Kveikt verður á jólaljósum í Reykjavík um næstu helgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 23. október 2020 19:52 Kveikt verður á jólaljósunum í Reykjavík þremur vikum fyrr en vanalega. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri segir að jólaljósin í Reykjavík verði kveikt um næstu helgi, eða þremur vikum fyrr en vanalega. Þetta sé gert til að glæða miðbæinn lífi og eftir ákall aðstandenda átaksins „Sköpum líf í lokun.“ Átakinu „Sköpum líf í lokun“ hefur verið hrundið af stað og er því er ætlað að glæða miðbæinn lífi með því að fá skapandi fólk til að nýta tóm rými. Eigendur Priksins hrundu verkefninu af stað í gær. „Þetta byrjar sem hugsun hjá okkur um að vera með eitthvað líf í gangi í okkar rýmum sem eru lokaðir um þessar mundir í þessum heimsfaraldir. þetta snýr upp á sig og verður til þess að við sjáum fleiri mögueika og byrjum að hugsa um borgina í heild sinni sem inniheldur mikið af tómum rýmum,“ segir Geoffrey Thor Huntington Williams, eigandi Priksins. „Reyna að blása lífi í þessa kulnuðu borg“ Þó að það sé heimsfaraldur í gangi megi miðbærinn ekki missa mikilvægasta kennileitið sitt, líf og sköpun. Eigendur Priksins eru með nokkur rými á sínum vegum en bjóða líka fram aðstoð sína við að ræða við aðra leigusala. Geoffrey Thor Huntington Williams, eigandi Priksins.Stöð 2 „Og hjálpa fólki að koma sér af stað og tryggja þau í ábyrgð ef eitthvað er. Reyna blása lífi í þessa kulnuðu borg um þessar mundir,“ segir Geoffrey. Átakið var kynnt í gær og segir Geoffery að fjölmargir hafi þegar haft samband. „Það er fólk að leita sér að „popp-upp“ rýmum fyrir jól fyrir litlar verslanir eða brönd sem vilja vera með sölu á þessari jólavertíð,“ segir hann. Fyrstu jólaljósin kveikt um næstu helgi Þá hafa eigendur Priksins hvatt borgina til að kveikja fyrr á jólaljósunum í miðbænum. Dagur B. Eggertsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að borgin myndi sannarlega taka þátt í því. „Okkur fannst þetta svo jákvætt framtak, uppbyggilegt og skapandi að við vorum ekki lengi að fara yfir það að við ætlum að vera með, kveikja fyrr á jólaljósunum. Borgarstarfsfólk er strax byrjað að setja upp perur og byrjað að skreyta miðborgina,“ segir Dagur. Fyrstu ljósin verða kveikt um næstu helgi og verður svo bætt smátt og smátt í skreytingarnar. „Við fáum jólaköttinn og jólatré en það sem liggur til grundvallar er að ef við höfum þurft á jólum að halda eitthvað ár er það sannarlega þetta ár,“ segir Dagur. „Ég held að við höfum sýnt það í sumar þegar við vorum að vinna að því með verslunareigendum og veitingastöðum að gera sumarborgina sérstaklega fallega og aðlaðandi og það var brjálað að gera alls staðar, að ef okkur gengur vel á næstu vikum í sóttvörnum og öðru þá stefnum við að því að borgin hafi sjaldan verið jólalegri og það verði ómótstæðilegt að koma hingað, versla og setjast inn á veitingahús.“ Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Borgarstjóri segir að jólaljósin í Reykjavík verði kveikt um næstu helgi, eða þremur vikum fyrr en vanalega. Þetta sé gert til að glæða miðbæinn lífi og eftir ákall aðstandenda átaksins „Sköpum líf í lokun.“ Átakinu „Sköpum líf í lokun“ hefur verið hrundið af stað og er því er ætlað að glæða miðbæinn lífi með því að fá skapandi fólk til að nýta tóm rými. Eigendur Priksins hrundu verkefninu af stað í gær. „Þetta byrjar sem hugsun hjá okkur um að vera með eitthvað líf í gangi í okkar rýmum sem eru lokaðir um þessar mundir í þessum heimsfaraldir. þetta snýr upp á sig og verður til þess að við sjáum fleiri mögueika og byrjum að hugsa um borgina í heild sinni sem inniheldur mikið af tómum rýmum,“ segir Geoffrey Thor Huntington Williams, eigandi Priksins. „Reyna að blása lífi í þessa kulnuðu borg“ Þó að það sé heimsfaraldur í gangi megi miðbærinn ekki missa mikilvægasta kennileitið sitt, líf og sköpun. Eigendur Priksins eru með nokkur rými á sínum vegum en bjóða líka fram aðstoð sína við að ræða við aðra leigusala. Geoffrey Thor Huntington Williams, eigandi Priksins.Stöð 2 „Og hjálpa fólki að koma sér af stað og tryggja þau í ábyrgð ef eitthvað er. Reyna blása lífi í þessa kulnuðu borg um þessar mundir,“ segir Geoffrey. Átakið var kynnt í gær og segir Geoffery að fjölmargir hafi þegar haft samband. „Það er fólk að leita sér að „popp-upp“ rýmum fyrir jól fyrir litlar verslanir eða brönd sem vilja vera með sölu á þessari jólavertíð,“ segir hann. Fyrstu jólaljósin kveikt um næstu helgi Þá hafa eigendur Priksins hvatt borgina til að kveikja fyrr á jólaljósunum í miðbænum. Dagur B. Eggertsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að borgin myndi sannarlega taka þátt í því. „Okkur fannst þetta svo jákvætt framtak, uppbyggilegt og skapandi að við vorum ekki lengi að fara yfir það að við ætlum að vera með, kveikja fyrr á jólaljósunum. Borgarstarfsfólk er strax byrjað að setja upp perur og byrjað að skreyta miðborgina,“ segir Dagur. Fyrstu ljósin verða kveikt um næstu helgi og verður svo bætt smátt og smátt í skreytingarnar. „Við fáum jólaköttinn og jólatré en það sem liggur til grundvallar er að ef við höfum þurft á jólum að halda eitthvað ár er það sannarlega þetta ár,“ segir Dagur. „Ég held að við höfum sýnt það í sumar þegar við vorum að vinna að því með verslunareigendum og veitingastöðum að gera sumarborgina sérstaklega fallega og aðlaðandi og það var brjálað að gera alls staðar, að ef okkur gengur vel á næstu vikum í sóttvörnum og öðru þá stefnum við að því að borgin hafi sjaldan verið jólalegri og það verði ómótstæðilegt að koma hingað, versla og setjast inn á veitingahús.“
Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira