Hertar aðgerðir í Danmörku vegna minkasmitsins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 21:18 Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur kynnir hertar aðgerðir. EPA-EFE/Philip Davali Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega á Norður-Jótlandi í Danmörku vegna stökkbreytingar á kórónuveirunni sem fannst í minkum og menn hafa smitast af. Aðgerðirnar ná til sjö sveitarfélaga: Hjørring, Frederikshavn, Vesthimmerland, Brønderslev, Jammerbugt, Thisted og Læsø. Samkvæmt Statens Serum Institut er stökkbreytta afbrigðið ólíklegra til þess að vera móttækilegt fyrir bóluefnum og telur stofnunin of mikla hættu fólgna í því ef afbrigðið dreifir úr sér. Öllum minkum í Danmörku verður fargað vegna sýkingarinnar. Íbúar í sveitarfélögunum sjö hafa fengið þau fyrirmæli að ferðast ekki út fyrir sveitarfélagsmörkin og sömuleiðis hefur Dönum sem búa utan þeirra verið gert að ferðast ekki til svæðanna. Reglurnar taka gildi í kvöld. Allir veitingastaðir, kaffihús og barir þurfa að loka, að undanskildum þeim veitingastöðum sem bjóða upp á að matur sé tekinn heim. Leikhúsum, söfnum, bíósölum, bókasöfnum og flestum skólum verður lokað. Börn í fimmta til áttunda bekk munu vera í fjarkennslu og sömuleiðis framhalds- og háskólanemar. Þá verður öllum líkamsræktarstöðvum, leikvöllum, sundlaugum og öðrum almenningssölum lokað. Þetta á þó aðeins við aðstöðu innanhúss. Einnig hætta allar almenningssamgöngur að ganga frá svæðunum, að undanskildum skólabílum. Vinnustaðir hafa verið hvattir til að láta starfsfólk vinna heima, að undanskildum framlínustarfsmönnum. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ætla að skima fyrir veirunni í minkabúum landsins Matvælastofnun ætlar að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum landsins í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði veirunnar úr minkum í fólk í Danmörku. 5. nóvember 2020 16:43 Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. 5. nóvember 2020 14:00 Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Fleiri fréttir Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sjá meira
Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega á Norður-Jótlandi í Danmörku vegna stökkbreytingar á kórónuveirunni sem fannst í minkum og menn hafa smitast af. Aðgerðirnar ná til sjö sveitarfélaga: Hjørring, Frederikshavn, Vesthimmerland, Brønderslev, Jammerbugt, Thisted og Læsø. Samkvæmt Statens Serum Institut er stökkbreytta afbrigðið ólíklegra til þess að vera móttækilegt fyrir bóluefnum og telur stofnunin of mikla hættu fólgna í því ef afbrigðið dreifir úr sér. Öllum minkum í Danmörku verður fargað vegna sýkingarinnar. Íbúar í sveitarfélögunum sjö hafa fengið þau fyrirmæli að ferðast ekki út fyrir sveitarfélagsmörkin og sömuleiðis hefur Dönum sem búa utan þeirra verið gert að ferðast ekki til svæðanna. Reglurnar taka gildi í kvöld. Allir veitingastaðir, kaffihús og barir þurfa að loka, að undanskildum þeim veitingastöðum sem bjóða upp á að matur sé tekinn heim. Leikhúsum, söfnum, bíósölum, bókasöfnum og flestum skólum verður lokað. Börn í fimmta til áttunda bekk munu vera í fjarkennslu og sömuleiðis framhalds- og háskólanemar. Þá verður öllum líkamsræktarstöðvum, leikvöllum, sundlaugum og öðrum almenningssölum lokað. Þetta á þó aðeins við aðstöðu innanhúss. Einnig hætta allar almenningssamgöngur að ganga frá svæðunum, að undanskildum skólabílum. Vinnustaðir hafa verið hvattir til að láta starfsfólk vinna heima, að undanskildum framlínustarfsmönnum.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ætla að skima fyrir veirunni í minkabúum landsins Matvælastofnun ætlar að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum landsins í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði veirunnar úr minkum í fólk í Danmörku. 5. nóvember 2020 16:43 Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. 5. nóvember 2020 14:00 Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Fleiri fréttir Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sjá meira
Ætla að skima fyrir veirunni í minkabúum landsins Matvælastofnun ætlar að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum landsins í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði veirunnar úr minkum í fólk í Danmörku. 5. nóvember 2020 16:43
Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. 5. nóvember 2020 14:00
Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32