Hvetur sveitarfélög á Suðurlandi til framkvæmda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. október 2020 12:46 Ásgerður Kristín Gylfadóttir, nýr formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Einkasafn Nýr formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hvetur sveitarfélög á svæðinu til að vera dugleg að framkvæma og halda þannig uppi atvinnu á tímum kórónuveirunnar. Þá vill formaðurinn sjá frekari sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi. Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fór fram á fimmtudag og föstudag í gegnum fjarfundabúnað. Mörg málefni voru tekin fyrir þar sem stiklað var á stóru í hinum ýmsu málaflokkum. Nýr formaður samtakanna var kjörinn en það er Ásgerður Kristín Gylfadóttir, formaður bæjarráðs í Sveitarfélaginu Hornafirði. „Mest var talað um framtíðina, nýsköpun og hvernig við getum brugðist við þeim aðstæðum, sem við eru í samfélaginu í dag, hvernig við getum snúið vörn í sókn og skapað störf og gott mannlíf á Suðurlandi áfram,“ segir nýi formaðurinn. Ásgerður segir að nú sé vinna við fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 í gangi hjá sveitarfélögunum og vonar hún að þær áætlanir sýni áfram kraft og dugnað sveitarfélaganna á tímum kórónuveirunnar, í stað þess að draga í land og gera lítið sem ekkert. „Þetta er nú gullna spurningin, sem við erum öll að spyrja okkur og auðvitað erum við öll að skoða hvað eru lögbundnar skyldur sveitarfélaga og hverju við verðum að halda til streitu. Skilaboðin til okkar eru klárlega þau að halda áfram og halda uppi framkvæmdastigi í sveitarfélögunum en þetta hangir auðvitað saman með því hvernig fjárhagsstaðan er en hún er mjög mismunandi á milli sveitarfélaga,“ segir Ásgerður. Ásgerður segist vera sameiningarsinni sveitarfélaga og vill sjá að sveitarfélög á Suðurlandi í smærri eða stærri hópum sameinist. „Það eru náttúrulega viðræður í gangi hjá fimm sveitarfélögum á Suðurlandi og það verður spennandi að sjá hvernig það fer. Ég horfi á ýmis svæði og þar sem er mikil samlegð í verkefnum mætti fara að tala saman líka og þar kemur inn styrkir frá ríkinu í gegnum Jöfnunarsjóð við sameiningar þannig að það getur styrkt samfélagið þegar svona bjátar á eins og heimsfaraldurinn eða það sem herjar á okkur núna.“ Ársþingið var haldið í gegnum fjarfundabúnað í ár vegna Covid -19 en á síðasta árið fór þingið fram á Hótel Geysi þar sem sveitarstjórnarmenn gátu komið saman kátir og glaðir. Hér eru kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn Grímsnes og Grafningshrepps á þeim fundi. Frá vinstri, Bjarni Þorkelsson, Ása Valdís Árnadóttir, Ingibjörg Harðardóttir, Björn Kristinn Pálmarsson og Smári Bergmann Kolbeinsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Sjá meira
Nýr formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hvetur sveitarfélög á svæðinu til að vera dugleg að framkvæma og halda þannig uppi atvinnu á tímum kórónuveirunnar. Þá vill formaðurinn sjá frekari sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi. Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fór fram á fimmtudag og föstudag í gegnum fjarfundabúnað. Mörg málefni voru tekin fyrir þar sem stiklað var á stóru í hinum ýmsu málaflokkum. Nýr formaður samtakanna var kjörinn en það er Ásgerður Kristín Gylfadóttir, formaður bæjarráðs í Sveitarfélaginu Hornafirði. „Mest var talað um framtíðina, nýsköpun og hvernig við getum brugðist við þeim aðstæðum, sem við eru í samfélaginu í dag, hvernig við getum snúið vörn í sókn og skapað störf og gott mannlíf á Suðurlandi áfram,“ segir nýi formaðurinn. Ásgerður segir að nú sé vinna við fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 í gangi hjá sveitarfélögunum og vonar hún að þær áætlanir sýni áfram kraft og dugnað sveitarfélaganna á tímum kórónuveirunnar, í stað þess að draga í land og gera lítið sem ekkert. „Þetta er nú gullna spurningin, sem við erum öll að spyrja okkur og auðvitað erum við öll að skoða hvað eru lögbundnar skyldur sveitarfélaga og hverju við verðum að halda til streitu. Skilaboðin til okkar eru klárlega þau að halda áfram og halda uppi framkvæmdastigi í sveitarfélögunum en þetta hangir auðvitað saman með því hvernig fjárhagsstaðan er en hún er mjög mismunandi á milli sveitarfélaga,“ segir Ásgerður. Ásgerður segist vera sameiningarsinni sveitarfélaga og vill sjá að sveitarfélög á Suðurlandi í smærri eða stærri hópum sameinist. „Það eru náttúrulega viðræður í gangi hjá fimm sveitarfélögum á Suðurlandi og það verður spennandi að sjá hvernig það fer. Ég horfi á ýmis svæði og þar sem er mikil samlegð í verkefnum mætti fara að tala saman líka og þar kemur inn styrkir frá ríkinu í gegnum Jöfnunarsjóð við sameiningar þannig að það getur styrkt samfélagið þegar svona bjátar á eins og heimsfaraldurinn eða það sem herjar á okkur núna.“ Ársþingið var haldið í gegnum fjarfundabúnað í ár vegna Covid -19 en á síðasta árið fór þingið fram á Hótel Geysi þar sem sveitarstjórnarmenn gátu komið saman kátir og glaðir. Hér eru kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn Grímsnes og Grafningshrepps á þeim fundi. Frá vinstri, Bjarni Þorkelsson, Ása Valdís Árnadóttir, Ingibjörg Harðardóttir, Björn Kristinn Pálmarsson og Smári Bergmann Kolbeinsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Sjá meira