Nýr þjálfari Ragnars skildi gamla vinnuveitendur eftir furðu lostna Sindri Sverrisson skrifar 2. nóvember 2020 15:00 Ragnar Sigurðsson er kominn með nýjan þjálfara í Danmörku. Samningur Ragnars við FCK er til næsta sumars. VÍSIR/GETTY Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson er kominn með nýjan þjálfara hjá danska knattspyrnuliðinu FC Kaupmannahöfn. Þjálfarinn skildi sína gömlu vinnuveitendur eftir gapandi af undrun. FCK hóf nýtt keppnistímabil illa í haust og rak þjálfarann Ståle Solbakken, sem stýrt hafði danska stórveldinu um langt árabil. Leit hefur staðið yfir að arftaka hans síðustu vikur og í dag var Jess Thorup kynntur sem nýr þjálfari liðsins. F.C. København er blevet enige med Jess Thorup om en fire-årig aftale, der gør Thorup til cheftræner for Løverne frem til sommeren 2024 #fcklive https://t.co/BAzFYAmR6I— F.C. København (@FCKobenhavn) November 2, 2020 Athygli vekur að aðeins einn og hálfur mánuður er síðan að Thorup, sem er fimmtugur Dani, tók við belgíska liðinu Genk. Þegar tilboðið frá FCK barst hugsaði hann sig ekki tvisvar um enda þjálfastarfið hjá FCK „stærsta tækifærið sem í boði er í skandinavískum fótbolta,“ að hans mati. Í yfirlýsingu frá Genk segir: „Félagið er bæði hissa og vonsvikið og svekkt yfir að Jess skuli yfirgefa okkur fyrir aðra áskorun eftir svo stuttan tíma og nokkur frábær úrslit.“ Eftir sigra í síðustu tveimur leikjum, þrátt fyrir að vera án Ragnars vegna meiðsla, er FCK með 10 stig í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, eftir sjö leiki. Liðið er þremur stigum á eftir efstu liðum. Jess Thorup hefur starfað í Belgíu frá árinu 2018 en hann stýrði Gent áður en hann tók við Genk fyrir skömmu. Thorup þjálfaði FC Midtjylland með afar góðum árangri árin 2015-2018, og skildi við liðið sem Danmerkurmeistara. Hann þjálfaði áður U21-landslið Danmerkur 2013-2015, meðal annars í leikjum við Ísland, og enn fyrr lið Esbjerg. Danski boltinn Tengdar fréttir Krísa í Kaupmannahöfn Það er ekki bjart yfir FCK, danska stórveldinu, þessa daganna. Liðið er með fjögur stig eftir fyrstu fimm leikina í danska boltanum, er úr leik í Evrópudeildinni og búið að reka stjórann til margra ára úr starfi. 20. október 2020 07:30 Fyrrum stjóri Ragnars sagður hafa verið rekinn því leikmennirnir voru ekki lengur á hans bandi Ekstra Bladet hefur það eftir heimildum sínum að FC Kaupmannahöfn hafi látið þjálfarann Ståle Solbakken fara því hann hafði misst trú leikmanna félagsins. 12. október 2020 20:30 Þjálfari Ragnars rekinn frá Kaupmannahöfn StåleSolbakken var í dag sagt upp störfum hjá FC Kaupmannahöfn. Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson leikur með liðinu. 10. október 2020 15:00 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson er kominn með nýjan þjálfara hjá danska knattspyrnuliðinu FC Kaupmannahöfn. Þjálfarinn skildi sína gömlu vinnuveitendur eftir gapandi af undrun. FCK hóf nýtt keppnistímabil illa í haust og rak þjálfarann Ståle Solbakken, sem stýrt hafði danska stórveldinu um langt árabil. Leit hefur staðið yfir að arftaka hans síðustu vikur og í dag var Jess Thorup kynntur sem nýr þjálfari liðsins. F.C. København er blevet enige med Jess Thorup om en fire-årig aftale, der gør Thorup til cheftræner for Løverne frem til sommeren 2024 #fcklive https://t.co/BAzFYAmR6I— F.C. København (@FCKobenhavn) November 2, 2020 Athygli vekur að aðeins einn og hálfur mánuður er síðan að Thorup, sem er fimmtugur Dani, tók við belgíska liðinu Genk. Þegar tilboðið frá FCK barst hugsaði hann sig ekki tvisvar um enda þjálfastarfið hjá FCK „stærsta tækifærið sem í boði er í skandinavískum fótbolta,“ að hans mati. Í yfirlýsingu frá Genk segir: „Félagið er bæði hissa og vonsvikið og svekkt yfir að Jess skuli yfirgefa okkur fyrir aðra áskorun eftir svo stuttan tíma og nokkur frábær úrslit.“ Eftir sigra í síðustu tveimur leikjum, þrátt fyrir að vera án Ragnars vegna meiðsla, er FCK með 10 stig í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, eftir sjö leiki. Liðið er þremur stigum á eftir efstu liðum. Jess Thorup hefur starfað í Belgíu frá árinu 2018 en hann stýrði Gent áður en hann tók við Genk fyrir skömmu. Thorup þjálfaði FC Midtjylland með afar góðum árangri árin 2015-2018, og skildi við liðið sem Danmerkurmeistara. Hann þjálfaði áður U21-landslið Danmerkur 2013-2015, meðal annars í leikjum við Ísland, og enn fyrr lið Esbjerg.
Danski boltinn Tengdar fréttir Krísa í Kaupmannahöfn Það er ekki bjart yfir FCK, danska stórveldinu, þessa daganna. Liðið er með fjögur stig eftir fyrstu fimm leikina í danska boltanum, er úr leik í Evrópudeildinni og búið að reka stjórann til margra ára úr starfi. 20. október 2020 07:30 Fyrrum stjóri Ragnars sagður hafa verið rekinn því leikmennirnir voru ekki lengur á hans bandi Ekstra Bladet hefur það eftir heimildum sínum að FC Kaupmannahöfn hafi látið þjálfarann Ståle Solbakken fara því hann hafði misst trú leikmanna félagsins. 12. október 2020 20:30 Þjálfari Ragnars rekinn frá Kaupmannahöfn StåleSolbakken var í dag sagt upp störfum hjá FC Kaupmannahöfn. Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson leikur með liðinu. 10. október 2020 15:00 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira
Krísa í Kaupmannahöfn Það er ekki bjart yfir FCK, danska stórveldinu, þessa daganna. Liðið er með fjögur stig eftir fyrstu fimm leikina í danska boltanum, er úr leik í Evrópudeildinni og búið að reka stjórann til margra ára úr starfi. 20. október 2020 07:30
Fyrrum stjóri Ragnars sagður hafa verið rekinn því leikmennirnir voru ekki lengur á hans bandi Ekstra Bladet hefur það eftir heimildum sínum að FC Kaupmannahöfn hafi látið þjálfarann Ståle Solbakken fara því hann hafði misst trú leikmanna félagsins. 12. október 2020 20:30
Þjálfari Ragnars rekinn frá Kaupmannahöfn StåleSolbakken var í dag sagt upp störfum hjá FC Kaupmannahöfn. Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson leikur með liðinu. 10. október 2020 15:00