Nýr þjálfari Ragnars skildi gamla vinnuveitendur eftir furðu lostna Sindri Sverrisson skrifar 2. nóvember 2020 15:00 Ragnar Sigurðsson er kominn með nýjan þjálfara í Danmörku. Samningur Ragnars við FCK er til næsta sumars. VÍSIR/GETTY Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson er kominn með nýjan þjálfara hjá danska knattspyrnuliðinu FC Kaupmannahöfn. Þjálfarinn skildi sína gömlu vinnuveitendur eftir gapandi af undrun. FCK hóf nýtt keppnistímabil illa í haust og rak þjálfarann Ståle Solbakken, sem stýrt hafði danska stórveldinu um langt árabil. Leit hefur staðið yfir að arftaka hans síðustu vikur og í dag var Jess Thorup kynntur sem nýr þjálfari liðsins. F.C. København er blevet enige med Jess Thorup om en fire-årig aftale, der gør Thorup til cheftræner for Løverne frem til sommeren 2024 #fcklive https://t.co/BAzFYAmR6I— F.C. København (@FCKobenhavn) November 2, 2020 Athygli vekur að aðeins einn og hálfur mánuður er síðan að Thorup, sem er fimmtugur Dani, tók við belgíska liðinu Genk. Þegar tilboðið frá FCK barst hugsaði hann sig ekki tvisvar um enda þjálfastarfið hjá FCK „stærsta tækifærið sem í boði er í skandinavískum fótbolta,“ að hans mati. Í yfirlýsingu frá Genk segir: „Félagið er bæði hissa og vonsvikið og svekkt yfir að Jess skuli yfirgefa okkur fyrir aðra áskorun eftir svo stuttan tíma og nokkur frábær úrslit.“ Eftir sigra í síðustu tveimur leikjum, þrátt fyrir að vera án Ragnars vegna meiðsla, er FCK með 10 stig í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, eftir sjö leiki. Liðið er þremur stigum á eftir efstu liðum. Jess Thorup hefur starfað í Belgíu frá árinu 2018 en hann stýrði Gent áður en hann tók við Genk fyrir skömmu. Thorup þjálfaði FC Midtjylland með afar góðum árangri árin 2015-2018, og skildi við liðið sem Danmerkurmeistara. Hann þjálfaði áður U21-landslið Danmerkur 2013-2015, meðal annars í leikjum við Ísland, og enn fyrr lið Esbjerg. Danski boltinn Tengdar fréttir Krísa í Kaupmannahöfn Það er ekki bjart yfir FCK, danska stórveldinu, þessa daganna. Liðið er með fjögur stig eftir fyrstu fimm leikina í danska boltanum, er úr leik í Evrópudeildinni og búið að reka stjórann til margra ára úr starfi. 20. október 2020 07:30 Fyrrum stjóri Ragnars sagður hafa verið rekinn því leikmennirnir voru ekki lengur á hans bandi Ekstra Bladet hefur það eftir heimildum sínum að FC Kaupmannahöfn hafi látið þjálfarann Ståle Solbakken fara því hann hafði misst trú leikmanna félagsins. 12. október 2020 20:30 Þjálfari Ragnars rekinn frá Kaupmannahöfn StåleSolbakken var í dag sagt upp störfum hjá FC Kaupmannahöfn. Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson leikur með liðinu. 10. október 2020 15:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson er kominn með nýjan þjálfara hjá danska knattspyrnuliðinu FC Kaupmannahöfn. Þjálfarinn skildi sína gömlu vinnuveitendur eftir gapandi af undrun. FCK hóf nýtt keppnistímabil illa í haust og rak þjálfarann Ståle Solbakken, sem stýrt hafði danska stórveldinu um langt árabil. Leit hefur staðið yfir að arftaka hans síðustu vikur og í dag var Jess Thorup kynntur sem nýr þjálfari liðsins. F.C. København er blevet enige med Jess Thorup om en fire-årig aftale, der gør Thorup til cheftræner for Løverne frem til sommeren 2024 #fcklive https://t.co/BAzFYAmR6I— F.C. København (@FCKobenhavn) November 2, 2020 Athygli vekur að aðeins einn og hálfur mánuður er síðan að Thorup, sem er fimmtugur Dani, tók við belgíska liðinu Genk. Þegar tilboðið frá FCK barst hugsaði hann sig ekki tvisvar um enda þjálfastarfið hjá FCK „stærsta tækifærið sem í boði er í skandinavískum fótbolta,“ að hans mati. Í yfirlýsingu frá Genk segir: „Félagið er bæði hissa og vonsvikið og svekkt yfir að Jess skuli yfirgefa okkur fyrir aðra áskorun eftir svo stuttan tíma og nokkur frábær úrslit.“ Eftir sigra í síðustu tveimur leikjum, þrátt fyrir að vera án Ragnars vegna meiðsla, er FCK með 10 stig í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, eftir sjö leiki. Liðið er þremur stigum á eftir efstu liðum. Jess Thorup hefur starfað í Belgíu frá árinu 2018 en hann stýrði Gent áður en hann tók við Genk fyrir skömmu. Thorup þjálfaði FC Midtjylland með afar góðum árangri árin 2015-2018, og skildi við liðið sem Danmerkurmeistara. Hann þjálfaði áður U21-landslið Danmerkur 2013-2015, meðal annars í leikjum við Ísland, og enn fyrr lið Esbjerg.
Danski boltinn Tengdar fréttir Krísa í Kaupmannahöfn Það er ekki bjart yfir FCK, danska stórveldinu, þessa daganna. Liðið er með fjögur stig eftir fyrstu fimm leikina í danska boltanum, er úr leik í Evrópudeildinni og búið að reka stjórann til margra ára úr starfi. 20. október 2020 07:30 Fyrrum stjóri Ragnars sagður hafa verið rekinn því leikmennirnir voru ekki lengur á hans bandi Ekstra Bladet hefur það eftir heimildum sínum að FC Kaupmannahöfn hafi látið þjálfarann Ståle Solbakken fara því hann hafði misst trú leikmanna félagsins. 12. október 2020 20:30 Þjálfari Ragnars rekinn frá Kaupmannahöfn StåleSolbakken var í dag sagt upp störfum hjá FC Kaupmannahöfn. Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson leikur með liðinu. 10. október 2020 15:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Sjá meira
Krísa í Kaupmannahöfn Það er ekki bjart yfir FCK, danska stórveldinu, þessa daganna. Liðið er með fjögur stig eftir fyrstu fimm leikina í danska boltanum, er úr leik í Evrópudeildinni og búið að reka stjórann til margra ára úr starfi. 20. október 2020 07:30
Fyrrum stjóri Ragnars sagður hafa verið rekinn því leikmennirnir voru ekki lengur á hans bandi Ekstra Bladet hefur það eftir heimildum sínum að FC Kaupmannahöfn hafi látið þjálfarann Ståle Solbakken fara því hann hafði misst trú leikmanna félagsins. 12. október 2020 20:30
Þjálfari Ragnars rekinn frá Kaupmannahöfn StåleSolbakken var í dag sagt upp störfum hjá FC Kaupmannahöfn. Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson leikur með liðinu. 10. október 2020 15:00