Sýknaður af nauðgun á sambýliskonu sinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. október 2020 22:12 Landsréttur sýknaði í dag mann sem var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa nauðgað þáverandi sambýliskonu sinni. Vísir/Vilhelm Landsréttur sýknaði í dag mann sem var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars 2019 fyrir að hafa nauðgað þáverandi sambýliskonu sinni með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Framburður sonar konunnar sem vísað var til í dómi héraðsdóms var ekki talinn styðja framburð móður hans. Fram kemur í dómi Landsréttar að niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu hafi byggst á framburði konunnar sem metinn var trúverðugur, auk þess sem vísað var til þess að framburður sonar hennar styddi framburð hennar, og skýrslur vitna sem konan hafði verið í samband við á umræddum tíma. Landsréttur telur að óljóst sé hvort þau orðaskipti sem sonur konunnar bar um að hafa heyrt hefðu varðað málsatvik sem ákæran náði til eða önnur átök milli þáverandi sambýlisfólksins. Þótti óvarlegt að leggja til grundvallar að framburður hans styddi framburð móður hans. Þá væru framburðir vitnanna tveggja byggðir eingöngu á endursögn konunnar á atvikum auk þess sem vitnin mundu illa eftir atvikum við skýrslugjöf fyrir héraðsdómi. Þá hafi ekki verið ljós hvort framburður þeirra ætti við um nauðgunina sem sambýlismaðurinn var ákærður fyrir eða nauðganir sem konan kærði hann fyrir en leiddu ekki til ákæru. Maðurinn var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í tveggja og hálfs árs langt fangelsi fyrir nauðgunina. Hann var ákærður fyrir að hafa farið upp í rúm til konunnar að nóttu til í ágúst 2015 þar sem hann beitti hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Þegar konan gaf fyrst skýrslu hjá lögreglu lýsti hún því að maðurinn hafi ruðst inn í herergi hennar, rifið fötin utan af henni og þvingað hana til kynferðismaka. Þá sagði hún son sinn hafa verið heima og hann hefði orðið var við það sem gekk á. Hún sagði jafnframt að maðurinn hafi nauðgað henni þrisvar sumarið 2015. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Landsréttur sýknaði í dag mann sem var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars 2019 fyrir að hafa nauðgað þáverandi sambýliskonu sinni með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Framburður sonar konunnar sem vísað var til í dómi héraðsdóms var ekki talinn styðja framburð móður hans. Fram kemur í dómi Landsréttar að niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu hafi byggst á framburði konunnar sem metinn var trúverðugur, auk þess sem vísað var til þess að framburður sonar hennar styddi framburð hennar, og skýrslur vitna sem konan hafði verið í samband við á umræddum tíma. Landsréttur telur að óljóst sé hvort þau orðaskipti sem sonur konunnar bar um að hafa heyrt hefðu varðað málsatvik sem ákæran náði til eða önnur átök milli þáverandi sambýlisfólksins. Þótti óvarlegt að leggja til grundvallar að framburður hans styddi framburð móður hans. Þá væru framburðir vitnanna tveggja byggðir eingöngu á endursögn konunnar á atvikum auk þess sem vitnin mundu illa eftir atvikum við skýrslugjöf fyrir héraðsdómi. Þá hafi ekki verið ljós hvort framburður þeirra ætti við um nauðgunina sem sambýlismaðurinn var ákærður fyrir eða nauðganir sem konan kærði hann fyrir en leiddu ekki til ákæru. Maðurinn var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í tveggja og hálfs árs langt fangelsi fyrir nauðgunina. Hann var ákærður fyrir að hafa farið upp í rúm til konunnar að nóttu til í ágúst 2015 þar sem hann beitti hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Þegar konan gaf fyrst skýrslu hjá lögreglu lýsti hún því að maðurinn hafi ruðst inn í herergi hennar, rifið fötin utan af henni og þvingað hana til kynferðismaka. Þá sagði hún son sinn hafa verið heima og hann hefði orðið var við það sem gekk á. Hún sagði jafnframt að maðurinn hafi nauðgað henni þrisvar sumarið 2015.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira