Fékk martraðir í tvær vikur eftir að hafa tekið upp efni fyrir þættina Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2020 10:30 Ummerki hefja göngu sína á sunnudaginn. Sjónvarpsþáttaserían Ummerki hefur göngu sína á Stöð 2 á sunnudaginn. Um er að ræða sex þátta seríu sem fjallar um íslensk sakamál í umsjón Sunnu Karenar Sigurþórsdóttur. Þættirnir eru þeir fyrstu sinnar tegundar hér á landi þar sem einblínt er á sakamálin frá sjónarhorni rannsakandans. Í þættinum er glæpavettvangur endurgerður á mjög nákvæman hátt og í samvinnu við lögreglu. Sindri Sindrason skellti sér á tökustað í vikunni og kynnti sér þættina fyrir Ísland í dag sem sýnt var í gærkvöldi. „Við erum að kafa í rannsóknargögn og sönnunargögn sem leiddu til sakfellingar í morðmálum á Íslandi,“ segir Lúðvík Páll Lúðvíksson framleiðandi þáttanna. Sunna Karen Sigurþórsdóttir fréttamaður skrifaði handritið af þáttunum og segir hún tímann hafa verið spennandi. „Lúlli á þessa hugmynd og hann hafði samband við mig. Viku síðar var ég hætt í vinnunni og byrjuð að skrifa þetta handrit. Á sama tíma var fyrsta bylgja af covid og áður en ég vissi af var ég bara heima hjá mér með úfið hár að lesa um glæði og morð sem var áhugavert en átakanlegt í senn,“ segir Sunna. Málin eru alveg frá árinu 2002 til ársins 2017. „Í rauninni hefur ekki verið gerð svona sería hér á landi áður þar sem við erum að tækla þetta frá sjónarhorni rannsakanda. Hvernig þeir safna sönnunargögnum, fótsporið fyrir utan gluggann og hvernig þeir ná gæjanum og allt þetta,“ segir Lúðvík. „Ég var pínu skeptískur til að byrja með en svo var bent á það að þetta eru allt opinber mál. Gögnin liggja fyrir, það er búið að fjalla um þau og búið að dæma í þeim. Það vildi þannig til að ég kom að flestum af þessum málum,“ segir Ragnar Jónsson rannsóknarlögreglumaður, sem vann þættina með þeim Lúðvík og Sunnu. „Það var svolítið grafískt fyrir svona venjulegan mann,“ segir Hákon Sverrisson myndatökumaður í þáttunum sem tók upp efni í líkhúsi. „Ég dáist af þessu fólki sem vinnur við þetta að halda geðheilsunni. Fékk martraðir í svona tvær vikur, alltaf annað slagið, bara út frá því að vera þarna niður frá,“ segir Hákon. Ísland í dag Ummerki Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Fleiri fréttir Palestínskir fánir leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Sjá meira
Sjónvarpsþáttaserían Ummerki hefur göngu sína á Stöð 2 á sunnudaginn. Um er að ræða sex þátta seríu sem fjallar um íslensk sakamál í umsjón Sunnu Karenar Sigurþórsdóttur. Þættirnir eru þeir fyrstu sinnar tegundar hér á landi þar sem einblínt er á sakamálin frá sjónarhorni rannsakandans. Í þættinum er glæpavettvangur endurgerður á mjög nákvæman hátt og í samvinnu við lögreglu. Sindri Sindrason skellti sér á tökustað í vikunni og kynnti sér þættina fyrir Ísland í dag sem sýnt var í gærkvöldi. „Við erum að kafa í rannsóknargögn og sönnunargögn sem leiddu til sakfellingar í morðmálum á Íslandi,“ segir Lúðvík Páll Lúðvíksson framleiðandi þáttanna. Sunna Karen Sigurþórsdóttir fréttamaður skrifaði handritið af þáttunum og segir hún tímann hafa verið spennandi. „Lúlli á þessa hugmynd og hann hafði samband við mig. Viku síðar var ég hætt í vinnunni og byrjuð að skrifa þetta handrit. Á sama tíma var fyrsta bylgja af covid og áður en ég vissi af var ég bara heima hjá mér með úfið hár að lesa um glæði og morð sem var áhugavert en átakanlegt í senn,“ segir Sunna. Málin eru alveg frá árinu 2002 til ársins 2017. „Í rauninni hefur ekki verið gerð svona sería hér á landi áður þar sem við erum að tækla þetta frá sjónarhorni rannsakanda. Hvernig þeir safna sönnunargögnum, fótsporið fyrir utan gluggann og hvernig þeir ná gæjanum og allt þetta,“ segir Lúðvík. „Ég var pínu skeptískur til að byrja með en svo var bent á það að þetta eru allt opinber mál. Gögnin liggja fyrir, það er búið að fjalla um þau og búið að dæma í þeim. Það vildi þannig til að ég kom að flestum af þessum málum,“ segir Ragnar Jónsson rannsóknarlögreglumaður, sem vann þættina með þeim Lúðvík og Sunnu. „Það var svolítið grafískt fyrir svona venjulegan mann,“ segir Hákon Sverrisson myndatökumaður í þáttunum sem tók upp efni í líkhúsi. „Ég dáist af þessu fólki sem vinnur við þetta að halda geðheilsunni. Fékk martraðir í svona tvær vikur, alltaf annað slagið, bara út frá því að vera þarna niður frá,“ segir Hákon.
Ísland í dag Ummerki Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Fleiri fréttir Palestínskir fánir leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Sjá meira