Daglegum Covid-dauðsföllum í Evrópu fer fjölgandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. október 2020 23:37 Þessi mynd er tekin á lestarstöð í París, höfuðborg Frakklands. Kórónuveirutilfellum hefur farið hratt fjölgandi í landinu, líkt og víða annars staðar í Evrópu. Julien Mattia/Anadolu Agency via Getty Daglegum dauðsföllum sem rekja má til Covid-19 hefur fjölgað um hátt í 40% milli vikna í Evrópu. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir talsmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. (WHO). Dr. Margaret Harris, talsmaður WHO, segir að daglegum nýgreiningum veirunnar í Frakklandi, Bretlandi, Hollandi, Rússlandi og á Spáni hefði fjölgað um þriðjung milli vikna. Sagði hún það áhyggjuefni að gjörgæsludeildir spítala víða um álfunna væru nú að fyllast af mjög veiku fólki. „Yfir Evrópu sjáum við mjög skarpa og hættulega aukningu í dauðsföllum og nýgreindum einstaklingum,“ hefur BBC eftir Harris. Hún segir þá að áhrif þeirra hertu samfélagslegu aðgerða sem gripið hefur verið til í fjölda ríkja muni ekki koma í ljós fyrr en að tveimur vikum liðnum. „Það mun draga úr tíðni nýgreindra, en það gerist ekki á einni nóttu.“ Önnur bylgja frábrugðin þeirri fyrstu Þegar Harris var spurð hvort önnur bylgja veirunnar, sem nú ríður yfir Evrópu, yrði verri en sú fyrsta sagði hún að áhrifin yrðu annars konar. „Góðu fréttirnar eru þær að spítalar eru nú betur í stakk búnir og búa yfir meiri þekkingu á því sem er í gangi. Hin hliðin á sama pening er sú að unnið hefur verið hörðum höndum ótrúlega lengi og þeir [heilbrigðisstarfsmenn] vita að það sem er fram undan verður erfitt.“ Hún sagði þá að þeir hópar sem væru að veikjast í Evrópu væru yngri en í fyrstu bylgjunni. Því mætti leiða líkum að því að fólk sem tilheyrir þeim hópi yrði ekki jafn veikt. Það væri þó alls ekki öruggt. „Þessir þættir benda til þess að við munum ekki sjá jafn hræðilega fjölgun dauðsfalla líkt og í apríl,“ sagði Harris. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Neyðarástand á Spáni og útgöngubanni komið á Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Spáni vegna kórónuveirufaraldursins sem þar geisar og útgöngubanni um nætur hefur verið komið á. 26. október 2020 06:50 Staðan í Evrópu geti versnað hratt Dagleg dauðsföll af völdum Covid-19 í Evrópu eru um fimm sinnum færri en þau voru í fyrstu bylgju faraldursins í mars og apríl. Yfirmaður WHO í Evrópu segir þrátt fyrir það að ekki sé tilefni til bjartsýni. 15. október 2020 23:17 Heilbrigðisstarfsfólk beðið um að vinna þrátt fyrir að vera með veiruna Heilbrigðisstarfsfólk í borginni Liège í Belgíu hefur verið beðið um að halda áfram störfum þrátt fyrir að það kunni að greinast með Covid-19. 26. október 2020 23:25 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Daglegum dauðsföllum sem rekja má til Covid-19 hefur fjölgað um hátt í 40% milli vikna í Evrópu. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir talsmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. (WHO). Dr. Margaret Harris, talsmaður WHO, segir að daglegum nýgreiningum veirunnar í Frakklandi, Bretlandi, Hollandi, Rússlandi og á Spáni hefði fjölgað um þriðjung milli vikna. Sagði hún það áhyggjuefni að gjörgæsludeildir spítala víða um álfunna væru nú að fyllast af mjög veiku fólki. „Yfir Evrópu sjáum við mjög skarpa og hættulega aukningu í dauðsföllum og nýgreindum einstaklingum,“ hefur BBC eftir Harris. Hún segir þá að áhrif þeirra hertu samfélagslegu aðgerða sem gripið hefur verið til í fjölda ríkja muni ekki koma í ljós fyrr en að tveimur vikum liðnum. „Það mun draga úr tíðni nýgreindra, en það gerist ekki á einni nóttu.“ Önnur bylgja frábrugðin þeirri fyrstu Þegar Harris var spurð hvort önnur bylgja veirunnar, sem nú ríður yfir Evrópu, yrði verri en sú fyrsta sagði hún að áhrifin yrðu annars konar. „Góðu fréttirnar eru þær að spítalar eru nú betur í stakk búnir og búa yfir meiri þekkingu á því sem er í gangi. Hin hliðin á sama pening er sú að unnið hefur verið hörðum höndum ótrúlega lengi og þeir [heilbrigðisstarfsmenn] vita að það sem er fram undan verður erfitt.“ Hún sagði þá að þeir hópar sem væru að veikjast í Evrópu væru yngri en í fyrstu bylgjunni. Því mætti leiða líkum að því að fólk sem tilheyrir þeim hópi yrði ekki jafn veikt. Það væri þó alls ekki öruggt. „Þessir þættir benda til þess að við munum ekki sjá jafn hræðilega fjölgun dauðsfalla líkt og í apríl,“ sagði Harris.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Neyðarástand á Spáni og útgöngubanni komið á Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Spáni vegna kórónuveirufaraldursins sem þar geisar og útgöngubanni um nætur hefur verið komið á. 26. október 2020 06:50 Staðan í Evrópu geti versnað hratt Dagleg dauðsföll af völdum Covid-19 í Evrópu eru um fimm sinnum færri en þau voru í fyrstu bylgju faraldursins í mars og apríl. Yfirmaður WHO í Evrópu segir þrátt fyrir það að ekki sé tilefni til bjartsýni. 15. október 2020 23:17 Heilbrigðisstarfsfólk beðið um að vinna þrátt fyrir að vera með veiruna Heilbrigðisstarfsfólk í borginni Liège í Belgíu hefur verið beðið um að halda áfram störfum þrátt fyrir að það kunni að greinast með Covid-19. 26. október 2020 23:25 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Neyðarástand á Spáni og útgöngubanni komið á Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Spáni vegna kórónuveirufaraldursins sem þar geisar og útgöngubanni um nætur hefur verið komið á. 26. október 2020 06:50
Staðan í Evrópu geti versnað hratt Dagleg dauðsföll af völdum Covid-19 í Evrópu eru um fimm sinnum færri en þau voru í fyrstu bylgju faraldursins í mars og apríl. Yfirmaður WHO í Evrópu segir þrátt fyrir það að ekki sé tilefni til bjartsýni. 15. október 2020 23:17
Heilbrigðisstarfsfólk beðið um að vinna þrátt fyrir að vera með veiruna Heilbrigðisstarfsfólk í borginni Liège í Belgíu hefur verið beðið um að halda áfram störfum þrátt fyrir að það kunni að greinast með Covid-19. 26. október 2020 23:25