Mætti með hníf og skar Andreu þegar hann sá hana dansa við konu Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2020 07:00 Andrea Jóns fer um víðan völl í samtali við Snæbjörn Ragnarsson. Andrea Jónsdóttir er ein reyndasta fjölmiðlamanneskja landsins. Hún hefur starfað áratugum saman hjá RÚV en var áður prófarkalesari og fréttakona hjá Þjóðviljanum. Hún byrjaði sem plötusnúður á Dillon fyrir 23 árum síðan og þá var hún um fimmtugt. Andrea veit mikið um tónlist og hefur náð að miðla sinni vitneskju vel frá sér síðustu áratugi. Andrea er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpi hans sem kallast Snæbjörn talar við fólk. Andrea er samkynhneigð og segist í rauninni aldrei hafa komið beint út úr skápnum. Allir hennar nánustu hafa alltaf tekið henni vel en Andrea varð á sínum tíma fyrir líkamsárás. „Ég hef mjög sjaldan mætt einhverjum leiðindum og ekki út af því að ég er lesbísk. Það var reyndar einhver strákur, ég man það núna, sem ég þekkti ekki einu sinn. Það var í Þjóðleikhúskjallaranum og hann var með hníf og ég skar mig á hendinni. Hann var eitthvað reiður að ég væri að dansa við konuna sem ég var með. Ég vissi aldrei út af hverju það var, hvort það væri eitthvað sem fór í taugarnar á honum við mig. Ég bara veit það ekki en hann var bara fjarlægður,“ segir Andrea. „Ég veit ekkert hver þetta var. Við erum bara öll misjöfn. Sumt samkynhneigt fólk, eða það eru reyndar til mörg kyn og ég nenni ekki að fara út í það, er misjafnlega agresíft og óþolinmóðara og hefur kannski alist upp við aðrar aðstæður heldur en ég. Ég átti t.d. alveg frábæra foreldra og get ekki kvartað undan æsku minni að neinu leyti. Við fengum bara að gera það sem við vildum,“ segir Andrea og bætir við að stundum þurfum fólk líka að fá smá tíma til að átta sig, þegar kemur að því að nákominn þeirra komi út úr skápnum. Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Fjölmiðlar Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Andrea Jónsdóttir er ein reyndasta fjölmiðlamanneskja landsins. Hún hefur starfað áratugum saman hjá RÚV en var áður prófarkalesari og fréttakona hjá Þjóðviljanum. Hún byrjaði sem plötusnúður á Dillon fyrir 23 árum síðan og þá var hún um fimmtugt. Andrea veit mikið um tónlist og hefur náð að miðla sinni vitneskju vel frá sér síðustu áratugi. Andrea er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpi hans sem kallast Snæbjörn talar við fólk. Andrea er samkynhneigð og segist í rauninni aldrei hafa komið beint út úr skápnum. Allir hennar nánustu hafa alltaf tekið henni vel en Andrea varð á sínum tíma fyrir líkamsárás. „Ég hef mjög sjaldan mætt einhverjum leiðindum og ekki út af því að ég er lesbísk. Það var reyndar einhver strákur, ég man það núna, sem ég þekkti ekki einu sinn. Það var í Þjóðleikhúskjallaranum og hann var með hníf og ég skar mig á hendinni. Hann var eitthvað reiður að ég væri að dansa við konuna sem ég var með. Ég vissi aldrei út af hverju það var, hvort það væri eitthvað sem fór í taugarnar á honum við mig. Ég bara veit það ekki en hann var bara fjarlægður,“ segir Andrea. „Ég veit ekkert hver þetta var. Við erum bara öll misjöfn. Sumt samkynhneigt fólk, eða það eru reyndar til mörg kyn og ég nenni ekki að fara út í það, er misjafnlega agresíft og óþolinmóðara og hefur kannski alist upp við aðrar aðstæður heldur en ég. Ég átti t.d. alveg frábæra foreldra og get ekki kvartað undan æsku minni að neinu leyti. Við fengum bara að gera það sem við vildum,“ segir Andrea og bætir við að stundum þurfum fólk líka að fá smá tíma til að átta sig, þegar kemur að því að nákominn þeirra komi út úr skápnum. Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Fjölmiðlar Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira