„Atburðarásin bendir til að eitthvað hafi mátt betur fara“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. október 2020 18:54 Ólafur Guðlaugsson smitsjúkdómalæknir og yfirmaður sýkingavarnadeilda Landspítalans stendur í ströngu þessa dagana. Vísir/Ólafur Tæplega níutíu manns hafa smitast í hópsýkingu sem tengist Landakoti. Yfirmaður sýkingavarna á spítalanum segir atburðarásina benda til að eitthvað hefði mátt betur fara í sýkingavörnum. Nú hafa 86 manns smitast í hópsýkingunni á Landakoti þar af 52 sjúklingar og eru 42 af þeim á Landspítala og 34 starfsmenn þar af eru 25 starfsmenn Landspítalans. Landspítalinn og landlæknir sendu í dag frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að spítalinn skoðar hópsýkinguna með smitrakningu og njóti í því verkefni fulltingis smitrakningarteymis almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Upplýsingamiðlun um þann lærdóm verði fumlaus þegar þar að kemur. Þá er bent á að að það þurfi að skapa mannauðnum þar nauðsynlegun vinnufrið og honum sé veitt sú virðing sem hann eigi skilið. Ólafur Guðlaugsson smitsjúkdómalæknir og yfirmaður sýkingavarnadeilda Landspítalans segir ítarlega rannsókn í gangi á hvað gerðist. Aðspurður um hvort sýkingavörnum á Landakoti hafi verið áfátt segir Ólafur: „Það er ekki augljóst að svo komnu máli en auðvitað bendir atburðarásin á að eitthvað hafi mátt betur fara já,“ segir Ólafur. Fram hefur komið að í upphafi hópsmitsins á Landakoti hafi bæði sjúklingur og heilbrigðisstarfsmaður þar greinst nánast samtímis með veiruna. Ólafur segir að oft sé ekki hægt að finna eina orsök á hópsmiti. „Það verður að segjast eins og er að það finnst ekki alltaf ein orsök fyrir hópsmiti. Þetta eru samskipti fjölda manns. Í fyrri uppákomum sem hafa orðið hér á spítalanum má segja að skýringarnar hafi verið alls konar,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Segja engan fót fyrir ágreiningi um athugun á hópsýkingu Landspítali og Embætti landlæknis segja Landspítala skoða hópsýkinguna á Landakoti með smitrakningu og njóti í því verkefni fulltingis smitrakningarteymis almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Af niðurstöðu þeirrar vinnu verði lærdómur dreginn. 27. október 2020 15:14 Telur allt í eðilegu ferli varðandi sýkinguna á Landakoti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsmál að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti. 27. október 2020 13:18 Hátt í níutíu smit tengjast Landakoti Hátt í níutíu manns hafa nú smitast frá því hópsýking á Landakoti hófst. Sóttvarnalæknir segir tíu hafa bæst í hóp smitaðra í gær og að ekki sé búið að ná utan um sýkinguna. 27. október 2020 12:06 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Tæplega níutíu manns hafa smitast í hópsýkingu sem tengist Landakoti. Yfirmaður sýkingavarna á spítalanum segir atburðarásina benda til að eitthvað hefði mátt betur fara í sýkingavörnum. Nú hafa 86 manns smitast í hópsýkingunni á Landakoti þar af 52 sjúklingar og eru 42 af þeim á Landspítala og 34 starfsmenn þar af eru 25 starfsmenn Landspítalans. Landspítalinn og landlæknir sendu í dag frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að spítalinn skoðar hópsýkinguna með smitrakningu og njóti í því verkefni fulltingis smitrakningarteymis almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Upplýsingamiðlun um þann lærdóm verði fumlaus þegar þar að kemur. Þá er bent á að að það þurfi að skapa mannauðnum þar nauðsynlegun vinnufrið og honum sé veitt sú virðing sem hann eigi skilið. Ólafur Guðlaugsson smitsjúkdómalæknir og yfirmaður sýkingavarnadeilda Landspítalans segir ítarlega rannsókn í gangi á hvað gerðist. Aðspurður um hvort sýkingavörnum á Landakoti hafi verið áfátt segir Ólafur: „Það er ekki augljóst að svo komnu máli en auðvitað bendir atburðarásin á að eitthvað hafi mátt betur fara já,“ segir Ólafur. Fram hefur komið að í upphafi hópsmitsins á Landakoti hafi bæði sjúklingur og heilbrigðisstarfsmaður þar greinst nánast samtímis með veiruna. Ólafur segir að oft sé ekki hægt að finna eina orsök á hópsmiti. „Það verður að segjast eins og er að það finnst ekki alltaf ein orsök fyrir hópsmiti. Þetta eru samskipti fjölda manns. Í fyrri uppákomum sem hafa orðið hér á spítalanum má segja að skýringarnar hafi verið alls konar,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Segja engan fót fyrir ágreiningi um athugun á hópsýkingu Landspítali og Embætti landlæknis segja Landspítala skoða hópsýkinguna á Landakoti með smitrakningu og njóti í því verkefni fulltingis smitrakningarteymis almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Af niðurstöðu þeirrar vinnu verði lærdómur dreginn. 27. október 2020 15:14 Telur allt í eðilegu ferli varðandi sýkinguna á Landakoti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsmál að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti. 27. október 2020 13:18 Hátt í níutíu smit tengjast Landakoti Hátt í níutíu manns hafa nú smitast frá því hópsýking á Landakoti hófst. Sóttvarnalæknir segir tíu hafa bæst í hóp smitaðra í gær og að ekki sé búið að ná utan um sýkinguna. 27. október 2020 12:06 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Segja engan fót fyrir ágreiningi um athugun á hópsýkingu Landspítali og Embætti landlæknis segja Landspítala skoða hópsýkinguna á Landakoti með smitrakningu og njóti í því verkefni fulltingis smitrakningarteymis almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Af niðurstöðu þeirrar vinnu verði lærdómur dreginn. 27. október 2020 15:14
Telur allt í eðilegu ferli varðandi sýkinguna á Landakoti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsmál að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti. 27. október 2020 13:18
Hátt í níutíu smit tengjast Landakoti Hátt í níutíu manns hafa nú smitast frá því hópsýking á Landakoti hófst. Sóttvarnalæknir segir tíu hafa bæst í hóp smitaðra í gær og að ekki sé búið að ná utan um sýkinguna. 27. október 2020 12:06