Krefst afsagnar heilbrigðisráðherrans í kjölfar grímuhneykslis Atli Ísleifsson skrifar 23. október 2020 14:04 Roman Prymula er faraldursfræðingur sem leitað til forsætisráðherrans fyrir um mánuði og boðið fram aðstoð sína í baráttu stjórnvalda gegn faraldrinum. Hann var þá gerður að heilbrigðisráðherra. EPA Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, hefur krafist afsagnar heilbrigðisráðherra landsins eftir að myndir náðust af ráðherranum án grímu þar sem hann gerðist brotlegur við sóttvarnareglur. Málið hefur vakið upp mikla reiði í Tékklandi sem glímir nú við gríðarlega útbreiðslu kórónuveirunnar – þá mestu í álfunni sem hefur valdið miklu álagi á heilbrigðiskerfið. Babis sagði að heilbrigðisráðherrann Roman Prymula yrði rekinn úr ríkisstjórn, færi svo að hann myndi ekki hætta af sjálfsdáðum. Hann sagði hegðun Prymula, sem tók við embætti heilbrigðisráðherra fyrir mánuði, vera óafsakanlega. „Við getum ekki prédikað vatn en drukkið vín,“ sagði forsætisráðherrann. Hneykslismálið kom upp fyrr í dag þegar myndir af Prymula voru birtar í fjölmiðlum þar sem mátti sjá hann yfirgefa veitingastað og setjast upp í bíl án þess að nota grímu. Er um skýrt brot á gildandi sóttvarnareglum landsins að ræða. Myndirnar voru birtar á forsíðu blaðsins BLESK.EPA Prymula hefur sjálfur sagt að hann hafi þarna sótt vinnufund í bakherbergi veitingastaðar sem hafði verið lokað vegna takmarkana stjórnvalda. Reuters segir frá því að Prymula sé sjálfur faraldursfræðingur sem hafi leitað til Babis fyrir um mánuði og boðið fram aðstoð sína í baráttu stjórnvalda gegn faraldrinum. Alls greindust rúmlega 14 þúsund manns með kórónuveirusmit í Tékklandi í gær og er það næstmesti fjöldinn á einum degi í landinu frá upphafi faraldursins. Alls hafa 1.845 manns látist í Tékklandi af völdum Covid-19 frá upphafi faraldursins – þar af 113 á miðvikudaginn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tékkland Tengdar fréttir Tíu þúsund Þjóðverjar greindust smitaðir í gær og heilbrigðisráðherra var þar á meðal Staðfest kórónuveirusmit í Þýskalandi í gær voru rúmlega ellefu þúsund talsins og er það í fyrsta sinn sem Þjóðverjar mæla fleiri en tíu þúsund smit á einum degi 22. október 2020 08:13 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, hefur krafist afsagnar heilbrigðisráðherra landsins eftir að myndir náðust af ráðherranum án grímu þar sem hann gerðist brotlegur við sóttvarnareglur. Málið hefur vakið upp mikla reiði í Tékklandi sem glímir nú við gríðarlega útbreiðslu kórónuveirunnar – þá mestu í álfunni sem hefur valdið miklu álagi á heilbrigðiskerfið. Babis sagði að heilbrigðisráðherrann Roman Prymula yrði rekinn úr ríkisstjórn, færi svo að hann myndi ekki hætta af sjálfsdáðum. Hann sagði hegðun Prymula, sem tók við embætti heilbrigðisráðherra fyrir mánuði, vera óafsakanlega. „Við getum ekki prédikað vatn en drukkið vín,“ sagði forsætisráðherrann. Hneykslismálið kom upp fyrr í dag þegar myndir af Prymula voru birtar í fjölmiðlum þar sem mátti sjá hann yfirgefa veitingastað og setjast upp í bíl án þess að nota grímu. Er um skýrt brot á gildandi sóttvarnareglum landsins að ræða. Myndirnar voru birtar á forsíðu blaðsins BLESK.EPA Prymula hefur sjálfur sagt að hann hafi þarna sótt vinnufund í bakherbergi veitingastaðar sem hafði verið lokað vegna takmarkana stjórnvalda. Reuters segir frá því að Prymula sé sjálfur faraldursfræðingur sem hafi leitað til Babis fyrir um mánuði og boðið fram aðstoð sína í baráttu stjórnvalda gegn faraldrinum. Alls greindust rúmlega 14 þúsund manns með kórónuveirusmit í Tékklandi í gær og er það næstmesti fjöldinn á einum degi í landinu frá upphafi faraldursins. Alls hafa 1.845 manns látist í Tékklandi af völdum Covid-19 frá upphafi faraldursins – þar af 113 á miðvikudaginn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tékkland Tengdar fréttir Tíu þúsund Þjóðverjar greindust smitaðir í gær og heilbrigðisráðherra var þar á meðal Staðfest kórónuveirusmit í Þýskalandi í gær voru rúmlega ellefu þúsund talsins og er það í fyrsta sinn sem Þjóðverjar mæla fleiri en tíu þúsund smit á einum degi 22. október 2020 08:13 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Tíu þúsund Þjóðverjar greindust smitaðir í gær og heilbrigðisráðherra var þar á meðal Staðfest kórónuveirusmit í Þýskalandi í gær voru rúmlega ellefu þúsund talsins og er það í fyrsta sinn sem Þjóðverjar mæla fleiri en tíu þúsund smit á einum degi 22. október 2020 08:13