Mikael Nikulásson hefur verið rekinn úr starfi sem þjálfari Njarðvíkur í 2. deild karla.
Þetta staðfesti fjölmiðlamaðurinn Hjörvar Hafliðason á fésbókarsíðunni Dr. Football - leikmenn nú í kvöld þar sem hann boðaði „neyðarhlaðvarp“ vegna fréttanna.
Mikael tók við Njarðvík fyrir tímabilið en liðið var í 4. sæti þegar deildin var blásin af vegna kórónuveirunnar.
Okkur var að berast SKÚBB. Mikael Nikulásson verður ekki áfram við stýrið í Njarðvík, rekinn segja sögurnar! #ástríðan #fotboltinet
— Ástríðan Podcast (@AstriPodcast) November 4, 2020
Tvær umferðir voru eftir af deildinni og voru Njarðvíkingar þremur stigum á eftir Selfyssingum sem voru í öðru sætinu en tvö efstu liðin fóru upp í Lengjudeildina.
Mikael er einn spekinga í hlaðvarpsþættinum vinsæla Dr. Football en hann var m.a. sektaður af KSÍ í sumar fyrir ummæli sín í þættinum í sumar.
Njarðvíkingar hafa enn ekki viljað staðfesta brottreksturinn.