Ísak segir fimmtán ára frænda sinn vera betri en hann var á sama aldri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 09:31 Ísak Bergmann Jóhannesson í leik með unglingalandsliði Íslands. Getty/Piaras Ó Mídheach Expressen skrifar mikið um framtíð íslenska unglingalandsliðsmannsins Ísaks Bergmann Jóhannessonar sem sænska blaðið orðar við mörg af stærstu fótboltaklúbbum Evrópu. Blaðamaður Expressen gengur líka svo langt að vera búinn að finna eftirmann Ísaks hjá Norrköping og sá er kemur úr sömu fjölskyldunni ofan af Skipaskaga. Njósnari Norrköping segir frá því að tíu af stærstu klúbbum Evrópu hafa sýnt Ísaki áhuga en þessi sautján ára strákur er þegar kominn í lykilhlutverk í sænsku úrvalsdeildinni sem og í íslenska 21 árs landsliðinu. Anel Avdic á Expressen ræddi við Ísak eftir síðasta leik Norrköping þar sem vitað var af njósnara Liverpool í stúkunni. Norrköpings supertalang Isak Bergmann Johanesson scoutades av Liverpool men föredrar Manchester United: Det är drömklubben https://t.co/c97DVSLvFN— SportExpressen (@SportExpressen) October 28, 2020 Avdic var nánast búinn að ákveða það að Norrköping myndi selja Ísak Bergmann í vetur og spurði Ísak út í það hvort frændi hans Jóhannes Kristinn Bjarnason myndi jafnvel koma í staðinn fyrir hann. Ísak Bergmann og Jóhannes Kristinn eru synir bræðranna Jóhannes Karls Guðjónssonar og Bjarna Guðjónssonar sem náðu því á einum tímapunkti að spila saman með íslenska A-landsliðinu og þá var eldri bróðir þeirra Þórður einnig með. Ef marka má orð Ísaks þá gætu þeir frændur jafnvel spilað saman með íslenska A-landsliðinu í framtíðinni. View this post on Instagram Þri r ungir leikmenn spiluðu sinn fyrsta leik fyrir fe lagið þeir Birgir Steinn, Jo hannes og Valdimar Daði Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og gerði Ægir Jarl markið #allirsemeinn A post shared by KR Reykjavi k (@krreykjavik1899) on Jun 1, 2020 at 2:02pm PDT Jóhannes Kristinn Bjarnason er núna á reynslu hjá Norrköping og fær á meðan að búa hjá Ísaki frænda sínum. Hann er hér í miðjunni á myndinni hér fyrir ofan en hún var tekin þegar hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokks leik með KR. „Hann er búinn að vera að æfa með okkur í eina viku. Feður okkar eru bræður. Hann er mjög góður miðjumaður og framherji. Hann er betri en ég var þegar ég var fimmtán ára. Hann getur líka spilað frammi,“ sagði Ísak. „Hann er kannski betri en ég var þegar ég kom hingað. Það er mjög gaman að hafa hann hér. Við spiluðum fótbolta saman þegar við vorum yngri. Það er því mjög skemmtilegt að hann sé hér í Norrköping. Hann ræður vel við hraðann á æfingunum,“ sagði Ísak. „Þegar þú ferð til United, mun Jóhannes þá taka við af þér,“ spyr sænski blaðamaðurinn. Ísak hlær og svarar svo: „Við sjáum til, við sjáum til.“ Sænski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Sjá meira
Expressen skrifar mikið um framtíð íslenska unglingalandsliðsmannsins Ísaks Bergmann Jóhannessonar sem sænska blaðið orðar við mörg af stærstu fótboltaklúbbum Evrópu. Blaðamaður Expressen gengur líka svo langt að vera búinn að finna eftirmann Ísaks hjá Norrköping og sá er kemur úr sömu fjölskyldunni ofan af Skipaskaga. Njósnari Norrköping segir frá því að tíu af stærstu klúbbum Evrópu hafa sýnt Ísaki áhuga en þessi sautján ára strákur er þegar kominn í lykilhlutverk í sænsku úrvalsdeildinni sem og í íslenska 21 árs landsliðinu. Anel Avdic á Expressen ræddi við Ísak eftir síðasta leik Norrköping þar sem vitað var af njósnara Liverpool í stúkunni. Norrköpings supertalang Isak Bergmann Johanesson scoutades av Liverpool men föredrar Manchester United: Det är drömklubben https://t.co/c97DVSLvFN— SportExpressen (@SportExpressen) October 28, 2020 Avdic var nánast búinn að ákveða það að Norrköping myndi selja Ísak Bergmann í vetur og spurði Ísak út í það hvort frændi hans Jóhannes Kristinn Bjarnason myndi jafnvel koma í staðinn fyrir hann. Ísak Bergmann og Jóhannes Kristinn eru synir bræðranna Jóhannes Karls Guðjónssonar og Bjarna Guðjónssonar sem náðu því á einum tímapunkti að spila saman með íslenska A-landsliðinu og þá var eldri bróðir þeirra Þórður einnig með. Ef marka má orð Ísaks þá gætu þeir frændur jafnvel spilað saman með íslenska A-landsliðinu í framtíðinni. View this post on Instagram Þri r ungir leikmenn spiluðu sinn fyrsta leik fyrir fe lagið þeir Birgir Steinn, Jo hannes og Valdimar Daði Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og gerði Ægir Jarl markið #allirsemeinn A post shared by KR Reykjavi k (@krreykjavik1899) on Jun 1, 2020 at 2:02pm PDT Jóhannes Kristinn Bjarnason er núna á reynslu hjá Norrköping og fær á meðan að búa hjá Ísaki frænda sínum. Hann er hér í miðjunni á myndinni hér fyrir ofan en hún var tekin þegar hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokks leik með KR. „Hann er búinn að vera að æfa með okkur í eina viku. Feður okkar eru bræður. Hann er mjög góður miðjumaður og framherji. Hann er betri en ég var þegar ég var fimmtán ára. Hann getur líka spilað frammi,“ sagði Ísak. „Hann er kannski betri en ég var þegar ég kom hingað. Það er mjög gaman að hafa hann hér. Við spiluðum fótbolta saman þegar við vorum yngri. Það er því mjög skemmtilegt að hann sé hér í Norrköping. Hann ræður vel við hraðann á æfingunum,“ sagði Ísak. „Þegar þú ferð til United, mun Jóhannes þá taka við af þér,“ spyr sænski blaðamaðurinn. Ísak hlær og svarar svo: „Við sjáum til, við sjáum til.“
Sænski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Sjá meira