Skýra þarf reglur um fjölda í verslunum Birgir Olgeirsson skrifar 1. nóvember 2020 18:47 Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, hefur sent skilaboð til yfirmanna í lögreglunni að fjöldatakmarkanir í verslunum og þjónustu miðast við fjölda viðskiptavina. Greint hefur verið frá því að lögreglu hafi borist tilkynningar um að verslanir fari ekki eftir reglum um fjöldatakmarkanir og grímuskyldu. Víðir segir í skilaboðum sínum til yfirmanna í lögreglunni að ekki hafi verið kveðið á með skýrum hætti um fjölda í verslunum í reglugerð heilbrigðisráðherra um fjöldatakmarkanir. Áhöld voru um hvort að fjöldatakmarkanir í verslunum miðuðust við samanlagðan fjölda starfsmanna og viðskiptavina eða þá einungis viðskiptavina. Hið rétta er, samkvæmt Víði, að fjöldatakmarkanir í verslunum og þjónustu miðast við viðskiptavini. „Það er afar óheppilegt þegar svona stjórnvaldstilmæli eru jafn íþyngjandi og þessi eru, að þau séu ekki þannig úr garði gerð að það sé hafið yfir vafa hvernig á að fylgja þeim, bæði fyrir þá sem eiga að framfylgja þeim og þá sem eiga að fara eftir þeim,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar- og þjónustu. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Andrés segir að það sé því skiljanlegt að lögreglumenn hafi gagnrýnt verslunarmenn í fjölmiðlum fyrir að fara ekki eftir reglum um fjöldatakmarkanir og grímuskyldu í verslunum, því reglurnar hafi ekki verið skýrar. „Við gagnrýnum það á móti að stjórnvaldsfyrirmælin, sem þessi reglugerð er, hafi ekki verið nægjanleg skýr og ákvæði um grímuskylduna hafi ekki verið nógu vel kynnt af hálfu stjórnvalda. Við sendum út tilkynningu til okkar félagsmanna til að skýra út fyrir þeim eins vel og hægt var hvað í þessu fælist, en til að það sé hægt þurfa fyrirmælin sem við byggjum á að vera skýr og ótvíræð.“ Reglurnar í dag eru þannig að allar samkomur eru takmarkaðar við tíu manns. Hins vegar er lyfja- og matvöruverslunum heimilt að hafa allt að 50 viðskiptavini inni í einu. Aðrar verslanir mega aðeins hafa tíu viðskiptavini inni hjá sér. Sem þýðir að byggingavöruverslanir mega aðeins hafa tíu viðskiptavini inni hjá sér í einu. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins fellur hins vegar í flokk matvælaverslana því áfengi er skilgreint sem matvæli í lögum. Því mega 50 viðskiptavinir vera inni í verslunum ÁTVR í einu. Verslun Samkomubann á Íslandi Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, hefur sent skilaboð til yfirmanna í lögreglunni að fjöldatakmarkanir í verslunum og þjónustu miðast við fjölda viðskiptavina. Greint hefur verið frá því að lögreglu hafi borist tilkynningar um að verslanir fari ekki eftir reglum um fjöldatakmarkanir og grímuskyldu. Víðir segir í skilaboðum sínum til yfirmanna í lögreglunni að ekki hafi verið kveðið á með skýrum hætti um fjölda í verslunum í reglugerð heilbrigðisráðherra um fjöldatakmarkanir. Áhöld voru um hvort að fjöldatakmarkanir í verslunum miðuðust við samanlagðan fjölda starfsmanna og viðskiptavina eða þá einungis viðskiptavina. Hið rétta er, samkvæmt Víði, að fjöldatakmarkanir í verslunum og þjónustu miðast við viðskiptavini. „Það er afar óheppilegt þegar svona stjórnvaldstilmæli eru jafn íþyngjandi og þessi eru, að þau séu ekki þannig úr garði gerð að það sé hafið yfir vafa hvernig á að fylgja þeim, bæði fyrir þá sem eiga að framfylgja þeim og þá sem eiga að fara eftir þeim,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar- og þjónustu. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Andrés segir að það sé því skiljanlegt að lögreglumenn hafi gagnrýnt verslunarmenn í fjölmiðlum fyrir að fara ekki eftir reglum um fjöldatakmarkanir og grímuskyldu í verslunum, því reglurnar hafi ekki verið skýrar. „Við gagnrýnum það á móti að stjórnvaldsfyrirmælin, sem þessi reglugerð er, hafi ekki verið nægjanleg skýr og ákvæði um grímuskylduna hafi ekki verið nógu vel kynnt af hálfu stjórnvalda. Við sendum út tilkynningu til okkar félagsmanna til að skýra út fyrir þeim eins vel og hægt var hvað í þessu fælist, en til að það sé hægt þurfa fyrirmælin sem við byggjum á að vera skýr og ótvíræð.“ Reglurnar í dag eru þannig að allar samkomur eru takmarkaðar við tíu manns. Hins vegar er lyfja- og matvöruverslunum heimilt að hafa allt að 50 viðskiptavini inni í einu. Aðrar verslanir mega aðeins hafa tíu viðskiptavini inni hjá sér. Sem þýðir að byggingavöruverslanir mega aðeins hafa tíu viðskiptavini inni hjá sér í einu. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins fellur hins vegar í flokk matvælaverslana því áfengi er skilgreint sem matvæli í lögum. Því mega 50 viðskiptavinir vera inni í verslunum ÁTVR í einu.
Verslun Samkomubann á Íslandi Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira