Átta smitaðir í hópsýkingu í Hvassaleiti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. nóvember 2020 15:11 Íbúðirnar fyrir eldri borgara eru við Hvassaleiti 56-58. Reykjavíkurborg Átta hafa greinst með Covid-19 í hópsýkingu sem kom upp í íbúðum fyrir eldri borgara í Hvassaleiti 56-58 í síðustu viku. Meðal greindu eru tveir starfsmenn og sex íbúar en einn síðarnefndu lést á Landspítalanum um helgina. Alls dvelja 58 í umræddu húsi. „Staðan er sú að fyrripart síðustu viku greinist íbúi með smit og í kjölfarið greinast fleiri íbúar og tveir starfsmenn,“ segir Bryndís Hreiðarsdóttir, starfandi verkefnastjóri félagsstarfs Reykjavíkurborgar sem rekið er á fyrstu hæð hússins. „Þá var tekin ákvörðun um að stór hópur íbúa færi í skimun og þá bætast við tvö smit til viðbótar. Þá voru allir settir í sóttkví.“ Allir starfsmenn félagsstarfsins og nokkrir aðrir einstaklingar sem sinna þjónustu við íbúa voru sendir í sýnatöku en á morgun er stefnt að því að taka sýni hjá öllum íbúum hússins. Að sögn Bryndísar mun sýntatakan fara fram á heimilum fólks. Félagsstarfinu var lokað strax og smit komu upp. „Við vinnum þetta allt í samstarfi við Almannavarnir,“ segir Bryndís, ákvarðanir um framhaldið verði teknar þegar niðurstöður úr sýnatökum liggja fyrir á morgun. „Við vonum af öllu hjarta að það hafi náðst að komast fyrir þetta. Íbúarnir hafa staðið sig ótrúlega vel og sýnt mikið æðruleysi, og allir sem komið hafa að.“ Hún segir íbúann sem lést hafa verið vinsælan í húsinu og að hans verði sárt saknað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Eldri borgarar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira
Átta hafa greinst með Covid-19 í hópsýkingu sem kom upp í íbúðum fyrir eldri borgara í Hvassaleiti 56-58 í síðustu viku. Meðal greindu eru tveir starfsmenn og sex íbúar en einn síðarnefndu lést á Landspítalanum um helgina. Alls dvelja 58 í umræddu húsi. „Staðan er sú að fyrripart síðustu viku greinist íbúi með smit og í kjölfarið greinast fleiri íbúar og tveir starfsmenn,“ segir Bryndís Hreiðarsdóttir, starfandi verkefnastjóri félagsstarfs Reykjavíkurborgar sem rekið er á fyrstu hæð hússins. „Þá var tekin ákvörðun um að stór hópur íbúa færi í skimun og þá bætast við tvö smit til viðbótar. Þá voru allir settir í sóttkví.“ Allir starfsmenn félagsstarfsins og nokkrir aðrir einstaklingar sem sinna þjónustu við íbúa voru sendir í sýnatöku en á morgun er stefnt að því að taka sýni hjá öllum íbúum hússins. Að sögn Bryndísar mun sýntatakan fara fram á heimilum fólks. Félagsstarfinu var lokað strax og smit komu upp. „Við vinnum þetta allt í samstarfi við Almannavarnir,“ segir Bryndís, ákvarðanir um framhaldið verði teknar þegar niðurstöður úr sýnatökum liggja fyrir á morgun. „Við vonum af öllu hjarta að það hafi náðst að komast fyrir þetta. Íbúarnir hafa staðið sig ótrúlega vel og sýnt mikið æðruleysi, og allir sem komið hafa að.“ Hún segir íbúann sem lést hafa verið vinsælan í húsinu og að hans verði sárt saknað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Eldri borgarar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira