Bræður skoruðu á móti hvor öðrum í ítalska boltanum í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2020 08:31 Lorenzo Insigne, til vinstri, og Roberto Insigne fagna hér mörkum sínum í leiknum í gær. AP/Alessandro Garofalo Napoli hafði betur á móti Benevento í bræðraslag í ítölsku deildinni í gær. Benevento komst í 1-0 en Napoli svaraði með tveimur mörkum og vann leikinn 2-1. Stærsta frétt leiksins var þó eflaust að bræður skoruðu á móti hvor öðrum í honum. Roberto Insigne kom Benevento í 1-0 á 30. mínútu leiksins en eldri bróðir hans, Lorenzo, jafnaði metin fyrir Napoli á 60. mínútu. Andrea Petagna skoraði svo sigurmarkið sjö mínútum síðar. Brothers Roberto and Lorenzo Insigne both scored in the same Serie A game today pic.twitter.com/PXinEOU8rs— B/R Football (@brfootball) October 25, 2020 Lorenzo Insigne er 29 ára gamall og þremur árum eldri en Roberto. Lorenzo er fyrirliði Napoli en Roberto yfirgaf félagið í fyrra. „Eftir leikinn þá sagði ég honum að vinstri fóturinn minn væri betri en hans,“ sagði Lorenzo Insigne í léttum tón eftir leikinn. „Við föðmuðumst líka því þetta var spennandi dagur fyrir okkar fjölskyldu. Ég er ánægður með markið mitt og óska bróður mínum líka til hamingju með markið sitt,“ sagði Lorenzo. „Ég er mjög hamingjusamur en biðst fyrirgefningar á því að fyrsta markið sitt í Seríu A hafi komið á móti bróður mínum. Það var góð tilfinning að spila á móti bróður mínum og Napoli, sem er liðið frá borginni minni. Við erum samt leiðir yfir því að tapa leiknum,“ sagði Roberto Insigne. Lorenzo Insigne and his younger brother Roberto were on opposite sides of the scoresheet as Napoli beat Benevento 2-1 today https://t.co/CP6RbPSmaM pic.twitter.com/u7RQ4GigES— BBC Sport (@BBCSport) October 25, 2020 Roberto Insigne náði aðeins að spila tvo leiki með Napoli liðinu og var loksins seldur eftir að hafa farið ítrekað á láni til annarra liða. Lorenzo Insigne hefur aftur á móti skorað 68 mörk í 273 deildarleikjum með Napoli en hann er á sínu níunda alvöru tímabili með félaginu. Sigurinn var mikilvægur fyrir Napoli liðið sem er nú einu stigi á eftir toppliði AC Milan. Ítalski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Napoli hafði betur á móti Benevento í bræðraslag í ítölsku deildinni í gær. Benevento komst í 1-0 en Napoli svaraði með tveimur mörkum og vann leikinn 2-1. Stærsta frétt leiksins var þó eflaust að bræður skoruðu á móti hvor öðrum í honum. Roberto Insigne kom Benevento í 1-0 á 30. mínútu leiksins en eldri bróðir hans, Lorenzo, jafnaði metin fyrir Napoli á 60. mínútu. Andrea Petagna skoraði svo sigurmarkið sjö mínútum síðar. Brothers Roberto and Lorenzo Insigne both scored in the same Serie A game today pic.twitter.com/PXinEOU8rs— B/R Football (@brfootball) October 25, 2020 Lorenzo Insigne er 29 ára gamall og þremur árum eldri en Roberto. Lorenzo er fyrirliði Napoli en Roberto yfirgaf félagið í fyrra. „Eftir leikinn þá sagði ég honum að vinstri fóturinn minn væri betri en hans,“ sagði Lorenzo Insigne í léttum tón eftir leikinn. „Við föðmuðumst líka því þetta var spennandi dagur fyrir okkar fjölskyldu. Ég er ánægður með markið mitt og óska bróður mínum líka til hamingju með markið sitt,“ sagði Lorenzo. „Ég er mjög hamingjusamur en biðst fyrirgefningar á því að fyrsta markið sitt í Seríu A hafi komið á móti bróður mínum. Það var góð tilfinning að spila á móti bróður mínum og Napoli, sem er liðið frá borginni minni. Við erum samt leiðir yfir því að tapa leiknum,“ sagði Roberto Insigne. Lorenzo Insigne and his younger brother Roberto were on opposite sides of the scoresheet as Napoli beat Benevento 2-1 today https://t.co/CP6RbPSmaM pic.twitter.com/u7RQ4GigES— BBC Sport (@BBCSport) October 25, 2020 Roberto Insigne náði aðeins að spila tvo leiki með Napoli liðinu og var loksins seldur eftir að hafa farið ítrekað á láni til annarra liða. Lorenzo Insigne hefur aftur á móti skorað 68 mörk í 273 deildarleikjum með Napoli en hann er á sínu níunda alvöru tímabili með félaginu. Sigurinn var mikilvægur fyrir Napoli liðið sem er nú einu stigi á eftir toppliði AC Milan.
Ítalski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira