Prófið þess eðlis að nauðsynlegt var að hafa það í formi staðprófs Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2020 12:48 Herdís Sveinsdóttir, deildarforseti hjúkrunarfræðideildar HÍ, segist vel skilja áhyggjur nemenda af því að þurfa að taka staðpróf á tímum sem þessum. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Herdís Sveinsdóttir, deildarforseti hjúkrunarfræðideildar HÍ, segist vel skilja áhyggjur nemenda af því að þurfa að taka staðpróf á tímum sem þessum. Kennari og skólinn hafi hins vegar metið að umrætt próf fyrir fjórða árs nema hafi verið þess eðlis að ekki væri hægt eða rétt að hafa það í formi heimaprófs. Þetta segir Herdís í samtali við Vísi, aðspurð um orð hjúkrunarfræðinemans Rakelar Sifjar Magnúsdóttur, sem sagði það vera „út í hött“ og „óábyrgt“ af hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands að hópa nemendur saman með því að standa fyrir staðprófi. „Ég vil ekki eiga á hættu á að bera inn smit á spítalann þar sem ég vinn með fólki í áhættuhópi,” sagði Rakel Sif sem er á fjórða ári í náminu, en neyðarstigi var komið á á Landspítalanum í gær í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. Verða að kunna efnið upp á 10 Herdís segir að prófið hafi farið fram í húsnæði Eirbergs í morgun, þar sem nemendum, milli áttatíu og hundrað talsins, hafi verið deilt niður á stofur og tekið prófið. Hafi verið tryggt að sóttvarnareglum væri fylgt í hvívetna. „Þetta próf sem nemendur voru að fara í er svokallað lyfjaútreikningapróf, sem er stigvaxandi í náminu frá öðru ári. Nemendur verða að fá 100 prósent út úr prófinu. Þetta eru yfirleitt tíu spurningar og þú mátt ekki falla á neinni spurningu. Þú verður, værsgo, að kunna að reikna styrkleika lyfja. Í þessu tilviki var þetta í barnahjúkrun og það segir sig sjálft að það skiptir gífurlega miklu máli að geta reiknað út réttan lyfjastyrk. Það má skiljanlega ekkert út af bregða í þeim efnum,“ segir Herdís. Nemendur fái þekkinguna ekki frá næsta manni Herdís segir það hafi því verið ákveðið að hafa þetta próf í staðprófi. „Það er þannig að við erum að reyna að hafa heimapróf eins og allir aðrir þegar það á við. Við erum í ofsalega erfiðum aðstæðum, háskólinn. Við skiljum áhyggjur nemenda mjög vel, en kennari mat það svo – og ég held að það séu margir sammála því í þessu tilviki – að nemendur verði að kunna að sýna fram á þekkingu sína sjálfir, en að þeir fái hana ekki frá næsta manni.“ Háskóli Íslands Í góðum samskiptum við Landspítalann Herdís tekur einnig fram að við alla ákvarðanatöku sem snúi að þessum málum þá sé hún í góðum samskiptum við Landspítalann þar sem margir nemendanna eru að vinna með námi. „Nemendur hafa skiljanlega áhyggjur af því að smita sjúklingana þar sem þar eru. Ég gef engar leiðbeiningar út án samráðs við Landspítala. Hvort það sé í lagi að nemendur við deildina fylgi sömu reglum og aðrir nemendur háskólans og fari í staðpróf, líkt og Háskóli Íslands hefur sjálfur heimilað. Ef ég fæ það svar frá spítalanum að það sé í lagi, þá vinnum við með það. Sóttvarnalæknir hefur sömuleiðis bestu forsendurnar til að taka ákvarðanir. Hann gefur leiðbeiningar til neyðarstjórnar HÍ sem hefur líka ákveðnar forsendur til að taka ákvarðanir. Sömu sögu er að segja af Landspítalanum. Ég held að það sé langsamlega best að fylgja þeim sem hafa bestu forsendurnar til að taka ákvarðanir í stað þess að hlaupa fram og til baka,“ segir Herdís. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Sjá meira
Herdís Sveinsdóttir, deildarforseti hjúkrunarfræðideildar HÍ, segist vel skilja áhyggjur nemenda af því að þurfa að taka staðpróf á tímum sem þessum. Kennari og skólinn hafi hins vegar metið að umrætt próf fyrir fjórða árs nema hafi verið þess eðlis að ekki væri hægt eða rétt að hafa það í formi heimaprófs. Þetta segir Herdís í samtali við Vísi, aðspurð um orð hjúkrunarfræðinemans Rakelar Sifjar Magnúsdóttur, sem sagði það vera „út í hött“ og „óábyrgt“ af hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands að hópa nemendur saman með því að standa fyrir staðprófi. „Ég vil ekki eiga á hættu á að bera inn smit á spítalann þar sem ég vinn með fólki í áhættuhópi,” sagði Rakel Sif sem er á fjórða ári í náminu, en neyðarstigi var komið á á Landspítalanum í gær í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. Verða að kunna efnið upp á 10 Herdís segir að prófið hafi farið fram í húsnæði Eirbergs í morgun, þar sem nemendum, milli áttatíu og hundrað talsins, hafi verið deilt niður á stofur og tekið prófið. Hafi verið tryggt að sóttvarnareglum væri fylgt í hvívetna. „Þetta próf sem nemendur voru að fara í er svokallað lyfjaútreikningapróf, sem er stigvaxandi í náminu frá öðru ári. Nemendur verða að fá 100 prósent út úr prófinu. Þetta eru yfirleitt tíu spurningar og þú mátt ekki falla á neinni spurningu. Þú verður, værsgo, að kunna að reikna styrkleika lyfja. Í þessu tilviki var þetta í barnahjúkrun og það segir sig sjálft að það skiptir gífurlega miklu máli að geta reiknað út réttan lyfjastyrk. Það má skiljanlega ekkert út af bregða í þeim efnum,“ segir Herdís. Nemendur fái þekkinguna ekki frá næsta manni Herdís segir það hafi því verið ákveðið að hafa þetta próf í staðprófi. „Það er þannig að við erum að reyna að hafa heimapróf eins og allir aðrir þegar það á við. Við erum í ofsalega erfiðum aðstæðum, háskólinn. Við skiljum áhyggjur nemenda mjög vel, en kennari mat það svo – og ég held að það séu margir sammála því í þessu tilviki – að nemendur verði að kunna að sýna fram á þekkingu sína sjálfir, en að þeir fái hana ekki frá næsta manni.“ Háskóli Íslands Í góðum samskiptum við Landspítalann Herdís tekur einnig fram að við alla ákvarðanatöku sem snúi að þessum málum þá sé hún í góðum samskiptum við Landspítalann þar sem margir nemendanna eru að vinna með námi. „Nemendur hafa skiljanlega áhyggjur af því að smita sjúklingana þar sem þar eru. Ég gef engar leiðbeiningar út án samráðs við Landspítala. Hvort það sé í lagi að nemendur við deildina fylgi sömu reglum og aðrir nemendur háskólans og fari í staðpróf, líkt og Háskóli Íslands hefur sjálfur heimilað. Ef ég fæ það svar frá spítalanum að það sé í lagi, þá vinnum við með það. Sóttvarnalæknir hefur sömuleiðis bestu forsendurnar til að taka ákvarðanir. Hann gefur leiðbeiningar til neyðarstjórnar HÍ sem hefur líka ákveðnar forsendur til að taka ákvarðanir. Sömu sögu er að segja af Landspítalanum. Ég held að það sé langsamlega best að fylgja þeim sem hafa bestu forsendurnar til að taka ákvarðanir í stað þess að hlaupa fram og til baka,“ segir Herdís.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Sjá meira