Jósef Kristinn Jósefsson er hættur knattspyrnuiðkun. Þetta kom fram á Fésbókarsíðu Stjörnunnar í dag.
Jósef Kristinn er uppalinn í Grindavík þar sem hann lék til ársins 2011 en þá prufaði hann fyrir sér í atvinnumennsku.
Það stóð þó einungis í hálft ár, vera hans í Búlgaríu, en hann snéri til Grindavíkur. Árið 2017 hélt svo leiðin í Garðabæ.
Þar lék Jósef við góðan orðstír en hann varð m.a. bikarmeistari með félaginu.
Hann á að baki landsleiki fyrir öll yngri landslið Íslands.
Jósef Kristinn Jósefsson hefur lagt skóna á hilluna.Jósef gekk til liðs við Stjörnuna fyrir tímabilið 2017 frá Grindavík og hefur síðan þá verið fastamaður þessi 4 ár og spilað 87 leiki í öllum keppnum með liðinu.
— Stjarnan FC (@FCStjarnan) November 2, 2020
Takk Jobbi pic.twitter.com/m2Q7S6kMER