Birkir klár í slaginn við Ungverja en Jóhann enn tæpur Sindri Sverrisson skrifar 5. nóvember 2020 11:31 Birkir Bjarnason meiddist í leiknum við Belgíu í Þjóðadeildinni, þar sem hann var fyrirliði. vísir/vilhelm Birkir Bjarnason er kominn á gott ról eftir að hafa meiðst undir lok leiks gegn Belgíu á Laugardalsvelli 14. október. Hann er klár í úrslitaleikinn við Ungverja eftir viku. Birkir hefur ekkert spilað með liði sínu Brescia á Ítalíu eftir að hann meiddist í ökkla í lokin á leiknum við Belgíu. Hann bar þá fyrirliðabandið og lék 90 mínútur í þriðja landsleiknum í röð á einni viku. „Ég er búinn að ná mér af ökklameiðslunum og er búinn að æfa á fullu síðustu tíu daga. Ég fékk reyndar smáhögg á ökklann daginn fyrir leikinn um síðustu helgi en ég er klár í slaginn,“ sagði Birkir við Vísi. Það er því hugsanlegt að Birkir spili með Brescia gegn Cosenza á laugardaginn í síðasta leiknum fyrir landsleikjahléið. Jóhann Berg Guðmundsson var með íslenska landsliðinu í 2-1 sigrinum gegn Rúmeníu í síðasta mánuði.vísir/vilhelm Jóhann Berg Guðmundsson missti af missti af síðasta leik Burnley, 3-0 tapi gegn Chelsea síðastliðinn laugardag, vegna meiðsla í kálfa. Hann hafði þá byrjað síðustu tvo leiki Burnley. Að sögn Sean Dyche, knattspyrnustjóra Burnley, er enn óvíst hvort Jóhann verði klár í slaginn gegn Brighton á morgun, vegna meiðslanna. Búast má þó við því að Birkir og Jóhann verði báðir í landsliðshópi Íslands sem Erik Hamrén tilkynnir um hádegisbil á morgun. Íslenski hópurinn kemur saman í Augsburg í Þýskalandi á mánudaginn og leikur svo við Ungverja í Búdapest fimmtudaginn 12. nóvember. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. Ítalski boltinn EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ragnar meiddur en reiknað með að hann byrji að æfa í vikunni Ragnar Sigurðsson er enn á meiðslalistanum og var ekki í leikmannahópi FCK sem vann í kvöld 2-1 sigur á C-deildarliðinu Avarta í danska bikarnum. 4. nóvember 2020 20:30 Kári vonast til að mega æfa: Gæti hjálpað geðheilsu þjóðarinnar Kári Árnason hefur jafnað sig eftir að hann meiddist í sigrinum á Rúmeníu. Hann segir unnið að lausn svo hann geti æft fótbolta fram að úrslitaleiknum við Ungverjaland um sæti á EM. 2. nóvember 2020 13:00 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Sjá meira
Birkir Bjarnason er kominn á gott ról eftir að hafa meiðst undir lok leiks gegn Belgíu á Laugardalsvelli 14. október. Hann er klár í úrslitaleikinn við Ungverja eftir viku. Birkir hefur ekkert spilað með liði sínu Brescia á Ítalíu eftir að hann meiddist í ökkla í lokin á leiknum við Belgíu. Hann bar þá fyrirliðabandið og lék 90 mínútur í þriðja landsleiknum í röð á einni viku. „Ég er búinn að ná mér af ökklameiðslunum og er búinn að æfa á fullu síðustu tíu daga. Ég fékk reyndar smáhögg á ökklann daginn fyrir leikinn um síðustu helgi en ég er klár í slaginn,“ sagði Birkir við Vísi. Það er því hugsanlegt að Birkir spili með Brescia gegn Cosenza á laugardaginn í síðasta leiknum fyrir landsleikjahléið. Jóhann Berg Guðmundsson var með íslenska landsliðinu í 2-1 sigrinum gegn Rúmeníu í síðasta mánuði.vísir/vilhelm Jóhann Berg Guðmundsson missti af missti af síðasta leik Burnley, 3-0 tapi gegn Chelsea síðastliðinn laugardag, vegna meiðsla í kálfa. Hann hafði þá byrjað síðustu tvo leiki Burnley. Að sögn Sean Dyche, knattspyrnustjóra Burnley, er enn óvíst hvort Jóhann verði klár í slaginn gegn Brighton á morgun, vegna meiðslanna. Búast má þó við því að Birkir og Jóhann verði báðir í landsliðshópi Íslands sem Erik Hamrén tilkynnir um hádegisbil á morgun. Íslenski hópurinn kemur saman í Augsburg í Þýskalandi á mánudaginn og leikur svo við Ungverja í Búdapest fimmtudaginn 12. nóvember. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Ítalski boltinn EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ragnar meiddur en reiknað með að hann byrji að æfa í vikunni Ragnar Sigurðsson er enn á meiðslalistanum og var ekki í leikmannahópi FCK sem vann í kvöld 2-1 sigur á C-deildarliðinu Avarta í danska bikarnum. 4. nóvember 2020 20:30 Kári vonast til að mega æfa: Gæti hjálpað geðheilsu þjóðarinnar Kári Árnason hefur jafnað sig eftir að hann meiddist í sigrinum á Rúmeníu. Hann segir unnið að lausn svo hann geti æft fótbolta fram að úrslitaleiknum við Ungverjaland um sæti á EM. 2. nóvember 2020 13:00 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Sjá meira
Ragnar meiddur en reiknað með að hann byrji að æfa í vikunni Ragnar Sigurðsson er enn á meiðslalistanum og var ekki í leikmannahópi FCK sem vann í kvöld 2-1 sigur á C-deildarliðinu Avarta í danska bikarnum. 4. nóvember 2020 20:30
Kári vonast til að mega æfa: Gæti hjálpað geðheilsu þjóðarinnar Kári Árnason hefur jafnað sig eftir að hann meiddist í sigrinum á Rúmeníu. Hann segir unnið að lausn svo hann geti æft fótbolta fram að úrslitaleiknum við Ungverjaland um sæti á EM. 2. nóvember 2020 13:00