Sunna um Eyjar: Þetta er nett klikkaði hérna og það hentar mér bara ágætlega Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2020 14:00 Sunna Jónsdóttir í viðtalinu við Henry Birgi Gunnarsson í Seinni bylgjunni. Skjámynd/S2 Sport Henry Birgir Gunnarsson fór með Seinni bylgjuna sína til Vestmannaeyja á dögunum og hitti þar á meðal Sunnu Jónsdóttur hjá kvennaliði ÍBV. Sunna Jónsdóttir hefur verið undanfarin ár í lykilhlutverki hjá kvennaliði ÍBV og hún fór á kostum í leikjum Eyjakvenna áður en Olís deild kvenna var stöðvuð vegna kórónuveirufaraldursins. Viðtal Henrys Birgis við Sunnu birtist síðan í síðasta þætti af Seinni bylgjunni. Henry Birgir byrjaði á því að spyrja að því hvernig Sunnu líkar lífið í Vestmannaeyjum. „Alveg stórkostlega. Við erum búin að kaupa okkur hús hérna og Eyjafólkið losnar ekkert við okkur,“ sagði Sunna Jónsdóttir í léttum tón en maðurinn hennar er Björn Viðar Björnsson, markvörður karlaliðsins. Sunna Jónsdóttir og Þóra Hallgrímsdóttir fengu báðar verðlaun eftir sigurleik á HK.Mynd/ÍBV „Það er svo margt gott við að vera í Eyjum. Það er ótrúlega mikill tími sem gefst með fjölskyldunni sérstaklega ef maður er með barn. Stutt í alla þjónustu. Maður getur líka alltaf komið hingað og æft,“ sagði Sunna. Eyjaliðið lítur vel út og þykir líklegt til að fara að berjast um titla í vetur. „Sem íþróttamaður þá vill maður vera á toppnum og reyna að vinna titla. Þegar ég kom fyrst þá vorum við líka með mjög gott lið en svo þurftum við að taka aðeins til í þessu hjá okkur í fyrra og byrja á núlli. Það skilaði sér fullt. Við fengum svo tvo sterka pósta í viðbót fyrir veturinn,“ sagði Sunna og er þar að tala um landsliðskonurnar Birnu Berg Haraldsdóttur og Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur. „Við erum bara mjög spenntar fyrir tímabilinu,“ sagði Sunna sem hefur verið að spila sjálf mjög vel í upphafi tímabilsins. Sunna Jónsdóttir hefur skorað tuttugu mörk í fyrstu þremur leikjum ÍBV í Olís deild kvenna 2020-21.vísir/bára „Þetta er ógeðslega gaman og lengi lifir í gömlum glæðum skal ég segja. Ég kann mjög vel við þetta og maður spilar náttúrulega vel ef manni líður vel. Þetta er nett klikkaði hérna og það hentar mér bara ágætlega ,“ sagði Sunna. Birna Berg Haraldsdóttir sagði það vera geggjað að spila með Sunnu og það átti þátt í því að hún kom til í Eyja í haust. „Það er geggjað að spila með henni. Við spiluðum saman í Fram og svo bjuggum við á sama stað í Svíþjóð. Við vorum í sitthvoru liðinu þar. Birna var efins fyrst og ég ákvað að senda á Klaus manninn hennar og fá hann hingað,“ sagði Sunna en það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Sunnu Jónsdóttir Olís-deild kvenna Seinni bylgjan ÍBV Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson fór með Seinni bylgjuna sína til Vestmannaeyja á dögunum og hitti þar á meðal Sunnu Jónsdóttur hjá kvennaliði ÍBV. Sunna Jónsdóttir hefur verið undanfarin ár í lykilhlutverki hjá kvennaliði ÍBV og hún fór á kostum í leikjum Eyjakvenna áður en Olís deild kvenna var stöðvuð vegna kórónuveirufaraldursins. Viðtal Henrys Birgis við Sunnu birtist síðan í síðasta þætti af Seinni bylgjunni. Henry Birgir byrjaði á því að spyrja að því hvernig Sunnu líkar lífið í Vestmannaeyjum. „Alveg stórkostlega. Við erum búin að kaupa okkur hús hérna og Eyjafólkið losnar ekkert við okkur,“ sagði Sunna Jónsdóttir í léttum tón en maðurinn hennar er Björn Viðar Björnsson, markvörður karlaliðsins. Sunna Jónsdóttir og Þóra Hallgrímsdóttir fengu báðar verðlaun eftir sigurleik á HK.Mynd/ÍBV „Það er svo margt gott við að vera í Eyjum. Það er ótrúlega mikill tími sem gefst með fjölskyldunni sérstaklega ef maður er með barn. Stutt í alla þjónustu. Maður getur líka alltaf komið hingað og æft,“ sagði Sunna. Eyjaliðið lítur vel út og þykir líklegt til að fara að berjast um titla í vetur. „Sem íþróttamaður þá vill maður vera á toppnum og reyna að vinna titla. Þegar ég kom fyrst þá vorum við líka með mjög gott lið en svo þurftum við að taka aðeins til í þessu hjá okkur í fyrra og byrja á núlli. Það skilaði sér fullt. Við fengum svo tvo sterka pósta í viðbót fyrir veturinn,“ sagði Sunna og er þar að tala um landsliðskonurnar Birnu Berg Haraldsdóttur og Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur. „Við erum bara mjög spenntar fyrir tímabilinu,“ sagði Sunna sem hefur verið að spila sjálf mjög vel í upphafi tímabilsins. Sunna Jónsdóttir hefur skorað tuttugu mörk í fyrstu þremur leikjum ÍBV í Olís deild kvenna 2020-21.vísir/bára „Þetta er ógeðslega gaman og lengi lifir í gömlum glæðum skal ég segja. Ég kann mjög vel við þetta og maður spilar náttúrulega vel ef manni líður vel. Þetta er nett klikkaði hérna og það hentar mér bara ágætlega ,“ sagði Sunna. Birna Berg Haraldsdóttir sagði það vera geggjað að spila með Sunnu og það átti þátt í því að hún kom til í Eyja í haust. „Það er geggjað að spila með henni. Við spiluðum saman í Fram og svo bjuggum við á sama stað í Svíþjóð. Við vorum í sitthvoru liðinu þar. Birna var efins fyrst og ég ákvað að senda á Klaus manninn hennar og fá hann hingað,“ sagði Sunna en það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Sunnu Jónsdóttir
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan ÍBV Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Sjá meira