Telja hættu á félagslegum aðskilnaði vegna hlutdeildarlána Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. október 2020 21:02 Sigríður Maack, arkitekt og stjórnarkona í Arkitektafélagi Íslands. mynd/Arnar Halldórsson Verulegar athugasemdir hafa verið gerðar við reglur um hlutdeildarlán í umsagnarferli þeirra. Félag arkitekta telur hættu á félagslegum aðskilnaði og Reykjavíkurborg telur að fáir geti nýtt úrræðið í höfuðborginni á næstu misserum. Opnað verður fyrir umsóknir um hlutdeildarlán 1. nóvember, eða á sunnudaginn. Lánin eru ætluð til fasteignakaupa fyrir þá sem teljast tekju- eða efnaminni. Fólk leggur út fyrir 5% af kaupverði, fær hefðbundið lán fyrir 65-75% og hlutdeildarlán fyrir 20-30%. Hvorki þarf að greiða afborganir né vexti af hlutdeildarláni en það þarf að greiða aftur við sölu eða eftir allt að 25 ár. Einungis er lánað fyrir nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, en á landsbyggðinni er einnig lánað fyrir eldri íbúðum. Skilyrðin eru útfærð í reglugerð, sem hefur verið til umsagnar, og samkvæmt henni má stúdíóíbúð að hámarki kosta 32 milljónir, eins herbergja íbúð rúmar 35 og þakið hækkar samhliða stærð. Samkvæmt könnun sem Reykjavíkurborg gerði við vinnslu sinnar umsagnar um drög að reglugerðinni uppfylla aðeins íbúðir í einni fasteign á höfuðborgarsvæðinu skilyrðin sem sett eru til kaupa á stúdíóíbúð og eins herbergja íbúð. Það er hagkvæmar íbúðir sem eru í byggingu í Þorpinu í Gufunesi. Þær sem verða afhentar fyrst eru hins vegar flestar seldar og þar sem enn hefur ekki verið opnað fyrir umsóknir um hlutdeildarlán er talið að lítil nýting verði á úrræðinu í hópi þeirra kaupenda. Borgin telur að úrræðið eigi einnig að eiga við um eldri íbúðir og segir útlit fyrir að fáir muni geta nýtt það á næstu árum. Arkitektafélag Íslands gerir verulegar athugasemdir og stjórnarkona segir fyrirkomulagið geta stuðlað að einsleitum hverfum þar sem lágtekjufólk sem treysti á lánin verði búsett. Það geti haft neikvæðar félagslegar afleiðingar. „Við þurfum líka að horfa á félagslega þáttinn og það getur orðið okkur samfélagslega dýrt að horfa ekki til heildarmynarinnar,“ segir Sigríður Maack, arkitekt. Í umsögn svæðisskipulagsstjóra á höfuðborgarsvæðinu segir hætt við að uppbyggingu verði beint á jaðarsvæði vegna verðmarka. Það vinni gegn skipulagi svæðisins. Arkitektar telja að setja þurfi skýr skilyrði um gæði þegar verið er að byggja hagkvæmar íbúðir.vísir/anton brink Sigríður segir vanta greiningu á aðgerðinni og telur ekki rétt að takmarka lánin við nýtt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Endurnýta eigi og virkja húsnæðið sem fyrir er þannig að nýta megi þjónstu þar í kring. Hún segir jafnframt skorta skilyrði um gæði og telur hættu á byggingarmassa sem standist ekki kröfur. „Ef þetta nýja húsnæði hefur ekki þau gæði sem við ætlumst til í dag er þetta slæm fjárfesting. Þá verða þessar íbúðir erfiðar í endursölu. Þannig fólk verður kannski verr sett en það var áður og geti ekki farið þaðan,“ segir hún. „Það er mikilvægt að vanda sig við þessa fjárfestingu og það er verið að fjárfesta fyrir almannafé. Við sitjum kannski annars uppi með byggingarmassa sem uppfyllir ekki gæðakröfur. Ef við lítum til nágrannalanda eru það fyrst og fremst gæði sem verið er að leggja áherslu á og þau eiga að teljast sjálfsögð þegar verið er að tala um hagkvæmt húsnæði, og kannski ekki síst þá,“ segir Sigríður. Húsnæðismál Alþingi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Verulegar athugasemdir hafa verið gerðar við reglur um hlutdeildarlán í umsagnarferli þeirra. Félag arkitekta telur hættu á félagslegum aðskilnaði og Reykjavíkurborg telur að fáir geti nýtt úrræðið í höfuðborginni á næstu misserum. Opnað verður fyrir umsóknir um hlutdeildarlán 1. nóvember, eða á sunnudaginn. Lánin eru ætluð til fasteignakaupa fyrir þá sem teljast tekju- eða efnaminni. Fólk leggur út fyrir 5% af kaupverði, fær hefðbundið lán fyrir 65-75% og hlutdeildarlán fyrir 20-30%. Hvorki þarf að greiða afborganir né vexti af hlutdeildarláni en það þarf að greiða aftur við sölu eða eftir allt að 25 ár. Einungis er lánað fyrir nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, en á landsbyggðinni er einnig lánað fyrir eldri íbúðum. Skilyrðin eru útfærð í reglugerð, sem hefur verið til umsagnar, og samkvæmt henni má stúdíóíbúð að hámarki kosta 32 milljónir, eins herbergja íbúð rúmar 35 og þakið hækkar samhliða stærð. Samkvæmt könnun sem Reykjavíkurborg gerði við vinnslu sinnar umsagnar um drög að reglugerðinni uppfylla aðeins íbúðir í einni fasteign á höfuðborgarsvæðinu skilyrðin sem sett eru til kaupa á stúdíóíbúð og eins herbergja íbúð. Það er hagkvæmar íbúðir sem eru í byggingu í Þorpinu í Gufunesi. Þær sem verða afhentar fyrst eru hins vegar flestar seldar og þar sem enn hefur ekki verið opnað fyrir umsóknir um hlutdeildarlán er talið að lítil nýting verði á úrræðinu í hópi þeirra kaupenda. Borgin telur að úrræðið eigi einnig að eiga við um eldri íbúðir og segir útlit fyrir að fáir muni geta nýtt það á næstu árum. Arkitektafélag Íslands gerir verulegar athugasemdir og stjórnarkona segir fyrirkomulagið geta stuðlað að einsleitum hverfum þar sem lágtekjufólk sem treysti á lánin verði búsett. Það geti haft neikvæðar félagslegar afleiðingar. „Við þurfum líka að horfa á félagslega þáttinn og það getur orðið okkur samfélagslega dýrt að horfa ekki til heildarmynarinnar,“ segir Sigríður Maack, arkitekt. Í umsögn svæðisskipulagsstjóra á höfuðborgarsvæðinu segir hætt við að uppbyggingu verði beint á jaðarsvæði vegna verðmarka. Það vinni gegn skipulagi svæðisins. Arkitektar telja að setja þurfi skýr skilyrði um gæði þegar verið er að byggja hagkvæmar íbúðir.vísir/anton brink Sigríður segir vanta greiningu á aðgerðinni og telur ekki rétt að takmarka lánin við nýtt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Endurnýta eigi og virkja húsnæðið sem fyrir er þannig að nýta megi þjónstu þar í kring. Hún segir jafnframt skorta skilyrði um gæði og telur hættu á byggingarmassa sem standist ekki kröfur. „Ef þetta nýja húsnæði hefur ekki þau gæði sem við ætlumst til í dag er þetta slæm fjárfesting. Þá verða þessar íbúðir erfiðar í endursölu. Þannig fólk verður kannski verr sett en það var áður og geti ekki farið þaðan,“ segir hún. „Það er mikilvægt að vanda sig við þessa fjárfestingu og það er verið að fjárfesta fyrir almannafé. Við sitjum kannski annars uppi með byggingarmassa sem uppfyllir ekki gæðakröfur. Ef við lítum til nágrannalanda eru það fyrst og fremst gæði sem verið er að leggja áherslu á og þau eiga að teljast sjálfsögð þegar verið er að tala um hagkvæmt húsnæði, og kannski ekki síst þá,“ segir Sigríður.
Húsnæðismál Alþingi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira