Telur réttara að veitingahúsum verði gert að loka og veita þeim styrki Sylvía Hall skrifar 30. október 2020 19:22 Hrefna Sverrisdóttir. Vísir Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, segir nýjar samkomutakmarkanir koma til með að hafa gífurleg áhrif á rekstur veitingahúsa um allt land. Til þessa hafi veitingahúsum verið leyft að starfa með miklum takmörkunum, en að hennar mati væri réttast að loka og gera þá rekstraraðilum kleift að sækja um lokunarstyrki. „Við höfum verið að starfa undir mjög hörðum sóttvarnareglum, fjöldatakmörkunum, nálægðartakmörkunum og opnunartakmörkunum undanfarnar vikur. Þetta er í rauninni svolítið punkturinn yfir i-ið og er í rauninni jafngildi lokunar,“ sagði Hrefna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir veitingamenn sammála um að það sé nauðsynlegt að ná tökum á faraldrinum fyrir desembermánuð. Hann sé gríðarlega mikilvægur og yfirleitt stærsti mánuður ársins tekjulega séð í veitingarekstri. „Það hefði verið hreinlegast finnst manni að leyfa veitingastöðum að loka og eiga þá rétt á einhverjum lokunarstyrkjum.“ Að mati Hrefnu skýtur það einnig skökku við að leyfa stöðunum að vera opnir en hlusta svo á yfirvöld mæla gegn því að fólk komi saman á slíkum stöðum. Það hafi tilfinnanlega áhrif á starfsemina, enda hafi ekki alltaf verið fullsetið þó staðirnir væru opnir. „Það er annars vegar verið að reyna að halda starfseminni opinni með þessum gríðarlegu takmörkunum og á sama tíma segir sóttvarnalæknir og fleiri að það eigi alls ekki að mæta á staðinn. Viðskiptavinirnir eru hræddir við að mæta þó svo að það sé opið. Við upplifum núna, margir staðir, að þó það væru tuttugu manns sem mættu koma þá eru ekki einu sinni tuttugu manns sem mæta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Tengdar fréttir Skynsamlegast að ná þessu niður með „leiftursókn“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. 30. október 2020 18:24 Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30 Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira
Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, segir nýjar samkomutakmarkanir koma til með að hafa gífurleg áhrif á rekstur veitingahúsa um allt land. Til þessa hafi veitingahúsum verið leyft að starfa með miklum takmörkunum, en að hennar mati væri réttast að loka og gera þá rekstraraðilum kleift að sækja um lokunarstyrki. „Við höfum verið að starfa undir mjög hörðum sóttvarnareglum, fjöldatakmörkunum, nálægðartakmörkunum og opnunartakmörkunum undanfarnar vikur. Þetta er í rauninni svolítið punkturinn yfir i-ið og er í rauninni jafngildi lokunar,“ sagði Hrefna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir veitingamenn sammála um að það sé nauðsynlegt að ná tökum á faraldrinum fyrir desembermánuð. Hann sé gríðarlega mikilvægur og yfirleitt stærsti mánuður ársins tekjulega séð í veitingarekstri. „Það hefði verið hreinlegast finnst manni að leyfa veitingastöðum að loka og eiga þá rétt á einhverjum lokunarstyrkjum.“ Að mati Hrefnu skýtur það einnig skökku við að leyfa stöðunum að vera opnir en hlusta svo á yfirvöld mæla gegn því að fólk komi saman á slíkum stöðum. Það hafi tilfinnanlega áhrif á starfsemina, enda hafi ekki alltaf verið fullsetið þó staðirnir væru opnir. „Það er annars vegar verið að reyna að halda starfseminni opinni með þessum gríðarlegu takmörkunum og á sama tíma segir sóttvarnalæknir og fleiri að það eigi alls ekki að mæta á staðinn. Viðskiptavinirnir eru hræddir við að mæta þó svo að það sé opið. Við upplifum núna, margir staðir, að þó það væru tuttugu manns sem mættu koma þá eru ekki einu sinni tuttugu manns sem mæta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Tengdar fréttir Skynsamlegast að ná þessu niður með „leiftursókn“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. 30. október 2020 18:24 Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30 Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira
Skynsamlegast að ná þessu niður með „leiftursókn“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. 30. október 2020 18:24
Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30
Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13