Erlent

Boris boðar til blaðamannafundar

Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sylvía Hall skrifa
Boris Johnson boðar til blaðamannafundar síðdegis í dag vegna kórónuveirufaraldursins.
Boris Johnson boðar til blaðamannafundar síðdegis í dag vegna kórónuveirufaraldursins. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA

Uppfært 17:00: Blaðamannafundi Boris Johnsons forsætisráðherra hefur verið frestað og er búist við því að hann hefjist upp úr klukkan 18:30. Hægt verður að fylgjast með í útsendingunni hér að neðan. 

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur boðað til blaðamannafundar nú síðdegis þar sem líklegt þykir að hann boði hertari aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. 

Hægt verður að fylgjast með fundinum hér að neðan:

Ríkisstjórn Johnson er sögð íhuga að setja á mánaðar langt útgöngubann í von um að hægt verði að slaka aftur á aðgerðum áður en jólin ganga í garð. Búist er við að skólar á öllum skólastigum verði áfram opnir en að öðru leyti verði Bretar hvattir til að halda sig heima eins og frekast er unnt.

Í Bretlandi líkt og víðast hvar í Evrópu hefur faraldurinn verið á mikilli uppleið. Fjöldi látinna á Bretlandseyjum gæti náð 4.000 á einum degi samkvæmt spálíkönum.

Þegar mest lét í fyrstu bylgju faraldursins í Bretlandi í vor létust fleiri en þúsund á hverjum degi. Smituðum hefur fjölgað hratt á Englandi á undanförnu og er gífurlegt álag á sjúkrahúsum.

Blaðamannafundur Johnson átti að hefjast klukkan fjögur en var frestað um klukkustund. Breski landlæknirinn Chris Whittey verður á fundinum auk Johnson auk Patrick Vallance, ráðgjafa ríkisstjórnarinnar um vísindi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×