Krefst afsagnar heilbrigðisráðherrans í kjölfar grímuhneykslis Atli Ísleifsson skrifar 23. október 2020 14:04 Roman Prymula er faraldursfræðingur sem leitað til forsætisráðherrans fyrir um mánuði og boðið fram aðstoð sína í baráttu stjórnvalda gegn faraldrinum. Hann var þá gerður að heilbrigðisráðherra. EPA Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, hefur krafist afsagnar heilbrigðisráðherra landsins eftir að myndir náðust af ráðherranum án grímu þar sem hann gerðist brotlegur við sóttvarnareglur. Málið hefur vakið upp mikla reiði í Tékklandi sem glímir nú við gríðarlega útbreiðslu kórónuveirunnar – þá mestu í álfunni sem hefur valdið miklu álagi á heilbrigðiskerfið. Babis sagði að heilbrigðisráðherrann Roman Prymula yrði rekinn úr ríkisstjórn, færi svo að hann myndi ekki hætta af sjálfsdáðum. Hann sagði hegðun Prymula, sem tók við embætti heilbrigðisráðherra fyrir mánuði, vera óafsakanlega. „Við getum ekki prédikað vatn en drukkið vín,“ sagði forsætisráðherrann. Hneykslismálið kom upp fyrr í dag þegar myndir af Prymula voru birtar í fjölmiðlum þar sem mátti sjá hann yfirgefa veitingastað og setjast upp í bíl án þess að nota grímu. Er um skýrt brot á gildandi sóttvarnareglum landsins að ræða. Myndirnar voru birtar á forsíðu blaðsins BLESK.EPA Prymula hefur sjálfur sagt að hann hafi þarna sótt vinnufund í bakherbergi veitingastaðar sem hafði verið lokað vegna takmarkana stjórnvalda. Reuters segir frá því að Prymula sé sjálfur faraldursfræðingur sem hafi leitað til Babis fyrir um mánuði og boðið fram aðstoð sína í baráttu stjórnvalda gegn faraldrinum. Alls greindust rúmlega 14 þúsund manns með kórónuveirusmit í Tékklandi í gær og er það næstmesti fjöldinn á einum degi í landinu frá upphafi faraldursins. Alls hafa 1.845 manns látist í Tékklandi af völdum Covid-19 frá upphafi faraldursins – þar af 113 á miðvikudaginn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tékkland Tengdar fréttir Tíu þúsund Þjóðverjar greindust smitaðir í gær og heilbrigðisráðherra var þar á meðal Staðfest kórónuveirusmit í Þýskalandi í gær voru rúmlega ellefu þúsund talsins og er það í fyrsta sinn sem Þjóðverjar mæla fleiri en tíu þúsund smit á einum degi 22. október 2020 08:13 Mest lesið „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, hefur krafist afsagnar heilbrigðisráðherra landsins eftir að myndir náðust af ráðherranum án grímu þar sem hann gerðist brotlegur við sóttvarnareglur. Málið hefur vakið upp mikla reiði í Tékklandi sem glímir nú við gríðarlega útbreiðslu kórónuveirunnar – þá mestu í álfunni sem hefur valdið miklu álagi á heilbrigðiskerfið. Babis sagði að heilbrigðisráðherrann Roman Prymula yrði rekinn úr ríkisstjórn, færi svo að hann myndi ekki hætta af sjálfsdáðum. Hann sagði hegðun Prymula, sem tók við embætti heilbrigðisráðherra fyrir mánuði, vera óafsakanlega. „Við getum ekki prédikað vatn en drukkið vín,“ sagði forsætisráðherrann. Hneykslismálið kom upp fyrr í dag þegar myndir af Prymula voru birtar í fjölmiðlum þar sem mátti sjá hann yfirgefa veitingastað og setjast upp í bíl án þess að nota grímu. Er um skýrt brot á gildandi sóttvarnareglum landsins að ræða. Myndirnar voru birtar á forsíðu blaðsins BLESK.EPA Prymula hefur sjálfur sagt að hann hafi þarna sótt vinnufund í bakherbergi veitingastaðar sem hafði verið lokað vegna takmarkana stjórnvalda. Reuters segir frá því að Prymula sé sjálfur faraldursfræðingur sem hafi leitað til Babis fyrir um mánuði og boðið fram aðstoð sína í baráttu stjórnvalda gegn faraldrinum. Alls greindust rúmlega 14 þúsund manns með kórónuveirusmit í Tékklandi í gær og er það næstmesti fjöldinn á einum degi í landinu frá upphafi faraldursins. Alls hafa 1.845 manns látist í Tékklandi af völdum Covid-19 frá upphafi faraldursins – þar af 113 á miðvikudaginn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tékkland Tengdar fréttir Tíu þúsund Þjóðverjar greindust smitaðir í gær og heilbrigðisráðherra var þar á meðal Staðfest kórónuveirusmit í Þýskalandi í gær voru rúmlega ellefu þúsund talsins og er það í fyrsta sinn sem Þjóðverjar mæla fleiri en tíu þúsund smit á einum degi 22. október 2020 08:13 Mest lesið „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Tíu þúsund Þjóðverjar greindust smitaðir í gær og heilbrigðisráðherra var þar á meðal Staðfest kórónuveirusmit í Þýskalandi í gær voru rúmlega ellefu þúsund talsins og er það í fyrsta sinn sem Þjóðverjar mæla fleiri en tíu þúsund smit á einum degi 22. október 2020 08:13