Endurkoma hjá Guðbjörgu, Kjartan sá rautt og stoðsending frá Arnóri í Rússlandi Anton Ingi Leifsson skrifar 1. nóvember 2020 15:23 Endurkoma hjá Guðbjörgu í dag. Eric Verhoeven/Soccrates Guðbjörg Gunnarsdóttir var mætt aftur í markið hjá Djurgården í dag í sænska boltanum en Guðbjörg eignaðist tvíbura fyrr á árinu. Guðbjörg stóð í markinu því í fyrsta sinn á þessari leiktíð en hún hafði leikið fyrir U19-ára lið félagsins fyrr á leiktíðinni. Djurgården tapaði 3-2 gegn Eskilstuna á heimavelli en Guðrún Arnardóttir stóð vaktina í vörn Djurgården sem er með tuttugu stig í tíunda sæti deildarinnar, stigi fyrir ofan fallsætið. Ísak Bergmann Jóhannesson átti þátt í marki Norrköping í 2-1 tapi gegn Elfsborg á útivelli. Ísak spilaði allan leikinn fyrir Norrköping sem er í 4. sæti deildarinnar. Elfsborg er í öðru sætinu. 11' MÅL!!!!! Isak Bergmann Johannesson petar till Sead som dunkar upp bollen i nättaket. #IFEIFK | 0-1 | #ifknorrköping — IFK Norrköping (@ifknorrkoping) November 1, 2020 Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn fyrir Rosengård sem vann 5-1 sigur á Uppsala. Anna Rakel Pétursdóttir spilaði síðasta stundarfjórðunginn fyrir Uppsala sem er á botninum en Rosengård er í 2. sætinu. Elísabet Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Kristinastads unnu 4-0 stórsigur á Vittsjö á heimavelli í dag. Svava Rós Guðmundsdóttir er á meiðslalistanum en Kristianstads er í 3. sæti deildainnar, sex stigum frá toppsætinu og tveimur stigum frá öðru sætinu. OB vann sigur á Horsens í Íslendingaslag í danska boltanum í dag. Fyrsta og eina mark leiksins kom á ellefu mínútu er Emmanuel Sabbi skoraði sigurmark OB. Kjartan Henry Finnbogason fékk að líta rauða spjaldið á 55. mínútu eftir tæklingu. Atvikið var skoðað í VAR. Jonas Dal vil nok føle, at VAR igen var mod Horsens, men det handler også om, at spillerne selv tager ansvar inde på banen. Tingene bliver set i gennem, og i dag var det røde kort til Finnbogason helt på sin plads #boksen #obach #sldk #eurosportdk #dplay— Casper Høygård (@CasperHoygard) November 1, 2020 Aron Elís Þrándarson kom inn af bekknum hjá OB er 82 mínútur voru á klukkunni en Sveinn Aron Guðjohnsen var ekki með hjá OB. Ágúst Eðvald Hlynsson var ekki í leikmannahópi Horsens sem er á botninum með tvö stig. OB er í sjöunda sætinu með tíu stig. Arnór Sigurðsson lagði upp sigurmark CSKA Moskvu er liðið vann 1-0 sigur á Volgograd í Rússlandi. Sigurmarkið kom fjórum mínútum fyrir leikhlé en Arnór var tekinn af velli á 70. mínútu. Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn í vörninni en CSKA er á toppi deildarinnar. #CSKA line-up for the game against Rotor pic.twitter.com/beXEa56ptX— PFC CSKA Moscow (@PFCCSKA_en) November 1, 2020 Danski boltinn Sænski boltinn Rússneski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Elísabet stýrði Belgum til sigurs KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir var mætt aftur í markið hjá Djurgården í dag í sænska boltanum en Guðbjörg eignaðist tvíbura fyrr á árinu. Guðbjörg stóð í markinu því í fyrsta sinn á þessari leiktíð en hún hafði leikið fyrir U19-ára lið félagsins fyrr á leiktíðinni. Djurgården tapaði 3-2 gegn Eskilstuna á heimavelli en Guðrún Arnardóttir stóð vaktina í vörn Djurgården sem er með tuttugu stig í tíunda sæti deildarinnar, stigi fyrir ofan fallsætið. Ísak Bergmann Jóhannesson átti þátt í marki Norrköping í 2-1 tapi gegn Elfsborg á útivelli. Ísak spilaði allan leikinn fyrir Norrköping sem er í 4. sæti deildarinnar. Elfsborg er í öðru sætinu. 11' MÅL!!!!! Isak Bergmann Johannesson petar till Sead som dunkar upp bollen i nättaket. #IFEIFK | 0-1 | #ifknorrköping — IFK Norrköping (@ifknorrkoping) November 1, 2020 Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn fyrir Rosengård sem vann 5-1 sigur á Uppsala. Anna Rakel Pétursdóttir spilaði síðasta stundarfjórðunginn fyrir Uppsala sem er á botninum en Rosengård er í 2. sætinu. Elísabet Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Kristinastads unnu 4-0 stórsigur á Vittsjö á heimavelli í dag. Svava Rós Guðmundsdóttir er á meiðslalistanum en Kristianstads er í 3. sæti deildainnar, sex stigum frá toppsætinu og tveimur stigum frá öðru sætinu. OB vann sigur á Horsens í Íslendingaslag í danska boltanum í dag. Fyrsta og eina mark leiksins kom á ellefu mínútu er Emmanuel Sabbi skoraði sigurmark OB. Kjartan Henry Finnbogason fékk að líta rauða spjaldið á 55. mínútu eftir tæklingu. Atvikið var skoðað í VAR. Jonas Dal vil nok føle, at VAR igen var mod Horsens, men det handler også om, at spillerne selv tager ansvar inde på banen. Tingene bliver set i gennem, og i dag var det røde kort til Finnbogason helt på sin plads #boksen #obach #sldk #eurosportdk #dplay— Casper Høygård (@CasperHoygard) November 1, 2020 Aron Elís Þrándarson kom inn af bekknum hjá OB er 82 mínútur voru á klukkunni en Sveinn Aron Guðjohnsen var ekki með hjá OB. Ágúst Eðvald Hlynsson var ekki í leikmannahópi Horsens sem er á botninum með tvö stig. OB er í sjöunda sætinu með tíu stig. Arnór Sigurðsson lagði upp sigurmark CSKA Moskvu er liðið vann 1-0 sigur á Volgograd í Rússlandi. Sigurmarkið kom fjórum mínútum fyrir leikhlé en Arnór var tekinn af velli á 70. mínútu. Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn í vörninni en CSKA er á toppi deildarinnar. #CSKA line-up for the game against Rotor pic.twitter.com/beXEa56ptX— PFC CSKA Moscow (@PFCCSKA_en) November 1, 2020
Danski boltinn Sænski boltinn Rússneski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Elísabet stýrði Belgum til sigurs KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Sjá meira