Sér fram á hertar aðgerðir og boðar skýrar reglur Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 28. október 2020 16:26 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á von á tillögum frá sóttvarnalækni. Nýjar reglur sem verði hertari taki væntanlega gildi 3. nóvember. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbirgðisráðherra segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni bæði í gær og í dag vegna fjölgunar smita í samfélaginu. Hún bíður eftir tillögum frá sóttvarnalækni. 86 greindust smitaðir innanlands í gær og einn lést af völdum Covid. Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir en yfirvöld séu á brúninni með að missa tökin á faraldrinum. „Það eru náttúrulega mikil vonbrigði að við skulum vera stödd á þeim stað núna að samfélagssmitum sé enn að fjölga, ofan á þetta klasasmit á Landakoti. Ég hef verið í sambandi við sóttvarnalækni bæði í gær og í dag. Býst við því að hann sé að undirbúa tillögur til mín um hertar aðgerðir.“ En hvað verður gert? Verður samkomubann hert, snúa aðgerðir að skólum eða hvað? Hefur að jafnaði fallist á tillögur Þórólfs „Þetta eru náttúrulega alltaf þessir hlutir sem þú ert að tala um. Hámarksfjöldi á stað, tiltekin starfsemi sem er heimil yrði þá heimil með takmörkunum eða bönnuð. Það er tveggja metra reglan undir öllum kringumstæðum. Það eru takmarkanir á skólahaldi. Þetta er allt saman undir. Ég hef ekki enn þá fengið minnisblaðið. En þegar Þórólfur talar um hertar aðgerðir þá veit ég að það er eitthvað af þessu eða allt.“ Á þriðja tug smita hafa komið upp í Ölduselsskóla, bæði hjá starfsfólki og nemendum.Vísir/Vilhelm Þórólfur hefur sömuleiðis talað fyrir breytingum á landamærum. Að krefjast þess að þeir sem koma frá ákveðnum löndum fari í tvöfalda skimun og eigi ekki kost á tveggja vikna sóttkví án prófs. „Ég hef að jafnaði fallist á tillögur sóttvarnalæknis og myndi gera í því tilviki líka. En það þarf að skoða þetta með lögmætiskröfuna, þ.e. þær tillögur þurfa að byggja á gildandi lögum.“ Von á nýjum reglum 3. nóvember Hún deili áhyggjum Þórólfs af fleiri smitum á landamærum. Hún útiloki ekkert í mögulegum hertum aðgerðum. Sóttvarnalæknir leggur nú grunn að nýjum tilmælum til ráðherra.Vísir/Vilhelm Reglugerð fyrir höfuðborgarsvæðið gildir til 3. nóvember og fyrir landið allt til 10. nóvember. Svandís á von á því að nýjar reglur taki gildi 3. nóvember og vonast til að þær verði skýrari en þær síðustu sem ollu nokkru umstangi, meðal annars vegna munar á tilmælum sóttvarnalæknis og reglugerð ráðherra. „Við sannarlega viljum tryggja að það verði enginn misskilningur. Við höfum talað um það, sérstaklega í ljósi þess sem gerðist um þar síðustu helgi. En það er líka mikilvægt fyrir almenning og fyrir rekstraraðila að relgurnar séu eins einfaldar og skýrar og hægt er. Feli ekki í sér undanþágur upp á margar blaðsíður eða mjög flóknar reglugerðir. Því þetta varðar daglegt líf okkar allra. Ef við eigum að tryggja að samfélagið snúi bökum saman þurfum við að hafa það skýrt til hvers er ætlast.“ Kári vill loka öllum búðum nema matvöruverslunum Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, er afdráttarlaus í sínum skoðunum um til hvaða aðgerða eigi að grípa. Kári vill loka öllum verslunum nema þær sem sjá fólki fyrir mat, banna alla íþróttaiðkun innanhúss sem utan auk þess að hólfa niður skólana. Rætt var við Kára í Reykjavík síðdegis í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hópsýking á Landakoti Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbirgðisráðherra segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni bæði í gær og í dag vegna fjölgunar smita í samfélaginu. Hún bíður eftir tillögum frá sóttvarnalækni. 86 greindust smitaðir innanlands í gær og einn lést af völdum Covid. Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir en yfirvöld séu á brúninni með að missa tökin á faraldrinum. „Það eru náttúrulega mikil vonbrigði að við skulum vera stödd á þeim stað núna að samfélagssmitum sé enn að fjölga, ofan á þetta klasasmit á Landakoti. Ég hef verið í sambandi við sóttvarnalækni bæði í gær og í dag. Býst við því að hann sé að undirbúa tillögur til mín um hertar aðgerðir.“ En hvað verður gert? Verður samkomubann hert, snúa aðgerðir að skólum eða hvað? Hefur að jafnaði fallist á tillögur Þórólfs „Þetta eru náttúrulega alltaf þessir hlutir sem þú ert að tala um. Hámarksfjöldi á stað, tiltekin starfsemi sem er heimil yrði þá heimil með takmörkunum eða bönnuð. Það er tveggja metra reglan undir öllum kringumstæðum. Það eru takmarkanir á skólahaldi. Þetta er allt saman undir. Ég hef ekki enn þá fengið minnisblaðið. En þegar Þórólfur talar um hertar aðgerðir þá veit ég að það er eitthvað af þessu eða allt.“ Á þriðja tug smita hafa komið upp í Ölduselsskóla, bæði hjá starfsfólki og nemendum.Vísir/Vilhelm Þórólfur hefur sömuleiðis talað fyrir breytingum á landamærum. Að krefjast þess að þeir sem koma frá ákveðnum löndum fari í tvöfalda skimun og eigi ekki kost á tveggja vikna sóttkví án prófs. „Ég hef að jafnaði fallist á tillögur sóttvarnalæknis og myndi gera í því tilviki líka. En það þarf að skoða þetta með lögmætiskröfuna, þ.e. þær tillögur þurfa að byggja á gildandi lögum.“ Von á nýjum reglum 3. nóvember Hún deili áhyggjum Þórólfs af fleiri smitum á landamærum. Hún útiloki ekkert í mögulegum hertum aðgerðum. Sóttvarnalæknir leggur nú grunn að nýjum tilmælum til ráðherra.Vísir/Vilhelm Reglugerð fyrir höfuðborgarsvæðið gildir til 3. nóvember og fyrir landið allt til 10. nóvember. Svandís á von á því að nýjar reglur taki gildi 3. nóvember og vonast til að þær verði skýrari en þær síðustu sem ollu nokkru umstangi, meðal annars vegna munar á tilmælum sóttvarnalæknis og reglugerð ráðherra. „Við sannarlega viljum tryggja að það verði enginn misskilningur. Við höfum talað um það, sérstaklega í ljósi þess sem gerðist um þar síðustu helgi. En það er líka mikilvægt fyrir almenning og fyrir rekstraraðila að relgurnar séu eins einfaldar og skýrar og hægt er. Feli ekki í sér undanþágur upp á margar blaðsíður eða mjög flóknar reglugerðir. Því þetta varðar daglegt líf okkar allra. Ef við eigum að tryggja að samfélagið snúi bökum saman þurfum við að hafa það skýrt til hvers er ætlast.“ Kári vill loka öllum búðum nema matvöruverslunum Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, er afdráttarlaus í sínum skoðunum um til hvaða aðgerða eigi að grípa. Kári vill loka öllum verslunum nema þær sem sjá fólki fyrir mat, banna alla íþróttaiðkun innanhúss sem utan auk þess að hólfa niður skólana. Rætt var við Kára í Reykjavík síðdegis í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hópsýking á Landakoti Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira