Sport

Neitar Kane báðum Manchester-fé­lögunum til þess að ganga í raðir Juventus?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Harry Kane er leikmaður Tottenham. Hann gæti söðlað um næsta sumar.
vísir/getty

Harry Kane er í dag hluti af slúðurpakkanum sem BBC tekur saman á hverjum degi en mikið hefur verið rætt og ritað um Kane. Nú segja miðlarnir að hann velji Juventus sem næsta áfangastað.

Kane hefur verið í herbúðum Tottenham síðan hann var ellefu ára gamall en hann hefur slegið í gegn og er talinn einn besti framherji ensku úrvalsdeildarinnar. Sumarið 2018 skrifaði hann undir sex ára samning við félagið.

Það er hins vegar ljóst að Kane gæti verið farinn að horfa eftir nýjum áskorunum. Þegar þetta er skrifað er hann meiddur en ensku miðlarnir greina frá því að enski landsliðsframherjinn gæti farið að þyrsta í aðra áskorun.

Bæði Manchester City og Manchester United hafa verið orðuð við landsliðsfyrirliðann en ítalski fjölmiðillinn Tuttosport greinir frá því að Juventus gæti orðið næsti áfangastaður Kane.

Kane er talinn bíða betri samningur hjá báðum Manchester félögunum en hann hafi meiri áhuga á að leika fyrir ítalska stórveldið. Maurizio Sarri er nú stjóri Juventus sem er á toppnum á Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×