Með ósanngjarnt forskot í baráttunni við Ísland? Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2020 13:01 Ísland á eftir útileiki við Slóvakíu og Ungverjaland í undankeppninni, og svo hugsanlega umspil í apríl. vísir/vilhelm Nú er ljóst að úrslit í öðrum riðlum undankeppni EM kvenna í fótbolta ráða miklu um möguleika Íslands á að komast á lokamótið í Englandi. Eftir tap Íslands gegn Svíþjóð í gær hafa Svíar tryggt sér efsta sæti F-riðils og farseðilinn til Englands. Það hafa Norðmenn, Danir, Hollendingar og Þjóðverjar einnig gert, sem og auðvitað ensku gestgjafarnir. Sænska landsliðið var klárt með EM-borðann eftir sigurinn á Íslandi í gær.Instagram/@asllani9 Sex þjóðir eru því komnar á EM en tíu sæti eru enn laus. Ísland berst nú um að ná einu þeirra. Ísland á eftir útileiki við Slóvakíu og Ungverjaland eftir mánuð. Slóvakar geta enn náð 2. sæti af Íslandi en þurfa þá væntanlega að vinna Ísland og Svíþjóð í lokaleikjum sínum. Leikið er í níu undanriðlum og komast þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti beint á EM, en sex lið fara í umspil. Misjafnt er hve mikið hefur verið spilað í riðlunum en stöðuna í baráttunni um þrjú örugg sæti á EM má sjá hér að neðan: Liðin í 2. sæti í undanriðlunum níu. Þrjú lið með bestan árangur komast beint á EM en hin sex fara í umspil. Ísland er í 5. sæti sem stendur en hefur það fram yfir mörg hinna liðanna að hafa lokið báðum leikjum sínum við besta lið riðilsins.Wikipedia Hafa ber í huga að Ísland hefur lokið báðum leikjunum við besta lið síns riðils, Svíþjóð, og það að hafa náð í eitt stig úr þeim leikjum gæti reynst gulls ígildi í baráttunni við aðra riðla. Liðin í einum riðli vita lokastöðuna í öðrum riðlum Undankeppninni lýkur nánast allri 1. desember en þá er ekki víst að örlög Íslands verði ráðin. Liðin í E-riðli ljúka nefnilega ekki sinni keppni fyrr en í febrúar. Þau urðu sammála um að fresta leikjum sem áttu að vera í september, vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á leikform leikmanna, og UEFA gaf leyfi fyrir frestuninni. Í E-riðli eru Finnar nú efstir en Portúgalar og Skotar einnig í harðri baráttu um efstu tvö sætin. Það hjálpar Íslandi að þrjú góð lið geti þarna tekið stig hvert af öðru, en það gæti sem sagt verið að það skýrist ekki fyrr en í febrúar hvaða þrjú lið fara beint á EM með bestan árangur í 2. sæti. Finnland, Portúgal og Skotland munu því vita fyrir lokaleiki sína hvaða árangur dugar liði í 2. sæti til að komast beint á EM. Finnar gætu til að mynda vitað hversu mörg mörk þeir þyrftu að skora gegn botnliði Kýpverja í lokaumferðinni. Umspilið í apríl Verði Ísland í hópi þeirra sex þjóða sem enda í 2. sæti síns riðils en þurfa að fara í umspil, mun liðið leika í því umspili 5.-13. apríl næstkomandi. Leikin verða þrjú einvígi, með leikjum heima og að heiman, og kemst sigurvegari hvers einvígis á EM sem fram fer í Englandi sumarið 2022. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir „Langt tímabil en endar vonandi á því að við tryggjum farseðilinn á EM“ „Þetta er eiginlega drullufúlt,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður íslenska landsliðsins, við Vísi eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð ytra í kvöld. 27. október 2020 20:12 Sara Björk: Í fyrri leiknum risum við upp en í dag fannst mér við detta niður Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, var svekkt eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð í Gautaborg í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni EM 2021. 27. október 2020 19:49 „Vorum of ragar að taka í gikkinn“ Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari Íslands, sagðist svekktur eftir 2-0 tap íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2021 sem fer fram í Englandi. 27. október 2020 19:42 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Sjá meira
Nú er ljóst að úrslit í öðrum riðlum undankeppni EM kvenna í fótbolta ráða miklu um möguleika Íslands á að komast á lokamótið í Englandi. Eftir tap Íslands gegn Svíþjóð í gær hafa Svíar tryggt sér efsta sæti F-riðils og farseðilinn til Englands. Það hafa Norðmenn, Danir, Hollendingar og Þjóðverjar einnig gert, sem og auðvitað ensku gestgjafarnir. Sænska landsliðið var klárt með EM-borðann eftir sigurinn á Íslandi í gær.Instagram/@asllani9 Sex þjóðir eru því komnar á EM en tíu sæti eru enn laus. Ísland berst nú um að ná einu þeirra. Ísland á eftir útileiki við Slóvakíu og Ungverjaland eftir mánuð. Slóvakar geta enn náð 2. sæti af Íslandi en þurfa þá væntanlega að vinna Ísland og Svíþjóð í lokaleikjum sínum. Leikið er í níu undanriðlum og komast þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti beint á EM, en sex lið fara í umspil. Misjafnt er hve mikið hefur verið spilað í riðlunum en stöðuna í baráttunni um þrjú örugg sæti á EM má sjá hér að neðan: Liðin í 2. sæti í undanriðlunum níu. Þrjú lið með bestan árangur komast beint á EM en hin sex fara í umspil. Ísland er í 5. sæti sem stendur en hefur það fram yfir mörg hinna liðanna að hafa lokið báðum leikjum sínum við besta lið riðilsins.Wikipedia Hafa ber í huga að Ísland hefur lokið báðum leikjunum við besta lið síns riðils, Svíþjóð, og það að hafa náð í eitt stig úr þeim leikjum gæti reynst gulls ígildi í baráttunni við aðra riðla. Liðin í einum riðli vita lokastöðuna í öðrum riðlum Undankeppninni lýkur nánast allri 1. desember en þá er ekki víst að örlög Íslands verði ráðin. Liðin í E-riðli ljúka nefnilega ekki sinni keppni fyrr en í febrúar. Þau urðu sammála um að fresta leikjum sem áttu að vera í september, vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á leikform leikmanna, og UEFA gaf leyfi fyrir frestuninni. Í E-riðli eru Finnar nú efstir en Portúgalar og Skotar einnig í harðri baráttu um efstu tvö sætin. Það hjálpar Íslandi að þrjú góð lið geti þarna tekið stig hvert af öðru, en það gæti sem sagt verið að það skýrist ekki fyrr en í febrúar hvaða þrjú lið fara beint á EM með bestan árangur í 2. sæti. Finnland, Portúgal og Skotland munu því vita fyrir lokaleiki sína hvaða árangur dugar liði í 2. sæti til að komast beint á EM. Finnar gætu til að mynda vitað hversu mörg mörk þeir þyrftu að skora gegn botnliði Kýpverja í lokaumferðinni. Umspilið í apríl Verði Ísland í hópi þeirra sex þjóða sem enda í 2. sæti síns riðils en þurfa að fara í umspil, mun liðið leika í því umspili 5.-13. apríl næstkomandi. Leikin verða þrjú einvígi, með leikjum heima og að heiman, og kemst sigurvegari hvers einvígis á EM sem fram fer í Englandi sumarið 2022.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir „Langt tímabil en endar vonandi á því að við tryggjum farseðilinn á EM“ „Þetta er eiginlega drullufúlt,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður íslenska landsliðsins, við Vísi eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð ytra í kvöld. 27. október 2020 20:12 Sara Björk: Í fyrri leiknum risum við upp en í dag fannst mér við detta niður Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, var svekkt eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð í Gautaborg í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni EM 2021. 27. október 2020 19:49 „Vorum of ragar að taka í gikkinn“ Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari Íslands, sagðist svekktur eftir 2-0 tap íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2021 sem fer fram í Englandi. 27. október 2020 19:42 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Sjá meira
„Langt tímabil en endar vonandi á því að við tryggjum farseðilinn á EM“ „Þetta er eiginlega drullufúlt,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður íslenska landsliðsins, við Vísi eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð ytra í kvöld. 27. október 2020 20:12
Sara Björk: Í fyrri leiknum risum við upp en í dag fannst mér við detta niður Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, var svekkt eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð í Gautaborg í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni EM 2021. 27. október 2020 19:49
„Vorum of ragar að taka í gikkinn“ Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari Íslands, sagðist svekktur eftir 2-0 tap íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2021 sem fer fram í Englandi. 27. október 2020 19:42
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37