Valkvæðum skurðagerðum frestað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. október 2020 17:19 Alma Möller er landlæknir. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra hefur staðfest fyrirmæli landlæknis um frestun valkvæðra skurðaðgerða og annarra ífarandi aðgerða. Frestunin tekur gildi frá og með morgundeginum á höfuðborgarsvæðinu en skipulagðar aðgerðir utan höfuðborgarsvæðisins eru heimilar dagana 27. og 28. október. Frestunin gildir til og með 15. nóvember næstkomandi. Minni aðgerðir sem hægt er að framkvæmda í staðdeyfingu, það er á vakandi sjúklingi, verða áfram heimilar og einnig speglanir í greiningaskyni með þeim takmörkunum þó að ekki séu framkvæmdar ífarandi aðgerðir. Alma Möller landlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að forstjóri Landspítalans hefði sendi erindi til landlæknis í gær þar sem hann óskaði eftir því að þetta væri gert. „Það er til að minnka hugsanlegt álag á spítalann sem getur hlotist af aðgerðum, sagði Alma á fundinum í gær. Um neyðarúrræði væri að ræða. Fyrirmæli landlæknis eru eftirfarandi: Á meðan faraldur COVID-19 geisar er brýnt að endurskipuleggja heilbrigðisþjónustu þannig að unnt sé að sinna nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu jafnframt því að sinna sjúklingum með COVID-19. Í ljósi alvarlegrar stöðu sem upp er komin á Landspítalanum er forgangsröðun nú nauðsynleg. Einn liður í þeirri forgangsröðun er að takmarka eins og kostur er mögulegar sjúkrahúsinnlagnir á næstu vikum. Landlæknir hefur því ákveðið, með vísan til 1. mgr. 5. gr. laga nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu, að beina þeim fyrirmælum til viðkomandi heilbrigðisstofnana og heilbrigðisstarfsmanna að frá og með þriðjudeginum 27. október til og með 15. nóvember nk. skuli öllum svokölluðum valkvæðum skurðaðgerðum og öðrum ífarandi aðgerðum frestað, hvort sem þær eru framkvæmdar innan eða utan spítala, af opinberum aðila eða einkaaðila. Þrátt fyrir þetta eru þegar skipulagðar aðgerðir utan höfuðborgarsvæðisins heimilar 27. og 28. október nk. Þetta er gert í ljósi þess að slíkar aðgerðir geta kallað á komur á bráðamóttöku og/eða sjúkrahúsinnlögn sem getur valdið enn frekara álagi á sjúkrahús en nú þegar er. Minni aðgerðir sem hægt er að framkvæma í staðdeyfingu, þ.e. á vakandi sjúklingi, eru leyfðar. Speglanir í greiningaskyni eru leyfðar en með þeim takmörkunum að ekki séu framkvæmdar ífarandi aðgerðir eins og sepataka. Landlæknir beinir þeim fyrirmælum til skurðlækna og annarra lækna sem ákvörðun þessi tekur til, að þeir upplýsi skjólstæðinga sína og geri aðrar viðeigandi ráðstafanir eins fljótt og verða má. Þess skal þó gætt að brýnar skurðaðgerðir eða greiningarrannsóknir sem ekki þola bið umfram átta vikur verði framkvæmdar. Ljóst er að upp kunna að koma vafatilfelli en landlæknir treystir á faglegt og yfirvegað mat hlutaðeigandi sérfræðilæknis í hverju tilviki fyrir sig. Tilkynnt verður með fyrirvara hvenær hægt verður að hefja þessa starfsemi á ný. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Búa sig undir tvær erfiðar vikur 79 smit hafa nú verið rakin til hópsýkingar Covid-19 á Landakoti. Starfsmenn Landspítala búa sig nú undir erfiðar tvær vikur hið minnsta, að sögn forstjóra. 26. október 2020 11:47 Leggur til að valkvæðum skurðaðgerðum verði frestað Á upplýsingafundi almannavarna í dag kvaðst Alma Möller, landlæknir, ætla að leggja það til við heilbrigðisráðherra síðar í dag að valkvæðum skurðaðgerðum sem leitt gætu til spítalainnlagnar yrði frestað. 25. október 2020 17:39 „Heilbrigðisstarfsmenn sýndu í fyrstu bylgju hvers þeir eru megnugir“ Alma Möller landlæknir biðlaði á upplýsingafundi Almannavarna og embættis Landlæknis til heilbrigðismenntaðra einstaklinga sem ekki vinna í opinbera heilbrigðiskerfinu að skrá sig í bakvarðarsveit heilbrigðisþjónustunnar. 25. október 2020 15:47 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest fyrirmæli landlæknis um frestun valkvæðra skurðaðgerða og annarra ífarandi aðgerða. Frestunin tekur gildi frá og með morgundeginum á höfuðborgarsvæðinu en skipulagðar aðgerðir utan höfuðborgarsvæðisins eru heimilar dagana 27. og 28. október. Frestunin gildir til og með 15. nóvember næstkomandi. Minni aðgerðir sem hægt er að framkvæmda í staðdeyfingu, það er á vakandi sjúklingi, verða áfram heimilar og einnig speglanir í greiningaskyni með þeim takmörkunum þó að ekki séu framkvæmdar ífarandi aðgerðir. Alma Möller landlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að forstjóri Landspítalans hefði sendi erindi til landlæknis í gær þar sem hann óskaði eftir því að þetta væri gert. „Það er til að minnka hugsanlegt álag á spítalann sem getur hlotist af aðgerðum, sagði Alma á fundinum í gær. Um neyðarúrræði væri að ræða. Fyrirmæli landlæknis eru eftirfarandi: Á meðan faraldur COVID-19 geisar er brýnt að endurskipuleggja heilbrigðisþjónustu þannig að unnt sé að sinna nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu jafnframt því að sinna sjúklingum með COVID-19. Í ljósi alvarlegrar stöðu sem upp er komin á Landspítalanum er forgangsröðun nú nauðsynleg. Einn liður í þeirri forgangsröðun er að takmarka eins og kostur er mögulegar sjúkrahúsinnlagnir á næstu vikum. Landlæknir hefur því ákveðið, með vísan til 1. mgr. 5. gr. laga nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu, að beina þeim fyrirmælum til viðkomandi heilbrigðisstofnana og heilbrigðisstarfsmanna að frá og með þriðjudeginum 27. október til og með 15. nóvember nk. skuli öllum svokölluðum valkvæðum skurðaðgerðum og öðrum ífarandi aðgerðum frestað, hvort sem þær eru framkvæmdar innan eða utan spítala, af opinberum aðila eða einkaaðila. Þrátt fyrir þetta eru þegar skipulagðar aðgerðir utan höfuðborgarsvæðisins heimilar 27. og 28. október nk. Þetta er gert í ljósi þess að slíkar aðgerðir geta kallað á komur á bráðamóttöku og/eða sjúkrahúsinnlögn sem getur valdið enn frekara álagi á sjúkrahús en nú þegar er. Minni aðgerðir sem hægt er að framkvæma í staðdeyfingu, þ.e. á vakandi sjúklingi, eru leyfðar. Speglanir í greiningaskyni eru leyfðar en með þeim takmörkunum að ekki séu framkvæmdar ífarandi aðgerðir eins og sepataka. Landlæknir beinir þeim fyrirmælum til skurðlækna og annarra lækna sem ákvörðun þessi tekur til, að þeir upplýsi skjólstæðinga sína og geri aðrar viðeigandi ráðstafanir eins fljótt og verða má. Þess skal þó gætt að brýnar skurðaðgerðir eða greiningarrannsóknir sem ekki þola bið umfram átta vikur verði framkvæmdar. Ljóst er að upp kunna að koma vafatilfelli en landlæknir treystir á faglegt og yfirvegað mat hlutaðeigandi sérfræðilæknis í hverju tilviki fyrir sig. Tilkynnt verður með fyrirvara hvenær hægt verður að hefja þessa starfsemi á ný.
Á meðan faraldur COVID-19 geisar er brýnt að endurskipuleggja heilbrigðisþjónustu þannig að unnt sé að sinna nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu jafnframt því að sinna sjúklingum með COVID-19. Í ljósi alvarlegrar stöðu sem upp er komin á Landspítalanum er forgangsröðun nú nauðsynleg. Einn liður í þeirri forgangsröðun er að takmarka eins og kostur er mögulegar sjúkrahúsinnlagnir á næstu vikum. Landlæknir hefur því ákveðið, með vísan til 1. mgr. 5. gr. laga nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu, að beina þeim fyrirmælum til viðkomandi heilbrigðisstofnana og heilbrigðisstarfsmanna að frá og með þriðjudeginum 27. október til og með 15. nóvember nk. skuli öllum svokölluðum valkvæðum skurðaðgerðum og öðrum ífarandi aðgerðum frestað, hvort sem þær eru framkvæmdar innan eða utan spítala, af opinberum aðila eða einkaaðila. Þrátt fyrir þetta eru þegar skipulagðar aðgerðir utan höfuðborgarsvæðisins heimilar 27. og 28. október nk. Þetta er gert í ljósi þess að slíkar aðgerðir geta kallað á komur á bráðamóttöku og/eða sjúkrahúsinnlögn sem getur valdið enn frekara álagi á sjúkrahús en nú þegar er. Minni aðgerðir sem hægt er að framkvæma í staðdeyfingu, þ.e. á vakandi sjúklingi, eru leyfðar. Speglanir í greiningaskyni eru leyfðar en með þeim takmörkunum að ekki séu framkvæmdar ífarandi aðgerðir eins og sepataka. Landlæknir beinir þeim fyrirmælum til skurðlækna og annarra lækna sem ákvörðun þessi tekur til, að þeir upplýsi skjólstæðinga sína og geri aðrar viðeigandi ráðstafanir eins fljótt og verða má. Þess skal þó gætt að brýnar skurðaðgerðir eða greiningarrannsóknir sem ekki þola bið umfram átta vikur verði framkvæmdar. Ljóst er að upp kunna að koma vafatilfelli en landlæknir treystir á faglegt og yfirvegað mat hlutaðeigandi sérfræðilæknis í hverju tilviki fyrir sig. Tilkynnt verður með fyrirvara hvenær hægt verður að hefja þessa starfsemi á ný.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Búa sig undir tvær erfiðar vikur 79 smit hafa nú verið rakin til hópsýkingar Covid-19 á Landakoti. Starfsmenn Landspítala búa sig nú undir erfiðar tvær vikur hið minnsta, að sögn forstjóra. 26. október 2020 11:47 Leggur til að valkvæðum skurðaðgerðum verði frestað Á upplýsingafundi almannavarna í dag kvaðst Alma Möller, landlæknir, ætla að leggja það til við heilbrigðisráðherra síðar í dag að valkvæðum skurðaðgerðum sem leitt gætu til spítalainnlagnar yrði frestað. 25. október 2020 17:39 „Heilbrigðisstarfsmenn sýndu í fyrstu bylgju hvers þeir eru megnugir“ Alma Möller landlæknir biðlaði á upplýsingafundi Almannavarna og embættis Landlæknis til heilbrigðismenntaðra einstaklinga sem ekki vinna í opinbera heilbrigðiskerfinu að skrá sig í bakvarðarsveit heilbrigðisþjónustunnar. 25. október 2020 15:47 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Búa sig undir tvær erfiðar vikur 79 smit hafa nú verið rakin til hópsýkingar Covid-19 á Landakoti. Starfsmenn Landspítala búa sig nú undir erfiðar tvær vikur hið minnsta, að sögn forstjóra. 26. október 2020 11:47
Leggur til að valkvæðum skurðaðgerðum verði frestað Á upplýsingafundi almannavarna í dag kvaðst Alma Möller, landlæknir, ætla að leggja það til við heilbrigðisráðherra síðar í dag að valkvæðum skurðaðgerðum sem leitt gætu til spítalainnlagnar yrði frestað. 25. október 2020 17:39
„Heilbrigðisstarfsmenn sýndu í fyrstu bylgju hvers þeir eru megnugir“ Alma Möller landlæknir biðlaði á upplýsingafundi Almannavarna og embættis Landlæknis til heilbrigðismenntaðra einstaklinga sem ekki vinna í opinbera heilbrigðiskerfinu að skrá sig í bakvarðarsveit heilbrigðisþjónustunnar. 25. október 2020 15:47