Greiðir tíu milljónir vegna saknæmrar sölu á stóðhesti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2020 11:32 Guðmundur í viðtali við Fjölni Þorgeirsson eftir keppni í hestaíþróttum. Vísir Guðmundur Friðrik Björgvinsson, einn færasti knapi Íslands og landsliðsmaður í íþróttinni, hefur verið dæmdur til að greiða rúmlega tíu milljónir króna í skaðabætur fyrir svik við sölu á stóðhestinum Byl til Noregs. ´ Landsréttur staðfesti á föstudag dóm Héraðsdóms Suðurlands þess efnis. Er það niðurstaða dómstóla að Guðmundur Friðrik hafi hagnast með ólögmætum hætti á viðskiptum á kostnað fyrri eiganda hestins. Forsaga málsins er sú að Gunnar Ingvarsson, upprunalegur eigandi Byls, höfðaði einkamál á hendur Guðmundi og fyrirtækinu Takthestar sem er í eigu Guðmundar og konu hans. Vildi Gunnar meina að Guðmundur hefði með saknæmri háttsemi blekkt sig til að selja Byl til Takthesta í því skyni að geta síðar selt hestinn fyrir rúmlega tvöfalt það verði. Tjón Gunnars næmi mismuninum. Í dómnum kemur fram að Guðmundur sá um að selja Byl fyrir Gunnar til Taktesta á 9,5 milljónir króna í nóvember 2014. Nokkrum vikum síðar var hesturinn seldur til norska hestamannsins Stians Pedersen og norsks félags á 19,9 milljónir. Hagnaður félags Gunnars var því 10,4 milljónir króna. Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að Guðmundur hafi verið með Byl í umboðssölu fyrir Gunnar. Á honum hafi því hvílt rík skylda að gæta hagsmuna Gunnars. Hann hefði átt að skilja að Gunnar hefði falið honum að selja hestinn fyrir mesta mögulega verð. Vísaði Landsréttur til framburðar vitnis að Guðmundur Friðrik hefði, um það leyti sem hann samdi um kaup á Byl fyrir 9,5 milljónir króna, talið unnt að selja hestinn á tvöföldu því verði. Með því að upplýsa ekki Gunnar um það mat sitt og gefa honum þannig tækifæri til að fá hærra verð fyrir hestinn hefði Guðmundur Friðrik unnið gegn hagsmunum Gunnars. Því leit dómurinn svo á að Guðmundur Friðrik hefði brotið gegn trúnaðarskyldum sínum og komið því til leiðar með saknæmum hætti að Takthestar, félag í eigu hans og eiginkonu hans, hagnaðist með ólögmætum hætti á viðskiptunum á kostnað Gunnars. Var Guðmundur Friðrik því dæmdur til að greiða Gunnari 10,4 milljónir króna. Hestar Dómsmál Hestaíþróttir Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Guðmundur Friðrik Björgvinsson, einn færasti knapi Íslands og landsliðsmaður í íþróttinni, hefur verið dæmdur til að greiða rúmlega tíu milljónir króna í skaðabætur fyrir svik við sölu á stóðhestinum Byl til Noregs. ´ Landsréttur staðfesti á föstudag dóm Héraðsdóms Suðurlands þess efnis. Er það niðurstaða dómstóla að Guðmundur Friðrik hafi hagnast með ólögmætum hætti á viðskiptum á kostnað fyrri eiganda hestins. Forsaga málsins er sú að Gunnar Ingvarsson, upprunalegur eigandi Byls, höfðaði einkamál á hendur Guðmundi og fyrirtækinu Takthestar sem er í eigu Guðmundar og konu hans. Vildi Gunnar meina að Guðmundur hefði með saknæmri háttsemi blekkt sig til að selja Byl til Takthesta í því skyni að geta síðar selt hestinn fyrir rúmlega tvöfalt það verði. Tjón Gunnars næmi mismuninum. Í dómnum kemur fram að Guðmundur sá um að selja Byl fyrir Gunnar til Taktesta á 9,5 milljónir króna í nóvember 2014. Nokkrum vikum síðar var hesturinn seldur til norska hestamannsins Stians Pedersen og norsks félags á 19,9 milljónir. Hagnaður félags Gunnars var því 10,4 milljónir króna. Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að Guðmundur hafi verið með Byl í umboðssölu fyrir Gunnar. Á honum hafi því hvílt rík skylda að gæta hagsmuna Gunnars. Hann hefði átt að skilja að Gunnar hefði falið honum að selja hestinn fyrir mesta mögulega verð. Vísaði Landsréttur til framburðar vitnis að Guðmundur Friðrik hefði, um það leyti sem hann samdi um kaup á Byl fyrir 9,5 milljónir króna, talið unnt að selja hestinn á tvöföldu því verði. Með því að upplýsa ekki Gunnar um það mat sitt og gefa honum þannig tækifæri til að fá hærra verð fyrir hestinn hefði Guðmundur Friðrik unnið gegn hagsmunum Gunnars. Því leit dómurinn svo á að Guðmundur Friðrik hefði brotið gegn trúnaðarskyldum sínum og komið því til leiðar með saknæmum hætti að Takthestar, félag í eigu hans og eiginkonu hans, hagnaðist með ólögmætum hætti á viðskiptunum á kostnað Gunnars. Var Guðmundur Friðrik því dæmdur til að greiða Gunnari 10,4 milljónir króna.
Hestar Dómsmál Hestaíþróttir Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira