„Er hægt að setja verðmiða á barnið manns?“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. október 2020 08:48 Vegna baráttu Huldu Bjarkar Svansdóttir er komin af stað vinna að frumvarpi sem gæti hjálpað fjölskyldum í þeirri stöðu, að þurfa að taka áhættu þegar allt annað hefur verið reynt. Spjallið með Góðvild „Fólk á ekki að þurfa að berjast svona til að fá meðferð fyrir barnið sitt, það bara er ekki boðlegt,“ segir Hulda Björk Svansdóttir. Ægir sonur Huldu er átta ára gamall og er með vöðvahrörnunarsjúkdóminn Duchenne og er ekki mikið af meðferðum í boði. Sjúkdómurinn er illvígur og leggst eingöngu á drengi og algengt er að hann versni mikið upp úr sjö ára aldri. Hulda hefur barist mikið fyrir son sinn síðustu ár og vegna hennar er verið að leggja drög að frumvarpi um rétt barna eins og Ægis til að reyna alla möguleika. „Mér finnst mjög falleg hugsun í þessu, þetta er hugsað fyrir fólk sem er þannig að öll úrræði hafa verið reynd og það er ekkert annað sem hægt er að gera. Þá getur þú kannski haft möguleikana á að komast í lyf sem að eru í klínískum tilraunum, hafa ekki verið samþykkt en lofa góðu,“ segir Hulda meðal annars í viðtali í þættinum Spjallið með Góðvild. Bönkuðu á allar dyr Verkefnið er byggt á frumvarpi sem Hulda kynntist í Bandaríkjunum og byrjaði að kynna fyrir þingmönnum og ýmissa stofnunum hér á landi. Frumvarpið kallast The right to try. Þegar engin lækning er til staðar og læknar og foreldarar sjá engin önnur úrræði en að taka þátt í rannsóknum og klínískum tilraunum með ný lyf, gæti frumvarp sem þetta breytt miklu. Þarna taka foreldrar ábyrgð og ákvarðanir fyrir börnin sín sem hafa engin önnur úrræði. Hulda hefur gagnrýnt í gegnum árin að ekki hafi fengist leyfi til þess að láta Ægi á ákveðin lyf, sem ekki eru leyfð hér á landi en voru þá samþykkt erlendis. „Við reyndum alveg eins og við gátum og bönkuðum á allar dyr,“ segir Hulda um lyfið. Á þessum tímapunkti datt henni í hug að það væri sniðugt að reyna að koma svona frumvarpi í gegn. „Willum Þór hafði samband við mig og fór svo á fullt að búa til þingsályktunartillögu.“ Hulda fagnar því að málið sé komið í ferli. Hefði frumvarpið verið til þegar þau byrjuðu sína baráttu, hefði hugsanlega verið hægt að gefa Ægi lyfið á ábyrgð foreldranna sem væru þá meðvituð um aukaverkanir og áhættu. „Það var talað um að þetta myndi mögulega hægja á framgangi sjúkdómsins.“ Hægt er að horfa á viðtalið við Huldu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild - Hulda Björk Svansdóttir Barnið ekki þess virði Hulda reynir að vera ekki reið yfir því að það sé til lyf sem gæti bætt líðan og lífsgæði Ægis, en ekki hafi fengist undanþága frá Lyfjastofnun eða Landspítalanum. „Mér fannst þetta sárt og ég reyndi eins og ég gat að berjast gegn þessu. Mér fannst þetta óskiljanleg rök, að barnið mitt væri ekki þess virði að fá tækifæri til þess að prófa þetta lyf. Það var alveg rosalega erfitt og sorglegt að það þurfi að vera svoleiðis.“ Hún bendir á að Dushenne sé ágengur sjúkdómur og tíminn dýrmætur. Ægir gæti hafa verið búinn að vera á þessum lyfjum síðan árið 2016, árið sem hann greindist. Þetta tengist líka peningum. „Eins og hann er flottur og duglegur og gengur sem betur fer vel í dag, þá er þetta alveg tifandi tímasprengja og þetta getur gert hratt þar sem þau missa færnina sína.“ Ægir og Hulda hafa vakið athygli fyrir skemmtileg dansmyndbönd á samfélagsmiðlum undir nafninu Hope with Hulda.Aðsend mynd Fjölskyldan er í biðstöðu í augnablikinu þar sem hætt var við klíníska tilraunameðferð í Svíþjóð sem Ægir átti að taka þátt í. Ægir vonast til að komast sem fyrst út til Bandaríkjanna í genameðferð og er þegar byrjaður að æfa sig í ensku. Fjölskyldan fór þangað út að eigin frumkvæði að hitta lækna og leita að mögulegum meðferðum sem gætu hjálpað Ægi. „Við erum bara á fullu að reyna að finna eitthvað fyrir hann.“ Í þættinum ræðir hún einnig um mikilvægi þess að passa upp á heilbrigð systkini langveikra barna, breytingar sem þurfi að gera á heilbrigðiskerfinu og hjálpartæki fyrir fötluð börn sem Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða ekki þrátt fyrir að það væri í sumum tilfellum sparnaður í þeirri lausn. Hún gagnrýnir líka að ekki sé haldið betur utan um þennan hóp fjölskyldna langveikra barna. Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Spjallið með Góðvild Tengdar fréttir „Ekki reyna að vera klettur og halda öllu inni“ „Númer eitt, tvö og þrjú þá verða foreldrarnir að vera heilsuhraustir ef þeir ætla að sjá um þetta barn. Þannig að við setjum heilsuna okkar í forgang, alltaf,“ segir Árni Björn Kristjánsson, faðir langveikrar stúlku. 20. október 2020 08:01 „Veik börn eiga ekki að fá mismunandi þjónustu í heilbrigðiskerfinu“ „Það er mjög misjafnt eftir því hvaða sjúkdóm barnið er með, hvaða meðferðir, hvaða hjálp, hvaða aðstoð er í boði og þjónusta og svoleiðis. Þetta er í rauninni svolítið skrítið.“ Þetta segir Sigurður Hólmar Jóhannesson, faðir langveikrar stúlku. 16. október 2020 16:32 Um hundrað börn á ári missa foreldri en aðeins hluti þeirra fær aðstoð Karolína Helga Símonardóttir er fjögurra barna móðir og ekkja, en eiginmaður hennar var bráðkvaddur fyrir nokkrum árum. Hún segir að vankantar á heilbrigðiskerfinu hér á landi valdi því að aðeins hluti þeirra barna sem missa foreldri fá þá aðstoð sem þau þurfa. 6. október 2020 08:02 Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira
„Fólk á ekki að þurfa að berjast svona til að fá meðferð fyrir barnið sitt, það bara er ekki boðlegt,“ segir Hulda Björk Svansdóttir. Ægir sonur Huldu er átta ára gamall og er með vöðvahrörnunarsjúkdóminn Duchenne og er ekki mikið af meðferðum í boði. Sjúkdómurinn er illvígur og leggst eingöngu á drengi og algengt er að hann versni mikið upp úr sjö ára aldri. Hulda hefur barist mikið fyrir son sinn síðustu ár og vegna hennar er verið að leggja drög að frumvarpi um rétt barna eins og Ægis til að reyna alla möguleika. „Mér finnst mjög falleg hugsun í þessu, þetta er hugsað fyrir fólk sem er þannig að öll úrræði hafa verið reynd og það er ekkert annað sem hægt er að gera. Þá getur þú kannski haft möguleikana á að komast í lyf sem að eru í klínískum tilraunum, hafa ekki verið samþykkt en lofa góðu,“ segir Hulda meðal annars í viðtali í þættinum Spjallið með Góðvild. Bönkuðu á allar dyr Verkefnið er byggt á frumvarpi sem Hulda kynntist í Bandaríkjunum og byrjaði að kynna fyrir þingmönnum og ýmissa stofnunum hér á landi. Frumvarpið kallast The right to try. Þegar engin lækning er til staðar og læknar og foreldarar sjá engin önnur úrræði en að taka þátt í rannsóknum og klínískum tilraunum með ný lyf, gæti frumvarp sem þetta breytt miklu. Þarna taka foreldrar ábyrgð og ákvarðanir fyrir börnin sín sem hafa engin önnur úrræði. Hulda hefur gagnrýnt í gegnum árin að ekki hafi fengist leyfi til þess að láta Ægi á ákveðin lyf, sem ekki eru leyfð hér á landi en voru þá samþykkt erlendis. „Við reyndum alveg eins og við gátum og bönkuðum á allar dyr,“ segir Hulda um lyfið. Á þessum tímapunkti datt henni í hug að það væri sniðugt að reyna að koma svona frumvarpi í gegn. „Willum Þór hafði samband við mig og fór svo á fullt að búa til þingsályktunartillögu.“ Hulda fagnar því að málið sé komið í ferli. Hefði frumvarpið verið til þegar þau byrjuðu sína baráttu, hefði hugsanlega verið hægt að gefa Ægi lyfið á ábyrgð foreldranna sem væru þá meðvituð um aukaverkanir og áhættu. „Það var talað um að þetta myndi mögulega hægja á framgangi sjúkdómsins.“ Hægt er að horfa á viðtalið við Huldu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild - Hulda Björk Svansdóttir Barnið ekki þess virði Hulda reynir að vera ekki reið yfir því að það sé til lyf sem gæti bætt líðan og lífsgæði Ægis, en ekki hafi fengist undanþága frá Lyfjastofnun eða Landspítalanum. „Mér fannst þetta sárt og ég reyndi eins og ég gat að berjast gegn þessu. Mér fannst þetta óskiljanleg rök, að barnið mitt væri ekki þess virði að fá tækifæri til þess að prófa þetta lyf. Það var alveg rosalega erfitt og sorglegt að það þurfi að vera svoleiðis.“ Hún bendir á að Dushenne sé ágengur sjúkdómur og tíminn dýrmætur. Ægir gæti hafa verið búinn að vera á þessum lyfjum síðan árið 2016, árið sem hann greindist. Þetta tengist líka peningum. „Eins og hann er flottur og duglegur og gengur sem betur fer vel í dag, þá er þetta alveg tifandi tímasprengja og þetta getur gert hratt þar sem þau missa færnina sína.“ Ægir og Hulda hafa vakið athygli fyrir skemmtileg dansmyndbönd á samfélagsmiðlum undir nafninu Hope with Hulda.Aðsend mynd Fjölskyldan er í biðstöðu í augnablikinu þar sem hætt var við klíníska tilraunameðferð í Svíþjóð sem Ægir átti að taka þátt í. Ægir vonast til að komast sem fyrst út til Bandaríkjanna í genameðferð og er þegar byrjaður að æfa sig í ensku. Fjölskyldan fór þangað út að eigin frumkvæði að hitta lækna og leita að mögulegum meðferðum sem gætu hjálpað Ægi. „Við erum bara á fullu að reyna að finna eitthvað fyrir hann.“ Í þættinum ræðir hún einnig um mikilvægi þess að passa upp á heilbrigð systkini langveikra barna, breytingar sem þurfi að gera á heilbrigðiskerfinu og hjálpartæki fyrir fötluð börn sem Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða ekki þrátt fyrir að það væri í sumum tilfellum sparnaður í þeirri lausn. Hún gagnrýnir líka að ekki sé haldið betur utan um þennan hóp fjölskyldna langveikra barna. Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Spjallið með Góðvild Tengdar fréttir „Ekki reyna að vera klettur og halda öllu inni“ „Númer eitt, tvö og þrjú þá verða foreldrarnir að vera heilsuhraustir ef þeir ætla að sjá um þetta barn. Þannig að við setjum heilsuna okkar í forgang, alltaf,“ segir Árni Björn Kristjánsson, faðir langveikrar stúlku. 20. október 2020 08:01 „Veik börn eiga ekki að fá mismunandi þjónustu í heilbrigðiskerfinu“ „Það er mjög misjafnt eftir því hvaða sjúkdóm barnið er með, hvaða meðferðir, hvaða hjálp, hvaða aðstoð er í boði og þjónusta og svoleiðis. Þetta er í rauninni svolítið skrítið.“ Þetta segir Sigurður Hólmar Jóhannesson, faðir langveikrar stúlku. 16. október 2020 16:32 Um hundrað börn á ári missa foreldri en aðeins hluti þeirra fær aðstoð Karolína Helga Símonardóttir er fjögurra barna móðir og ekkja, en eiginmaður hennar var bráðkvaddur fyrir nokkrum árum. Hún segir að vankantar á heilbrigðiskerfinu hér á landi valdi því að aðeins hluti þeirra barna sem missa foreldri fá þá aðstoð sem þau þurfa. 6. október 2020 08:02 Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira
„Ekki reyna að vera klettur og halda öllu inni“ „Númer eitt, tvö og þrjú þá verða foreldrarnir að vera heilsuhraustir ef þeir ætla að sjá um þetta barn. Þannig að við setjum heilsuna okkar í forgang, alltaf,“ segir Árni Björn Kristjánsson, faðir langveikrar stúlku. 20. október 2020 08:01
„Veik börn eiga ekki að fá mismunandi þjónustu í heilbrigðiskerfinu“ „Það er mjög misjafnt eftir því hvaða sjúkdóm barnið er með, hvaða meðferðir, hvaða hjálp, hvaða aðstoð er í boði og þjónusta og svoleiðis. Þetta er í rauninni svolítið skrítið.“ Þetta segir Sigurður Hólmar Jóhannesson, faðir langveikrar stúlku. 16. október 2020 16:32
Um hundrað börn á ári missa foreldri en aðeins hluti þeirra fær aðstoð Karolína Helga Símonardóttir er fjögurra barna móðir og ekkja, en eiginmaður hennar var bráðkvaddur fyrir nokkrum árum. Hún segir að vankantar á heilbrigðiskerfinu hér á landi valdi því að aðeins hluti þeirra barna sem missa foreldri fá þá aðstoð sem þau þurfa. 6. október 2020 08:02