Fékk martraðir í tvær vikur eftir að hafa tekið upp efni fyrir þættina Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2020 10:30 Ummerki hefja göngu sína á sunnudaginn. Sjónvarpsþáttaserían Ummerki hefur göngu sína á Stöð 2 á sunnudaginn. Um er að ræða sex þátta seríu sem fjallar um íslensk sakamál í umsjón Sunnu Karenar Sigurþórsdóttur. Þættirnir eru þeir fyrstu sinnar tegundar hér á landi þar sem einblínt er á sakamálin frá sjónarhorni rannsakandans. Í þættinum er glæpavettvangur endurgerður á mjög nákvæman hátt og í samvinnu við lögreglu. Sindri Sindrason skellti sér á tökustað í vikunni og kynnti sér þættina fyrir Ísland í dag sem sýnt var í gærkvöldi. „Við erum að kafa í rannsóknargögn og sönnunargögn sem leiddu til sakfellingar í morðmálum á Íslandi,“ segir Lúðvík Páll Lúðvíksson framleiðandi þáttanna. Sunna Karen Sigurþórsdóttir fréttamaður skrifaði handritið af þáttunum og segir hún tímann hafa verið spennandi. „Lúlli á þessa hugmynd og hann hafði samband við mig. Viku síðar var ég hætt í vinnunni og byrjuð að skrifa þetta handrit. Á sama tíma var fyrsta bylgja af covid og áður en ég vissi af var ég bara heima hjá mér með úfið hár að lesa um glæði og morð sem var áhugavert en átakanlegt í senn,“ segir Sunna. Málin eru alveg frá árinu 2002 til ársins 2017. „Í rauninni hefur ekki verið gerð svona sería hér á landi áður þar sem við erum að tækla þetta frá sjónarhorni rannsakanda. Hvernig þeir safna sönnunargögnum, fótsporið fyrir utan gluggann og hvernig þeir ná gæjanum og allt þetta,“ segir Lúðvík. „Ég var pínu skeptískur til að byrja með en svo var bent á það að þetta eru allt opinber mál. Gögnin liggja fyrir, það er búið að fjalla um þau og búið að dæma í þeim. Það vildi þannig til að ég kom að flestum af þessum málum,“ segir Ragnar Jónsson rannsóknarlögreglumaður, sem vann þættina með þeim Lúðvík og Sunnu. „Það var svolítið grafískt fyrir svona venjulegan mann,“ segir Hákon Sverrisson myndatökumaður í þáttunum sem tók upp efni í líkhúsi. „Ég dáist af þessu fólki sem vinnur við þetta að halda geðheilsunni. Fékk martraðir í svona tvær vikur, alltaf annað slagið, bara út frá því að vera þarna niður frá,“ segir Hákon. Ísland í dag Ummerki Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bob Weir látinn Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Fleiri fréttir Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Sjá meira
Sjónvarpsþáttaserían Ummerki hefur göngu sína á Stöð 2 á sunnudaginn. Um er að ræða sex þátta seríu sem fjallar um íslensk sakamál í umsjón Sunnu Karenar Sigurþórsdóttur. Þættirnir eru þeir fyrstu sinnar tegundar hér á landi þar sem einblínt er á sakamálin frá sjónarhorni rannsakandans. Í þættinum er glæpavettvangur endurgerður á mjög nákvæman hátt og í samvinnu við lögreglu. Sindri Sindrason skellti sér á tökustað í vikunni og kynnti sér þættina fyrir Ísland í dag sem sýnt var í gærkvöldi. „Við erum að kafa í rannsóknargögn og sönnunargögn sem leiddu til sakfellingar í morðmálum á Íslandi,“ segir Lúðvík Páll Lúðvíksson framleiðandi þáttanna. Sunna Karen Sigurþórsdóttir fréttamaður skrifaði handritið af þáttunum og segir hún tímann hafa verið spennandi. „Lúlli á þessa hugmynd og hann hafði samband við mig. Viku síðar var ég hætt í vinnunni og byrjuð að skrifa þetta handrit. Á sama tíma var fyrsta bylgja af covid og áður en ég vissi af var ég bara heima hjá mér með úfið hár að lesa um glæði og morð sem var áhugavert en átakanlegt í senn,“ segir Sunna. Málin eru alveg frá árinu 2002 til ársins 2017. „Í rauninni hefur ekki verið gerð svona sería hér á landi áður þar sem við erum að tækla þetta frá sjónarhorni rannsakanda. Hvernig þeir safna sönnunargögnum, fótsporið fyrir utan gluggann og hvernig þeir ná gæjanum og allt þetta,“ segir Lúðvík. „Ég var pínu skeptískur til að byrja með en svo var bent á það að þetta eru allt opinber mál. Gögnin liggja fyrir, það er búið að fjalla um þau og búið að dæma í þeim. Það vildi þannig til að ég kom að flestum af þessum málum,“ segir Ragnar Jónsson rannsóknarlögreglumaður, sem vann þættina með þeim Lúðvík og Sunnu. „Það var svolítið grafískt fyrir svona venjulegan mann,“ segir Hákon Sverrisson myndatökumaður í þáttunum sem tók upp efni í líkhúsi. „Ég dáist af þessu fólki sem vinnur við þetta að halda geðheilsunni. Fékk martraðir í svona tvær vikur, alltaf annað slagið, bara út frá því að vera þarna niður frá,“ segir Hákon.
Ísland í dag Ummerki Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bob Weir látinn Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Fleiri fréttir Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Sjá meira