Forsetinn í sóttkví í kjallaranum á Bessastöðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 08:39 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands fór í sóttkví í gær eftir að starfsmaður á Bessastöðum greindist með kórónuveiruna. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í sóttkví í kjallaranum sem er íbúðarhúsi forseta á Bessastöðum. Þar eru nokkur herbergi, sérsalerni og eldhúskrókur. Guðni fór í sóttkví síðdegis í gær eftir að starfsmaður á Bessastöðum greindist með kórónuveiruna. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði forsetinn að starfsmaðurinn hefði blessunarlega verið með mjög væg einkenni og sú væri ennþá staðan eftir því sem hann best vissi. Nokkrir fleiri starfsmenn á Bessastöðum þurftu að fara í sóttkví vegna smitsins en Guðni er sá eini í fjölskyldunni sinni sem þurfti í sóttkví. „Ég var rekinn niður í kjallara,“ sagði Guðni léttur í bragði og bætti við að það færi vel um sig og að það væri vel hugsað um hann. „Og ég tek undir þau orð sem aðrir hafa látið falla um fagmennsku þeirra sem stjórna þessu öllu saman. Allar upplýsingar er skýrar og skilmerkilegar og nú er bara ekkert að gera annað en að þreyja þorrann en ekki kvarta ég,“ sagði Guðni. Hann sagðist vera alveg frískur og ekki finna fyrir neinum einkennum. Hann ætlar að skella sér í góðan hlaupatúr á Bessastaðanesinu í dag. Guðni sagðist taka undir það sem þríeykið hefur til dæmis sagt um að aukin farsóttarþreyta sé komin í þjóðina. „Það er skiljanlegt. Sömuleiðis má ákall um samstöðu ekki leiða til þess að við slökkvum á öllum stöðvum heilans sem kalla á gagnrýna hugsun og spurningum það myndi bara gera illt verra. En eitt af því síðasta sem ég gerði áður en ég fór í sóttkvína var að fara hérna út í Álftanesskóla og sækja eitt barnið. Ég náði þá í öruggri fjarlægð að tala við einn skólaliðann á lóðinni og við vorum að spjalla saman um þetta og hún sagði sem satt var: Við höfum ekkert val. Hvort er betra að ráðast í gegnum þetta á sameiningarkraftinum og þolgæðinu eða verða reiður, fúll og hluti af vandanum frekar en að vera í sigurliðinu ef svo má segja,“ sagði Guðni. Í lok viðtalsins var hann spurður hvort hann væri að fylgjast með bandarísku forsetakosningunum. Hann játaði því og sagði þær afar spennandi og hnífjafnar að því er virtist. „En maður vonar að úrslitin, hver sem þau verða, leiði ekki til einhvers konar reiðiöldu sem gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér en nú fylgjumst við bara með og bíðum þess að úrslit liggi fyrir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í sóttkví í kjallaranum sem er íbúðarhúsi forseta á Bessastöðum. Þar eru nokkur herbergi, sérsalerni og eldhúskrókur. Guðni fór í sóttkví síðdegis í gær eftir að starfsmaður á Bessastöðum greindist með kórónuveiruna. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði forsetinn að starfsmaðurinn hefði blessunarlega verið með mjög væg einkenni og sú væri ennþá staðan eftir því sem hann best vissi. Nokkrir fleiri starfsmenn á Bessastöðum þurftu að fara í sóttkví vegna smitsins en Guðni er sá eini í fjölskyldunni sinni sem þurfti í sóttkví. „Ég var rekinn niður í kjallara,“ sagði Guðni léttur í bragði og bætti við að það færi vel um sig og að það væri vel hugsað um hann. „Og ég tek undir þau orð sem aðrir hafa látið falla um fagmennsku þeirra sem stjórna þessu öllu saman. Allar upplýsingar er skýrar og skilmerkilegar og nú er bara ekkert að gera annað en að þreyja þorrann en ekki kvarta ég,“ sagði Guðni. Hann sagðist vera alveg frískur og ekki finna fyrir neinum einkennum. Hann ætlar að skella sér í góðan hlaupatúr á Bessastaðanesinu í dag. Guðni sagðist taka undir það sem þríeykið hefur til dæmis sagt um að aukin farsóttarþreyta sé komin í þjóðina. „Það er skiljanlegt. Sömuleiðis má ákall um samstöðu ekki leiða til þess að við slökkvum á öllum stöðvum heilans sem kalla á gagnrýna hugsun og spurningum það myndi bara gera illt verra. En eitt af því síðasta sem ég gerði áður en ég fór í sóttkvína var að fara hérna út í Álftanesskóla og sækja eitt barnið. Ég náði þá í öruggri fjarlægð að tala við einn skólaliðann á lóðinni og við vorum að spjalla saman um þetta og hún sagði sem satt var: Við höfum ekkert val. Hvort er betra að ráðast í gegnum þetta á sameiningarkraftinum og þolgæðinu eða verða reiður, fúll og hluti af vandanum frekar en að vera í sigurliðinu ef svo má segja,“ sagði Guðni. Í lok viðtalsins var hann spurður hvort hann væri að fylgjast með bandarísku forsetakosningunum. Hann játaði því og sagði þær afar spennandi og hnífjafnar að því er virtist. „En maður vonar að úrslitin, hver sem þau verða, leiði ekki til einhvers konar reiðiöldu sem gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér en nú fylgjumst við bara með og bíðum þess að úrslit liggi fyrir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira