Mætti með hníf og skar Andreu þegar hann sá hana dansa við konu Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2020 07:00 Andrea Jóns fer um víðan völl í samtali við Snæbjörn Ragnarsson. Andrea Jónsdóttir er ein reyndasta fjölmiðlamanneskja landsins. Hún hefur starfað áratugum saman hjá RÚV en var áður prófarkalesari og fréttakona hjá Þjóðviljanum. Hún byrjaði sem plötusnúður á Dillon fyrir 23 árum síðan og þá var hún um fimmtugt. Andrea veit mikið um tónlist og hefur náð að miðla sinni vitneskju vel frá sér síðustu áratugi. Andrea er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpi hans sem kallast Snæbjörn talar við fólk. Andrea er samkynhneigð og segist í rauninni aldrei hafa komið beint út úr skápnum. Allir hennar nánustu hafa alltaf tekið henni vel en Andrea varð á sínum tíma fyrir líkamsárás. „Ég hef mjög sjaldan mætt einhverjum leiðindum og ekki út af því að ég er lesbísk. Það var reyndar einhver strákur, ég man það núna, sem ég þekkti ekki einu sinn. Það var í Þjóðleikhúskjallaranum og hann var með hníf og ég skar mig á hendinni. Hann var eitthvað reiður að ég væri að dansa við konuna sem ég var með. Ég vissi aldrei út af hverju það var, hvort það væri eitthvað sem fór í taugarnar á honum við mig. Ég bara veit það ekki en hann var bara fjarlægður,“ segir Andrea. „Ég veit ekkert hver þetta var. Við erum bara öll misjöfn. Sumt samkynhneigt fólk, eða það eru reyndar til mörg kyn og ég nenni ekki að fara út í það, er misjafnlega agresíft og óþolinmóðara og hefur kannski alist upp við aðrar aðstæður heldur en ég. Ég átti t.d. alveg frábæra foreldra og get ekki kvartað undan æsku minni að neinu leyti. Við fengum bara að gera það sem við vildum,“ segir Andrea og bætir við að stundum þurfum fólk líka að fá smá tíma til að átta sig, þegar kemur að því að nákominn þeirra komi út úr skápnum. Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Fjölmiðlar Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
Andrea Jónsdóttir er ein reyndasta fjölmiðlamanneskja landsins. Hún hefur starfað áratugum saman hjá RÚV en var áður prófarkalesari og fréttakona hjá Þjóðviljanum. Hún byrjaði sem plötusnúður á Dillon fyrir 23 árum síðan og þá var hún um fimmtugt. Andrea veit mikið um tónlist og hefur náð að miðla sinni vitneskju vel frá sér síðustu áratugi. Andrea er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpi hans sem kallast Snæbjörn talar við fólk. Andrea er samkynhneigð og segist í rauninni aldrei hafa komið beint út úr skápnum. Allir hennar nánustu hafa alltaf tekið henni vel en Andrea varð á sínum tíma fyrir líkamsárás. „Ég hef mjög sjaldan mætt einhverjum leiðindum og ekki út af því að ég er lesbísk. Það var reyndar einhver strákur, ég man það núna, sem ég þekkti ekki einu sinn. Það var í Þjóðleikhúskjallaranum og hann var með hníf og ég skar mig á hendinni. Hann var eitthvað reiður að ég væri að dansa við konuna sem ég var með. Ég vissi aldrei út af hverju það var, hvort það væri eitthvað sem fór í taugarnar á honum við mig. Ég bara veit það ekki en hann var bara fjarlægður,“ segir Andrea. „Ég veit ekkert hver þetta var. Við erum bara öll misjöfn. Sumt samkynhneigt fólk, eða það eru reyndar til mörg kyn og ég nenni ekki að fara út í það, er misjafnlega agresíft og óþolinmóðara og hefur kannski alist upp við aðrar aðstæður heldur en ég. Ég átti t.d. alveg frábæra foreldra og get ekki kvartað undan æsku minni að neinu leyti. Við fengum bara að gera það sem við vildum,“ segir Andrea og bætir við að stundum þurfum fólk líka að fá smá tíma til að átta sig, þegar kemur að því að nákominn þeirra komi út úr skápnum. Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Fjölmiðlar Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira