Norðurskautið gæti orðið íslaust að sumri innan tuttugu ára Heimir Már Pétursson skrifar 27. október 2020 19:21 Eins árs leiðangur tuga vísindamanna alls staðar að úr heiminum á Norðurskautið staðfestir að hraðar breytingar eru að eiga sér stað þar sem muni hafa mikil áhrif á veður og loftslag alls staðar í heiminum. Norðurskautið gæti orðið íslaust að sumri innan tuttugu ára. MOSAIC verkefnið er umfangsmesti vísindaleiðangur sem farinn hefur verið á Norðurskautið. Hann hófst í september í fyrra og lauk í september á þessu ári og í dag kynnti Alfred Wegener stofnunin í Þýskalandi fyrstu niðurstöðurnar á webinar hjá Arctic Circle. Ekkert svæði í heiminum hlýnar hraðar en Norðurskautið og segja vísindamenn allt sem gerist þar endurspeglast um allan heim. Þýski ísbrjótuinn Pólstjarnan var aðalbækistöð tuga vísindamanna og fjölda annarra sem að leiðangrinum komu í heilt ár.Alfred Wegener Institute/M Hoppmann Þýski ísbrjóturinn Pólstjarnan rak með ísbreiðunni allan síðasta vetur og naut stuðnings flugvéla og annarra skipa varðandi vistir og áhafnaskipti. Markus Rex leiðangursstjóri segir tugi vísindamanna alls staðar að úr heiminum hafa safnað gífurlegu magni gagna og sýna úr ísnum, hafinu og andrúmsloftinu. „Við höfum núna meiri skilning á virkni lofslagskerfa heimskautanna. Við getum framkallað virknina betur í tölvum okkar, það er að segja í loftslagslíkönum okkar. Hingað til höfum við þurft að giska á hvernig þessir ferlar eiga sér stað," segir Rex. Markus Rex leiðangursstjóri MOSIAC leiðangursins segir mannkynið enn hafa möguleika á að snúa þróuninni á Norðurskautinu við með stórfelldri minnkun losunar á gróðurhúsalofttegundumAlfred Wegener Institude/Jan Pauls Þetta muni auðvelda vísindamönnum að þróa nákvæmara spálíkan. Þá komst leiðangurinn nær norðurpólnum að vetri til en nokkru sinni hefur áður tekist eða í um 917 metra fjarlægð. „Ísinn hörfar. Á svæðinu norður af Grænland á ísinn venjulega að vera þykkur og þar á að vera margra ára gamall ís. Þar fundum við hins vegar víðáttumikil íslaus svæði. Jafnvel á sjálfum Norðurpólnum var ísinn uppleystur, mjög bráðinn og holóttur." segir Rex. Ef ekkert verði að gert geti norðurskautið orðið algerlega íslaust yfir sumarmánuðina eftir um tuttugu ár. Breytingarnar valdi veðurfarsbreytingum og ofsaveðrum um allan heim. Hugsanlega fáum við ekki íslaus sumur á heimskautssvæðinu ef við grípum til ráðstafana til að draga úr gróðurhúsalofttegundum. Settar hafa verið fram tilgátur um að þetta takist ekki en þó er ekki öll von úti," segir Markus Rex. Vísindi Veður Loftslagsmál Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Eins árs leiðangur tuga vísindamanna alls staðar að úr heiminum á Norðurskautið staðfestir að hraðar breytingar eru að eiga sér stað þar sem muni hafa mikil áhrif á veður og loftslag alls staðar í heiminum. Norðurskautið gæti orðið íslaust að sumri innan tuttugu ára. MOSAIC verkefnið er umfangsmesti vísindaleiðangur sem farinn hefur verið á Norðurskautið. Hann hófst í september í fyrra og lauk í september á þessu ári og í dag kynnti Alfred Wegener stofnunin í Þýskalandi fyrstu niðurstöðurnar á webinar hjá Arctic Circle. Ekkert svæði í heiminum hlýnar hraðar en Norðurskautið og segja vísindamenn allt sem gerist þar endurspeglast um allan heim. Þýski ísbrjótuinn Pólstjarnan var aðalbækistöð tuga vísindamanna og fjölda annarra sem að leiðangrinum komu í heilt ár.Alfred Wegener Institute/M Hoppmann Þýski ísbrjóturinn Pólstjarnan rak með ísbreiðunni allan síðasta vetur og naut stuðnings flugvéla og annarra skipa varðandi vistir og áhafnaskipti. Markus Rex leiðangursstjóri segir tugi vísindamanna alls staðar að úr heiminum hafa safnað gífurlegu magni gagna og sýna úr ísnum, hafinu og andrúmsloftinu. „Við höfum núna meiri skilning á virkni lofslagskerfa heimskautanna. Við getum framkallað virknina betur í tölvum okkar, það er að segja í loftslagslíkönum okkar. Hingað til höfum við þurft að giska á hvernig þessir ferlar eiga sér stað," segir Rex. Markus Rex leiðangursstjóri MOSIAC leiðangursins segir mannkynið enn hafa möguleika á að snúa þróuninni á Norðurskautinu við með stórfelldri minnkun losunar á gróðurhúsalofttegundumAlfred Wegener Institude/Jan Pauls Þetta muni auðvelda vísindamönnum að þróa nákvæmara spálíkan. Þá komst leiðangurinn nær norðurpólnum að vetri til en nokkru sinni hefur áður tekist eða í um 917 metra fjarlægð. „Ísinn hörfar. Á svæðinu norður af Grænland á ísinn venjulega að vera þykkur og þar á að vera margra ára gamall ís. Þar fundum við hins vegar víðáttumikil íslaus svæði. Jafnvel á sjálfum Norðurpólnum var ísinn uppleystur, mjög bráðinn og holóttur." segir Rex. Ef ekkert verði að gert geti norðurskautið orðið algerlega íslaust yfir sumarmánuðina eftir um tuttugu ár. Breytingarnar valdi veðurfarsbreytingum og ofsaveðrum um allan heim. Hugsanlega fáum við ekki íslaus sumur á heimskautssvæðinu ef við grípum til ráðstafana til að draga úr gróðurhúsalofttegundum. Settar hafa verið fram tilgátur um að þetta takist ekki en þó er ekki öll von úti," segir Markus Rex.
Vísindi Veður Loftslagsmál Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira