Rauði krossinn ætlar ekki að hætta rekstri spilakassa Nadine Guðrún Yaghi og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 2. nóvember 2020 19:11 Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins. Vísir/Baldur Hrafnkell Rauði krossinn ætlar ekki að fara að fordæmi SÁÁ sem hefur ákveðið að hætta aðkomu að rekstri spilakassa. Framkvæmdastjóri Rauða krossins segir spilakassa mikilvæga tekjulind fyrir rekstur samtakanna. Formaður SÁÁ telur að yfirvöld ættu að styrkja samtökin vegna tekjumissis sem kemur til vegna ákvörðunar félagsins um að hætta þátttöku í rekstri spilakassa. Í gær var tilkynnt um að stjórn SÁÁ hefði samþykkt að hætta þátttöku sinni í rekstri spilakassa og ætlar að slíta á tengsl sín við Íslandsspil. SÁÁ er á níu prósent í Íslandsspilum en einnig eiga Rauði krossinn og Landsbjörg Íslandsspil. „Okkur finnst þetta vera prinsipp mál að þiggja ekki þessa peninga. Okkur finnst að þetta fari algjörlega gegn okkar gildum,“ segir Einar. Þetta hafi verið yfirlýst markmið hans í formannskjöri þegar hann var kjörinn formaður í sumar. Hlutur SÁÁ á næsta ári var metin á 34 milljónir króna en fyrir nokkrum árum voru tekjur af rekstrinum tæplega 120 milljónir á ári. Einar telur að spilun á netinu skýri tekjufallið. Samstarf SÁÁ og Íslandsspila hefur verið umdeilt um árabil ekki síst fyrir þær sakir að SÁÁ sinnir meðferð fyrir spilafíkla. Einar segir að ákall almennings hafi klárlega haft áhrif á ákvörðunina. „Í gegn um árin hefur alltaf verið meira ákall um að SÁÁ hætti þátttöku í þessum rekstri og ég finn ekki annað í kring um mig en að fólk er mjög ánægð með þetta,“ segir Einar. Hann segir að SÁÁ muni biðla til almennings og fyrirtækja um aðstoð við að brúa bilið sem skapast með þessari ákvörðun. Einar Hermannsson formaður SÁÁ.Vísir/Vil „En svo þætti mér ekkert óeðlilegt að hið opinbera myndi styðja við okkur þannig að við getum sinnt þessum hópi áfram og ég geri mér vonir um það að við náum einhverju samtali við yfirvöld.“ Samræmist gildum Rauða krossins Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa í dag óskað eftir viðbrögðum við ákvörðun SÁÁ frá þeim sem eiga og reka spilakassa hér á landi. Þar er spurt hvort talið sé að rekstur spilakassa samræmist gildum þeirra. Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins segir ákvörðun SÁÁ ekki breyta miklu fyrir þátttöku Rauða krossins í rekstri Íslandsspila. „Við ætlum að halda áfram rekstrinum,“ sagði Kristín í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Spurð hvort rekstur spilakassa samræmist gildum Rauða krossins segir hún svo vera. „Já það gerir það reyndar. Þetta er mjög mikilvæg fjáröflun fyrir Rauða krossinn og hefur verið síðastliðin 50 ár. Með þessum fjármunum öflum við tekna til þess að reka félagsleg verkefni. Verkefni eins og til dæmis að rjúfa einangrun, 1717, almannavarnir og fleira sem að við erum að vinna að hringinn í kringum landið,“ sagði Kristín. „Það sem er áhugavert við umræðuna núna er að spilakassar og spilavandinn, það beinist allt að Íslandsspilum en málið er að spilunin er að færast yfir á netið og hefur verið að færast yfir á netið undanfarin ár og þar liggur vandi líka. Þar er hópur fólks sem spilar á netinu, það er metið sem svo að um 4,5 milljarður renni úr landi í netspilun til fyrirtækja sem starfa erlendis, borga enga skatta á Íslandi og hafa engar skyldur hér á Íslandi. Aftur á móti eru félögin sem standa að Íslandsspilum skila 100% öllu til baka til samfélagsins,“ sagði Kristín. Fíkn Félagsmál Fjárhættuspil Félagasamtök Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Rauði krossinn ætlar ekki að fara að fordæmi SÁÁ sem hefur ákveðið að hætta aðkomu að rekstri spilakassa. Framkvæmdastjóri Rauða krossins segir spilakassa mikilvæga tekjulind fyrir rekstur samtakanna. Formaður SÁÁ telur að yfirvöld ættu að styrkja samtökin vegna tekjumissis sem kemur til vegna ákvörðunar félagsins um að hætta þátttöku í rekstri spilakassa. Í gær var tilkynnt um að stjórn SÁÁ hefði samþykkt að hætta þátttöku sinni í rekstri spilakassa og ætlar að slíta á tengsl sín við Íslandsspil. SÁÁ er á níu prósent í Íslandsspilum en einnig eiga Rauði krossinn og Landsbjörg Íslandsspil. „Okkur finnst þetta vera prinsipp mál að þiggja ekki þessa peninga. Okkur finnst að þetta fari algjörlega gegn okkar gildum,“ segir Einar. Þetta hafi verið yfirlýst markmið hans í formannskjöri þegar hann var kjörinn formaður í sumar. Hlutur SÁÁ á næsta ári var metin á 34 milljónir króna en fyrir nokkrum árum voru tekjur af rekstrinum tæplega 120 milljónir á ári. Einar telur að spilun á netinu skýri tekjufallið. Samstarf SÁÁ og Íslandsspila hefur verið umdeilt um árabil ekki síst fyrir þær sakir að SÁÁ sinnir meðferð fyrir spilafíkla. Einar segir að ákall almennings hafi klárlega haft áhrif á ákvörðunina. „Í gegn um árin hefur alltaf verið meira ákall um að SÁÁ hætti þátttöku í þessum rekstri og ég finn ekki annað í kring um mig en að fólk er mjög ánægð með þetta,“ segir Einar. Hann segir að SÁÁ muni biðla til almennings og fyrirtækja um aðstoð við að brúa bilið sem skapast með þessari ákvörðun. Einar Hermannsson formaður SÁÁ.Vísir/Vil „En svo þætti mér ekkert óeðlilegt að hið opinbera myndi styðja við okkur þannig að við getum sinnt þessum hópi áfram og ég geri mér vonir um það að við náum einhverju samtali við yfirvöld.“ Samræmist gildum Rauða krossins Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa í dag óskað eftir viðbrögðum við ákvörðun SÁÁ frá þeim sem eiga og reka spilakassa hér á landi. Þar er spurt hvort talið sé að rekstur spilakassa samræmist gildum þeirra. Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins segir ákvörðun SÁÁ ekki breyta miklu fyrir þátttöku Rauða krossins í rekstri Íslandsspila. „Við ætlum að halda áfram rekstrinum,“ sagði Kristín í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Spurð hvort rekstur spilakassa samræmist gildum Rauða krossins segir hún svo vera. „Já það gerir það reyndar. Þetta er mjög mikilvæg fjáröflun fyrir Rauða krossinn og hefur verið síðastliðin 50 ár. Með þessum fjármunum öflum við tekna til þess að reka félagsleg verkefni. Verkefni eins og til dæmis að rjúfa einangrun, 1717, almannavarnir og fleira sem að við erum að vinna að hringinn í kringum landið,“ sagði Kristín. „Það sem er áhugavert við umræðuna núna er að spilakassar og spilavandinn, það beinist allt að Íslandsspilum en málið er að spilunin er að færast yfir á netið og hefur verið að færast yfir á netið undanfarin ár og þar liggur vandi líka. Þar er hópur fólks sem spilar á netinu, það er metið sem svo að um 4,5 milljarður renni úr landi í netspilun til fyrirtækja sem starfa erlendis, borga enga skatta á Íslandi og hafa engar skyldur hér á Íslandi. Aftur á móti eru félögin sem standa að Íslandsspilum skila 100% öllu til baka til samfélagsins,“ sagði Kristín.
Fíkn Félagsmál Fjárhættuspil Félagasamtök Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent