Einfaldari tollskrá – auðveldara eftirlit Ólafur Stephensen skrifar 23. október 2020 14:30 Félag atvinnurekenda fagnar þeirri vinnu sem unnin hefur verið á vegum fjármálaráðuneytisins og Skattsins til að skýra misræmi í tölum um viðskipti milli Íslands og Evrópusambandsins. Starfshópur ráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu að árin 2017-2019 hefði verið 4% munur á milli talna ESB um útflutning á kjöti til Íslands og talna Íslands um innflutning frá sambandinu, en munurinn í mjólkurvörum hefði verið 21%. Í minnisblaði, sem hópurinn skilaði með niðurstöðum sínum, eru nefndar ýmar orsakir sem gætu skýrt þennan mun. Margar snúa að gæðum þeirra gagna, sem fylgja vörum í milliríkjaviðskiptum og eru fremur tæknilegs eðlis en að um sé að ræða eitthvert misferli. Ein líklegasta ástæðan fyrir misræminu er misflokkun vöru, þ.e. að hún sé flokkuð á ólíkan hátt á milli landa. „Vara getur verið flokkuð á ólíkan hátt í tveimur löndum, annars vegar vegna mistaka, þ.e. óvart er sett rangt tollskrárnúmer, eða sá sem fyllir út skýrsluna veit ekki betur. Hins vegar getur verið sett rangt tollskrárnúmer af ásetningi til að forðast greiðslu aðflutningsgjalda þar sem gjöld eru misjöfn eftir tollskrárnúmerum,“ segir í minnisblaðinu. Taka á hart á ásetningsbrotum Starfshópurinn segir að ástæða sé til að skoða undanskot á gjöldum varðandi nokkrar tegundir búvöru og segist hafa nokkrar vörur og nokkra innflytjendur til sérstakrar skoðunar vegna gruns um slíkt. FA fagnar þessari vinnu og að tekið sé hart á ásetningsbrotum við tollflokkun vöru. Eins og áður hefur komið fram af hálfu félagsins er tollasvindl óþolandi, enda skekkir það samkeppnisstöðu innflytjenda sem fara að lögum og reglum upp á punkt og prik gagnvart hinum, sem reyna að koma sér undan greiðslu aðflutningsgjalda. Eins og fram kemur í niðurstöðum starfshópsins skapar misræmi líka tortryggni og núning í samskiptum hagsmunaaðila og getur haft neikvæð áhrif á milliríkjaviðskipti og framkvæmd fríverzlunarsamninga, sem eru íslenzkum hagsmunum gríðarlega mikilvægir. Starfshópurinn hvetur til vandaðra vinnubragða við tollskýrslugerð og að eftirlit og eftirfylgni við gerð tollskýrslna verði aukið. Það eru tillögur sem FA tekur líka undir. Flókin tollskrá torveldar vinnuna Á þessu máli er hlið sem lítillega er vikið að í niðurstöðum starfshópsins, en er ákveðið lykilatriði í málinu, og það er að íslenzka tollskráin er gífurlega flókin og oft engin leið að átta sig á því hvaða málefnalegu ástæður geta legið að baki mjög mismunandi tollum á vörur, sem eru ekki mjög ólíkar. Sem betur fer á þetta flækjustig nú eingöngu við um búvörugeirann, eftir að tollar og vörugjöld á öllum öðrum vörum en búvörum voru felldir niður í ársbyrjun 2017. Margir muna hins vegar eftir stórskrítnum dæmum eins og að brauðristar sem ristuðu brauð lóðrétt báru engin aðflutningsgjöld nema virðisaukaskatt, en ef brauðið var ristað lárétt bættust við vörugjöld og tollar upp á 32%. Tollar leggjast nú eingöngu á matvörur og blóm, til að vernda framleiðendur þessara vara. Tollar þjóna algjöru jaðarhlutverki sem tekjuöflun ríkissjóðs; þeir skiluðu árið 2016 aðeins 0,4% af heildarskatttekjum ríkisins. Engu að síður er enn nóg af rugli í tollskránni, sem býr til gríðarlega óþarfa vinnu, bæði fyrir fyrirtæki í innflutningi og fyrir tollayfirvöld. Í niðurstöðum starfshóps fjármálaráðuneytisins segir þannig að úttekt á rangri tollflokkun sé gríðarlega flókið verkefni: „Ýmis atriði á borð við framleiðsluferli/aðvinnslu og innihaldsefni á borð við viðbætta jurtfitu, kakó, krydd og önnur íblöndunarefni geta fært vöru á milli kafla tollskrárinnar og gert að verkum að á hana leggst hár tollur eða enginn.“ Af hverju ætti kakó- eða kryddinnihald að skipta máli um tolla á vöru? Eru hagsmunir íslenzkra kakó- eða kryddbænda í spilinu? Félag atvinnurekenda hefur á liðnum árum bent á ótal dæmi um fáránleika tollskrárinnar. Á eina nelliku sem flutt er til landsins leggst til dæmis 48 kr. stykkjatollur. Á hverja innflutta rós leggst hins vegar 30% verðtollur og 95 króna stykkjatollur. Á alls konar blóm sem eru alls ekki ræktuð á Íslandi leggjast gífurlega háir tollar. Á hráar kjúklingabringur leggst 30% verðtollur og 900 króna magntollur á kíló. Ef bringurnar eru hins vegar foreldaðar bera þær 30% verðtoll og 1.144 króna magntoll. Kartöfluflögur bera engan toll. Franskar kartöflur bera hins vegar 76% verðtoll. Það er ekki heil brú í þessu og oft getur enginn svarað því af hverju tollar á sambærilegum vörum eru svo gífurlega mismunandi. Einföldum tollskrána FA hefur hvatt til þess að tollar verði felldir niður af vörum, sem ekki eru í samkeppni við innlenda framleiðslu. Það væri bæði hagur neytenda og mjög til einföldunar fyrir tollayfirvöld. Innlendir framleiðendur nytu áfram þeirrar verndar, sem tollar veita þeim og ættu ekki að hafa neitt við slíka breytingu að athuga. Sambærilegar vörur eins og þær sem voru nefndar hér að framan, ættu líka að bera sömu tolla. Þá væri í fyrsta lagi búið að fjarlægja hvata til að tolla þær rangt og í öðru lagi væri eftirlit tollayfirvalda mun auðveldara. Samhliða frekari vinnu til að upplýsa tollasvindl og bæta gæði gagna í milliríkjaviðskiptum ættu stjórnvöld að stefna að því að einfalda tollskrána til muna. Það er allra hagur. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skattar og tollar Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda fagnar þeirri vinnu sem unnin hefur verið á vegum fjármálaráðuneytisins og Skattsins til að skýra misræmi í tölum um viðskipti milli Íslands og Evrópusambandsins. Starfshópur ráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu að árin 2017-2019 hefði verið 4% munur á milli talna ESB um útflutning á kjöti til Íslands og talna Íslands um innflutning frá sambandinu, en munurinn í mjólkurvörum hefði verið 21%. Í minnisblaði, sem hópurinn skilaði með niðurstöðum sínum, eru nefndar ýmar orsakir sem gætu skýrt þennan mun. Margar snúa að gæðum þeirra gagna, sem fylgja vörum í milliríkjaviðskiptum og eru fremur tæknilegs eðlis en að um sé að ræða eitthvert misferli. Ein líklegasta ástæðan fyrir misræminu er misflokkun vöru, þ.e. að hún sé flokkuð á ólíkan hátt á milli landa. „Vara getur verið flokkuð á ólíkan hátt í tveimur löndum, annars vegar vegna mistaka, þ.e. óvart er sett rangt tollskrárnúmer, eða sá sem fyllir út skýrsluna veit ekki betur. Hins vegar getur verið sett rangt tollskrárnúmer af ásetningi til að forðast greiðslu aðflutningsgjalda þar sem gjöld eru misjöfn eftir tollskrárnúmerum,“ segir í minnisblaðinu. Taka á hart á ásetningsbrotum Starfshópurinn segir að ástæða sé til að skoða undanskot á gjöldum varðandi nokkrar tegundir búvöru og segist hafa nokkrar vörur og nokkra innflytjendur til sérstakrar skoðunar vegna gruns um slíkt. FA fagnar þessari vinnu og að tekið sé hart á ásetningsbrotum við tollflokkun vöru. Eins og áður hefur komið fram af hálfu félagsins er tollasvindl óþolandi, enda skekkir það samkeppnisstöðu innflytjenda sem fara að lögum og reglum upp á punkt og prik gagnvart hinum, sem reyna að koma sér undan greiðslu aðflutningsgjalda. Eins og fram kemur í niðurstöðum starfshópsins skapar misræmi líka tortryggni og núning í samskiptum hagsmunaaðila og getur haft neikvæð áhrif á milliríkjaviðskipti og framkvæmd fríverzlunarsamninga, sem eru íslenzkum hagsmunum gríðarlega mikilvægir. Starfshópurinn hvetur til vandaðra vinnubragða við tollskýrslugerð og að eftirlit og eftirfylgni við gerð tollskýrslna verði aukið. Það eru tillögur sem FA tekur líka undir. Flókin tollskrá torveldar vinnuna Á þessu máli er hlið sem lítillega er vikið að í niðurstöðum starfshópsins, en er ákveðið lykilatriði í málinu, og það er að íslenzka tollskráin er gífurlega flókin og oft engin leið að átta sig á því hvaða málefnalegu ástæður geta legið að baki mjög mismunandi tollum á vörur, sem eru ekki mjög ólíkar. Sem betur fer á þetta flækjustig nú eingöngu við um búvörugeirann, eftir að tollar og vörugjöld á öllum öðrum vörum en búvörum voru felldir niður í ársbyrjun 2017. Margir muna hins vegar eftir stórskrítnum dæmum eins og að brauðristar sem ristuðu brauð lóðrétt báru engin aðflutningsgjöld nema virðisaukaskatt, en ef brauðið var ristað lárétt bættust við vörugjöld og tollar upp á 32%. Tollar leggjast nú eingöngu á matvörur og blóm, til að vernda framleiðendur þessara vara. Tollar þjóna algjöru jaðarhlutverki sem tekjuöflun ríkissjóðs; þeir skiluðu árið 2016 aðeins 0,4% af heildarskatttekjum ríkisins. Engu að síður er enn nóg af rugli í tollskránni, sem býr til gríðarlega óþarfa vinnu, bæði fyrir fyrirtæki í innflutningi og fyrir tollayfirvöld. Í niðurstöðum starfshóps fjármálaráðuneytisins segir þannig að úttekt á rangri tollflokkun sé gríðarlega flókið verkefni: „Ýmis atriði á borð við framleiðsluferli/aðvinnslu og innihaldsefni á borð við viðbætta jurtfitu, kakó, krydd og önnur íblöndunarefni geta fært vöru á milli kafla tollskrárinnar og gert að verkum að á hana leggst hár tollur eða enginn.“ Af hverju ætti kakó- eða kryddinnihald að skipta máli um tolla á vöru? Eru hagsmunir íslenzkra kakó- eða kryddbænda í spilinu? Félag atvinnurekenda hefur á liðnum árum bent á ótal dæmi um fáránleika tollskrárinnar. Á eina nelliku sem flutt er til landsins leggst til dæmis 48 kr. stykkjatollur. Á hverja innflutta rós leggst hins vegar 30% verðtollur og 95 króna stykkjatollur. Á alls konar blóm sem eru alls ekki ræktuð á Íslandi leggjast gífurlega háir tollar. Á hráar kjúklingabringur leggst 30% verðtollur og 900 króna magntollur á kíló. Ef bringurnar eru hins vegar foreldaðar bera þær 30% verðtoll og 1.144 króna magntoll. Kartöfluflögur bera engan toll. Franskar kartöflur bera hins vegar 76% verðtoll. Það er ekki heil brú í þessu og oft getur enginn svarað því af hverju tollar á sambærilegum vörum eru svo gífurlega mismunandi. Einföldum tollskrána FA hefur hvatt til þess að tollar verði felldir niður af vörum, sem ekki eru í samkeppni við innlenda framleiðslu. Það væri bæði hagur neytenda og mjög til einföldunar fyrir tollayfirvöld. Innlendir framleiðendur nytu áfram þeirrar verndar, sem tollar veita þeim og ættu ekki að hafa neitt við slíka breytingu að athuga. Sambærilegar vörur eins og þær sem voru nefndar hér að framan, ættu líka að bera sömu tolla. Þá væri í fyrsta lagi búið að fjarlægja hvata til að tolla þær rangt og í öðru lagi væri eftirlit tollayfirvalda mun auðveldara. Samhliða frekari vinnu til að upplýsa tollasvindl og bæta gæði gagna í milliríkjaviðskiptum ættu stjórnvöld að stefna að því að einfalda tollskrána til muna. Það er allra hagur. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun