gegn Covid í Bandaríkjunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. október 2020 22:27 Remdesivir hefur verið samþykkt sem meðferðarúrræði gegn Covid-19 í Bandaríkjunum. Það er fyrsta lyfið til að fá formlegt samþykki sem meðferðarúrræði gegn Covid vestanhafs. Getty/ Fadel Dawood Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur samþykkt fyrsta lyfið til meðferðar við Covid-19, Remdesivir. Lyfið er veirusýkingalyf sem gefið er sjúklingum, sem lagst hafa inn á spítala, í gegn um æð. Rannsókn sem leidd var af heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna sýndi fram á að lyfið, sem lyfjafyrirtækið Gilead Sciences Inc. kallar Veklury, hafi að meðaltali flýtt bata sjúklinga um fimm daga, úr fimmtán niður í tíu. Heimilt hefur verið í Bandaríkjunum að nota lyfið í neyðartilfellum frá því í vor en er nú fyrsta lyfið sem hefur fengið formlegt samþykki Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna sem meðferðarúrræði við Covid-19. Donald Trump Bandaríkjaforseti er meðal þeirra sjúklinga sem fengið hefur lyfið, þegar hann veiktist af Covid fyrr í þessum mánuði. Lyfið má nota í meðferð sjúklinga sem náð hafa 12 ára aldri og eru minnst 40 kíló og hafa verið lagðir á sjúkrahús vegna Covid-veikinda. Í tilfellum sjúklinga sem eru yngri en tólf ára má nota lyfið í neyðartilfellum, samkvæmt leyfinu sem hingað til hefur verið í gildi. Lyfið hefur annað hvort verið samþykkt eða má nota í neyðartilfellum í um fimmtíu löndum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði á dögunum samning við Gilead um kaup á 500 þúsund skömmtum á lyfinu. Öll ríki sem koma að samningnum, þar á meðal Ísland, geta nú sótt um að panta skammta af lyfinu og er það fyrsta lyfið sem hlaut meðmæli sérfræðinganefndar Lyfjastofnunar Evrópu til meðhöndlunar á Covid-19. Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lyfið sem Trump segir hafa læknað sig af Covid Tilraunalyfið REGN-COV2, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti var meðhöndlaður með eftir að hann greindist með kórónveiruna, er enn á tilraunastigi og hvorki hefur verið sýnt fram á að það geri tilætlað gagn né sé öruggt. 15. október 2020 16:52 Semja um kaup á Remdesivir Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur undirritað rammasamning við bandaríska lyfjarisann Gilead um kaup á 500 þúsund skömmtum af Remdesivir sem nýst hefur gegn einkennum Covid-19. 8. október 2020 08:48 Bandaríkin tryggja sér stóran hluta framtíðarbirgða af Remdesivir Bandarísk yfirvöld hafa keypt upp nær alla framleiðslu bandaríska lyfjaframleiðandans Gilead á lyfinu Remdesivir næstu þrjá mánuðina, eitt af aðeins tveimur lyfjum sem sýnt hefur verið fram á að gagnist í baráttunni gegn Covid-19. 30. júní 2020 20:12 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Sjá meira
Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur samþykkt fyrsta lyfið til meðferðar við Covid-19, Remdesivir. Lyfið er veirusýkingalyf sem gefið er sjúklingum, sem lagst hafa inn á spítala, í gegn um æð. Rannsókn sem leidd var af heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna sýndi fram á að lyfið, sem lyfjafyrirtækið Gilead Sciences Inc. kallar Veklury, hafi að meðaltali flýtt bata sjúklinga um fimm daga, úr fimmtán niður í tíu. Heimilt hefur verið í Bandaríkjunum að nota lyfið í neyðartilfellum frá því í vor en er nú fyrsta lyfið sem hefur fengið formlegt samþykki Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna sem meðferðarúrræði við Covid-19. Donald Trump Bandaríkjaforseti er meðal þeirra sjúklinga sem fengið hefur lyfið, þegar hann veiktist af Covid fyrr í þessum mánuði. Lyfið má nota í meðferð sjúklinga sem náð hafa 12 ára aldri og eru minnst 40 kíló og hafa verið lagðir á sjúkrahús vegna Covid-veikinda. Í tilfellum sjúklinga sem eru yngri en tólf ára má nota lyfið í neyðartilfellum, samkvæmt leyfinu sem hingað til hefur verið í gildi. Lyfið hefur annað hvort verið samþykkt eða má nota í neyðartilfellum í um fimmtíu löndum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði á dögunum samning við Gilead um kaup á 500 þúsund skömmtum á lyfinu. Öll ríki sem koma að samningnum, þar á meðal Ísland, geta nú sótt um að panta skammta af lyfinu og er það fyrsta lyfið sem hlaut meðmæli sérfræðinganefndar Lyfjastofnunar Evrópu til meðhöndlunar á Covid-19.
Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lyfið sem Trump segir hafa læknað sig af Covid Tilraunalyfið REGN-COV2, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti var meðhöndlaður með eftir að hann greindist með kórónveiruna, er enn á tilraunastigi og hvorki hefur verið sýnt fram á að það geri tilætlað gagn né sé öruggt. 15. október 2020 16:52 Semja um kaup á Remdesivir Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur undirritað rammasamning við bandaríska lyfjarisann Gilead um kaup á 500 þúsund skömmtum af Remdesivir sem nýst hefur gegn einkennum Covid-19. 8. október 2020 08:48 Bandaríkin tryggja sér stóran hluta framtíðarbirgða af Remdesivir Bandarísk yfirvöld hafa keypt upp nær alla framleiðslu bandaríska lyfjaframleiðandans Gilead á lyfinu Remdesivir næstu þrjá mánuðina, eitt af aðeins tveimur lyfjum sem sýnt hefur verið fram á að gagnist í baráttunni gegn Covid-19. 30. júní 2020 20:12 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Sjá meira
Lyfið sem Trump segir hafa læknað sig af Covid Tilraunalyfið REGN-COV2, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti var meðhöndlaður með eftir að hann greindist með kórónveiruna, er enn á tilraunastigi og hvorki hefur verið sýnt fram á að það geri tilætlað gagn né sé öruggt. 15. október 2020 16:52
Semja um kaup á Remdesivir Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur undirritað rammasamning við bandaríska lyfjarisann Gilead um kaup á 500 þúsund skömmtum af Remdesivir sem nýst hefur gegn einkennum Covid-19. 8. október 2020 08:48
Bandaríkin tryggja sér stóran hluta framtíðarbirgða af Remdesivir Bandarísk yfirvöld hafa keypt upp nær alla framleiðslu bandaríska lyfjaframleiðandans Gilead á lyfinu Remdesivir næstu þrjá mánuðina, eitt af aðeins tveimur lyfjum sem sýnt hefur verið fram á að gagnist í baráttunni gegn Covid-19. 30. júní 2020 20:12