Fimmtíu þungaðar konur greinst með Covid-19 hér á landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2020 13:14 Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans, hvetur konur til að sækja sér aðstoð á heilsugæsluna ef eitthvað amar að. Almannavarnir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fæðingarþjónustu Landspítalans segir að um fimmtíu barnshafandi konur hafi greinst með Covid-19 hér á landi. Dæmi eru um að konurnar séu smitaðar í fæðingu. Ekkert bendi til þess að þær séu líklegri til að smitast. Þó séu merki þess að þær veikist verr en aðrir á sama aldri. Hulda var gestur á upplýsingafundi Almannavarna og Embætti landlæknis í dag. Hún sagði engin dæmi um að Covid-19 sýking hefði áhrif á nýbura. Þá nefndi hún að háþrýstingur, sykursýki, ofþyngd og hækkandi aldur gerðu þunguðum konum erfiðara fyrir í baráttunni við Covid-19 eins og öðrum. Lítið breyst frá því í vor Á dögunum var takmörkun sett á viðveru aðstandenda í ómskoðun og annarri rútínuskoðun í aðdraganda fæðingar. Sá háttur sé alls staðar á landinu. Bæði þurfi að vernda þungaðar konur en starfsmennina sömuleiðis. Þeir sinni viðkvæmri og sérhæfðri þjónustu sem slæmt væri að missa í sóttkví eða einangrun. Ekki væru annars miklar breytingar frá því í vor þegar fyrsta bylgjan skall á. Á tímabili hafi verið strangar reglur um viðveru aðstandenda en slakað hafi verið á þeim í maí. Síðan hafi lítið breyst. Þrátt fyrir að makar megi sem fyrr vera viðstaddir fæðingu merkir hún kvíða hjá konum í aðdraganda fæðingar. Einhvern ótta að þetta geti breyst þótt það standi ekki til. Þá sé mikilvægt að þeir sem fylgja móður og barni á sængurlegunni fari nákvæmlega eftir leiðbeiningum og sinni sóttvörnum mjög vel. Sæki sér aðstoð á heilsugæsluna Hún minnti að lokum þungaðar konur á að leita sér læknishjálpar hjá ljósmóður ef eitthvað bjáti á. Konur eigi ekki að forðast að sækja hjálp á heilsugæsluna. Þá sagði hún fjölda kvenna sem hefði smitast á meðgöngu vera fimmtíu. Sumar hafi verið smitaðar þegar fæðingin átti sér stað. Þá sé álagið heilmikið á konuna og sömuleiðis starfsfólk og aðstandendur. Það séu aðstæður sem allir vilji forðast. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Hvetja almenning til að ferðast innanhúss um helgina Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. 5. nóvember 2020 11:38 Átjánda andlátið vegna Covid-19 hér á landi Sjúklingur á tíræðisaldri lést á Landspítalanum síðasta sólarhring vegna Covid-19. 5. nóvember 2020 11:11 Svona var 132. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 5. nóvember 2020 10:12 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fæðingarþjónustu Landspítalans segir að um fimmtíu barnshafandi konur hafi greinst með Covid-19 hér á landi. Dæmi eru um að konurnar séu smitaðar í fæðingu. Ekkert bendi til þess að þær séu líklegri til að smitast. Þó séu merki þess að þær veikist verr en aðrir á sama aldri. Hulda var gestur á upplýsingafundi Almannavarna og Embætti landlæknis í dag. Hún sagði engin dæmi um að Covid-19 sýking hefði áhrif á nýbura. Þá nefndi hún að háþrýstingur, sykursýki, ofþyngd og hækkandi aldur gerðu þunguðum konum erfiðara fyrir í baráttunni við Covid-19 eins og öðrum. Lítið breyst frá því í vor Á dögunum var takmörkun sett á viðveru aðstandenda í ómskoðun og annarri rútínuskoðun í aðdraganda fæðingar. Sá háttur sé alls staðar á landinu. Bæði þurfi að vernda þungaðar konur en starfsmennina sömuleiðis. Þeir sinni viðkvæmri og sérhæfðri þjónustu sem slæmt væri að missa í sóttkví eða einangrun. Ekki væru annars miklar breytingar frá því í vor þegar fyrsta bylgjan skall á. Á tímabili hafi verið strangar reglur um viðveru aðstandenda en slakað hafi verið á þeim í maí. Síðan hafi lítið breyst. Þrátt fyrir að makar megi sem fyrr vera viðstaddir fæðingu merkir hún kvíða hjá konum í aðdraganda fæðingar. Einhvern ótta að þetta geti breyst þótt það standi ekki til. Þá sé mikilvægt að þeir sem fylgja móður og barni á sængurlegunni fari nákvæmlega eftir leiðbeiningum og sinni sóttvörnum mjög vel. Sæki sér aðstoð á heilsugæsluna Hún minnti að lokum þungaðar konur á að leita sér læknishjálpar hjá ljósmóður ef eitthvað bjáti á. Konur eigi ekki að forðast að sækja hjálp á heilsugæsluna. Þá sagði hún fjölda kvenna sem hefði smitast á meðgöngu vera fimmtíu. Sumar hafi verið smitaðar þegar fæðingin átti sér stað. Þá sé álagið heilmikið á konuna og sömuleiðis starfsfólk og aðstandendur. Það séu aðstæður sem allir vilji forðast.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Hvetja almenning til að ferðast innanhúss um helgina Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. 5. nóvember 2020 11:38 Átjánda andlátið vegna Covid-19 hér á landi Sjúklingur á tíræðisaldri lést á Landspítalanum síðasta sólarhring vegna Covid-19. 5. nóvember 2020 11:11 Svona var 132. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 5. nóvember 2020 10:12 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Hvetja almenning til að ferðast innanhúss um helgina Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. 5. nóvember 2020 11:38
Átjánda andlátið vegna Covid-19 hér á landi Sjúklingur á tíræðisaldri lést á Landspítalanum síðasta sólarhring vegna Covid-19. 5. nóvember 2020 11:11
Svona var 132. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 5. nóvember 2020 10:12