Umdeilda KSÍ auglýsingin verðlaunuð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2020 13:43 Í auglýsingunni birtist meðal annars griðungur sem hræðir vopnaða menn. Auglýsingastofan Brandenburg hefur verið verðlaunuð fyrir nýja ásýnd íslensku landsliðanna í knattspyrnu. Stofan vann verkefnið fyrir KSÍ og vakti auglýsingin mikil viðbrögð síðastliðið sumar. Griðungur, gammur, dreki og bergrisi voru í forgrunni auglýsingarinnar þar sem lögð var áhersla á vættirnar fjórar sem vakið hafa yfir landinu og varið fyrir óvinum. Þingmenn lýstu yfir ólíkum skoðunum sínum á auglýsingunni. Á meðan Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinar, gagnrýndi auglýsinguna á meðan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hrósaði henni í hástert: „Flott merki og myndband!“ sagði Sigmundur Davíð. „Mér finnst nú heldur mikið í lagt í nýju KSÍ-auglýsingunni að láta líf þjóðarinnar í þúsund ár snúast um að verjast grimmum innrásarherjum, og nota til þess heilaspunann úr Snorra Sturlusyni um ófreskjur sem magnaðar voru að hans sögn upp gegn útsendara Haraldar Gormssonar, og urðu svo löngu síðar að táknmyndum landsfjórðunganna undir heitinu „landvættir“. Þetta er í grundvallaratriðum röng sýn. Og það er slæmt að ýta undir hana,“ sagði Guðmundur Andri. Í tilkynningu frá Brandenburg segir að auglýsingin hafi fengið verðlaun í stórum flokki íþróttatengdra verkefna (Clio Sports Winners) ásamt Nike, Budweiser, ESPN og Adidas. Hrafn Gunnarsson og Dóri Andrésson, hönnunarstjórar á Brandenburg, fagna verðlaununum. „Þetta er dálítið eins og að fá Grammy-verðlaunin í faginu. Ferlið var langt og strangt og talsverð áskorun en á sama tíma mjög gefandi og lærdómsríkt.“ segir Dóri. „Svo erum við auðvitað afar þakklát fyrir það traust sem KSÍ hefur sýnt okkur. Dálítið eins og í fótboltanum, liðsheildin skilaði þessu alla leið,“ bætir Hrafn við. Stefán Sveinn Gunnarsson, markaðsstjóri KSÍ, tekur í sama streng. „Við erum auðvitað mjög ánægð með þessa viðurkenningu. Merkið sjálft hefur fengið frábærar viðtökur, hérlendis jafnt sem erlendis, og var auðvitað toppurinn á þeim ísjaka sem heildarendurskoðun vörumerkja KSÍ er.” Í tilkynningu frá Brandenburg segir að Clio verðlaunin, sem stofnuð voru 1959, séu með þeim virtustu á alþjóðavísu og keppi þar stærstu auglýsingastofur hvaðanæva að fyrir heimsþekkt vörumerki. Clio verðlaunin hljóti þau verk sem dómnefnd telur eftirtektarverð, faglega leyst og líkleg til að verða öðrum hvatning í faginu. Auglýsinga- og markaðsmál KSÍ Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Auglýsingastofan Brandenburg hefur verið verðlaunuð fyrir nýja ásýnd íslensku landsliðanna í knattspyrnu. Stofan vann verkefnið fyrir KSÍ og vakti auglýsingin mikil viðbrögð síðastliðið sumar. Griðungur, gammur, dreki og bergrisi voru í forgrunni auglýsingarinnar þar sem lögð var áhersla á vættirnar fjórar sem vakið hafa yfir landinu og varið fyrir óvinum. Þingmenn lýstu yfir ólíkum skoðunum sínum á auglýsingunni. Á meðan Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinar, gagnrýndi auglýsinguna á meðan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hrósaði henni í hástert: „Flott merki og myndband!“ sagði Sigmundur Davíð. „Mér finnst nú heldur mikið í lagt í nýju KSÍ-auglýsingunni að láta líf þjóðarinnar í þúsund ár snúast um að verjast grimmum innrásarherjum, og nota til þess heilaspunann úr Snorra Sturlusyni um ófreskjur sem magnaðar voru að hans sögn upp gegn útsendara Haraldar Gormssonar, og urðu svo löngu síðar að táknmyndum landsfjórðunganna undir heitinu „landvættir“. Þetta er í grundvallaratriðum röng sýn. Og það er slæmt að ýta undir hana,“ sagði Guðmundur Andri. Í tilkynningu frá Brandenburg segir að auglýsingin hafi fengið verðlaun í stórum flokki íþróttatengdra verkefna (Clio Sports Winners) ásamt Nike, Budweiser, ESPN og Adidas. Hrafn Gunnarsson og Dóri Andrésson, hönnunarstjórar á Brandenburg, fagna verðlaununum. „Þetta er dálítið eins og að fá Grammy-verðlaunin í faginu. Ferlið var langt og strangt og talsverð áskorun en á sama tíma mjög gefandi og lærdómsríkt.“ segir Dóri. „Svo erum við auðvitað afar þakklát fyrir það traust sem KSÍ hefur sýnt okkur. Dálítið eins og í fótboltanum, liðsheildin skilaði þessu alla leið,“ bætir Hrafn við. Stefán Sveinn Gunnarsson, markaðsstjóri KSÍ, tekur í sama streng. „Við erum auðvitað mjög ánægð með þessa viðurkenningu. Merkið sjálft hefur fengið frábærar viðtökur, hérlendis jafnt sem erlendis, og var auðvitað toppurinn á þeim ísjaka sem heildarendurskoðun vörumerkja KSÍ er.” Í tilkynningu frá Brandenburg segir að Clio verðlaunin, sem stofnuð voru 1959, séu með þeim virtustu á alþjóðavísu og keppi þar stærstu auglýsingastofur hvaðanæva að fyrir heimsþekkt vörumerki. Clio verðlaunin hljóti þau verk sem dómnefnd telur eftirtektarverð, faglega leyst og líkleg til að verða öðrum hvatning í faginu.
Auglýsinga- og markaðsmál KSÍ Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira