„Þá yrðum við að senda Val og Breiðablik úr landi“ Sindri Sverrisson skrifar 6. nóvember 2020 15:00 Kristín Ýr Bjarnadóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir fóru um víðan völl í uppgjörsþætti Pepsi Max markanna. stöð 2 sport „Er ekki bara kominn tími á breytingar á kvennadeildinni? Þurfa þessi tvö lið að falla?“ spurði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Pepsi Max markanna á Stöð 2 Sport, í sérstökum lokahófsþætti í gærkvöld. FH og KR enduðu í neðstu sætum Pepsi Max-deildarinnar en hvorugt liðið var þó formlega fallið þegar KSÍ tók þá ákvörðun að flauta mótið af fyrir viku síðan. Samkvæmt reglugerð KSÍ frá því í júlí felur sú ákvörðun í sér að liðin tvö falli niður í Lengjudeildina, en Helena ræddi þann möguleika að fjölga liðum úr 10 í 12 í efstu deild. Tindastóll og Keflavík höfðu tryggt sér tvö efstu sætin í Lengjudeildinni og verða í Pepsi Max-deildinni næsta sumar. „Við viljum fleiri leiki. Við sjáum að Lengjudeildin er að styrkjast. Þróttarar enda núna í 5. sæti eftir að hafa komið upp úr Lengjudeildinni í fyrra, FH-ingarnir stóðu sig líka mjög vel. Er þetta ráð fyrir KSÍ? Mér finnst pínu ósanngjarnt að lið eigi fjóra leiki eftir,“ sagði Helena og vísaði til botnliðs KR sem fór þrisvar í sóttkví í sumar og átti eftir fjóra leiki þegar mótið var blásið af. Hrædd um bilið á milli efstu og neðstu liða Kristín Ýr Bjarnadóttir tók undir með Helenu en Margrét Lára Viðarsdóttir benti á að þá gæti bilið á milli bestu og slökustu liðanna orðið of mikið. „Ef að ekki hefði verið sóttkvíarárið mikla þá þætti mér þetta samt alls ekki galin hugmynd. Maður hefur heyrt að mögulega séu að koma tvö ný lið inn í 2. deild, og þá yrði enn auðveldara að gera þetta,“ sagði Kristín og sagði vert að prófa 12 liða úrvalsdeild í eitt ár. Breiðablik varð Íslandsmeistari eftir hnífjafna baráttu við Val en þessi lið skáru sig úr.vísir/hulda margrét „Mér finnst þessi umræða alveg eiga rétt á sér, en ég held að þá yrðum við bara að senda Val og Breiðablik úr landi,“ sagði Margrét. „Bilið verður enn meira. En ef við skoðum heildarmyndina af deildinni þá gæti þetta mjög vel gengið. Þróttur kom upp og stóð sig feykilega vel, og FH hefði vel getað haldið sér uppi. En ég er líka hrædd um þetta bil á milli efstu og neðstu liða. Að það verði aftur enn stærra,“ sagði Margrét. KR-ingar áttu aldrei að vera í þessari stöðu Að mati Margrétar geta KR-ingar sjálfum sér um kennt að hafa fallið: „Ég skil alveg þessa umræðu, um hvað sé ósanngjarnt og sanngjarnt, en mér finnst við bara lifa á þannig tímum að það er ekkert ósanngjarnt eða sanngjarnt í þessu. Þetta er ákvörðun sem var tekin og ég held að það sé alltaf best fyrir þessi neðstu tvö lið að líta á hvað þau hefðu getað gert betur. Það er mun hjálplegra. KR-ingar áttu fyrir mér aldrei að vera í þessari stöðu, þó að þær hafi verið fjórum leikjum eftir á. Miðað við leikmannahóp hefðu þær aldrei þurft að vera í þessari stöðu.“ Klippa: Pepsi Max mörkin: Umræða um fjölgun liða Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Sveindís með marga möguleika og stefnir á besta lið í heimi Sveindís Jane Jónsdóttir stefnir á að komast í besta lið í heimi, eftir stórkostlegt ár á sínum knattspyrnuferli. 6. nóvember 2020 12:02 Sveindís best, Cecilía efnilegust og Þorsteinn besti þjálfarinn KSÍ tilkynnti í kvöld hvaða leikmenn hefðu verið kosnir bestir og efnilegastir í Pepsi Max deild kvenna. Það var gert í Pepsi Max mörkum kvenna sem var á dagskránni í kvöld. 5. nóvember 2020 20:10 Segir sanngjarnast að flauta Pepsi Max-deild kvenna af og ekkert lið falli Að mati Þorkels Mána Péturssonar væri sanngjarnast að hætta keppni í Pepsi Max-deild kvenna núna. Hann vill að Breiðablik verði krýnt Íslandsmeistari og Pepsi Max-deildin verði skipuð tólf liðum á næsta tímabili. 14. október 2020 11:31 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
„Er ekki bara kominn tími á breytingar á kvennadeildinni? Þurfa þessi tvö lið að falla?“ spurði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Pepsi Max markanna á Stöð 2 Sport, í sérstökum lokahófsþætti í gærkvöld. FH og KR enduðu í neðstu sætum Pepsi Max-deildarinnar en hvorugt liðið var þó formlega fallið þegar KSÍ tók þá ákvörðun að flauta mótið af fyrir viku síðan. Samkvæmt reglugerð KSÍ frá því í júlí felur sú ákvörðun í sér að liðin tvö falli niður í Lengjudeildina, en Helena ræddi þann möguleika að fjölga liðum úr 10 í 12 í efstu deild. Tindastóll og Keflavík höfðu tryggt sér tvö efstu sætin í Lengjudeildinni og verða í Pepsi Max-deildinni næsta sumar. „Við viljum fleiri leiki. Við sjáum að Lengjudeildin er að styrkjast. Þróttarar enda núna í 5. sæti eftir að hafa komið upp úr Lengjudeildinni í fyrra, FH-ingarnir stóðu sig líka mjög vel. Er þetta ráð fyrir KSÍ? Mér finnst pínu ósanngjarnt að lið eigi fjóra leiki eftir,“ sagði Helena og vísaði til botnliðs KR sem fór þrisvar í sóttkví í sumar og átti eftir fjóra leiki þegar mótið var blásið af. Hrædd um bilið á milli efstu og neðstu liða Kristín Ýr Bjarnadóttir tók undir með Helenu en Margrét Lára Viðarsdóttir benti á að þá gæti bilið á milli bestu og slökustu liðanna orðið of mikið. „Ef að ekki hefði verið sóttkvíarárið mikla þá þætti mér þetta samt alls ekki galin hugmynd. Maður hefur heyrt að mögulega séu að koma tvö ný lið inn í 2. deild, og þá yrði enn auðveldara að gera þetta,“ sagði Kristín og sagði vert að prófa 12 liða úrvalsdeild í eitt ár. Breiðablik varð Íslandsmeistari eftir hnífjafna baráttu við Val en þessi lið skáru sig úr.vísir/hulda margrét „Mér finnst þessi umræða alveg eiga rétt á sér, en ég held að þá yrðum við bara að senda Val og Breiðablik úr landi,“ sagði Margrét. „Bilið verður enn meira. En ef við skoðum heildarmyndina af deildinni þá gæti þetta mjög vel gengið. Þróttur kom upp og stóð sig feykilega vel, og FH hefði vel getað haldið sér uppi. En ég er líka hrædd um þetta bil á milli efstu og neðstu liða. Að það verði aftur enn stærra,“ sagði Margrét. KR-ingar áttu aldrei að vera í þessari stöðu Að mati Margrétar geta KR-ingar sjálfum sér um kennt að hafa fallið: „Ég skil alveg þessa umræðu, um hvað sé ósanngjarnt og sanngjarnt, en mér finnst við bara lifa á þannig tímum að það er ekkert ósanngjarnt eða sanngjarnt í þessu. Þetta er ákvörðun sem var tekin og ég held að það sé alltaf best fyrir þessi neðstu tvö lið að líta á hvað þau hefðu getað gert betur. Það er mun hjálplegra. KR-ingar áttu fyrir mér aldrei að vera í þessari stöðu, þó að þær hafi verið fjórum leikjum eftir á. Miðað við leikmannahóp hefðu þær aldrei þurft að vera í þessari stöðu.“ Klippa: Pepsi Max mörkin: Umræða um fjölgun liða
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Sveindís með marga möguleika og stefnir á besta lið í heimi Sveindís Jane Jónsdóttir stefnir á að komast í besta lið í heimi, eftir stórkostlegt ár á sínum knattspyrnuferli. 6. nóvember 2020 12:02 Sveindís best, Cecilía efnilegust og Þorsteinn besti þjálfarinn KSÍ tilkynnti í kvöld hvaða leikmenn hefðu verið kosnir bestir og efnilegastir í Pepsi Max deild kvenna. Það var gert í Pepsi Max mörkum kvenna sem var á dagskránni í kvöld. 5. nóvember 2020 20:10 Segir sanngjarnast að flauta Pepsi Max-deild kvenna af og ekkert lið falli Að mati Þorkels Mána Péturssonar væri sanngjarnast að hætta keppni í Pepsi Max-deild kvenna núna. Hann vill að Breiðablik verði krýnt Íslandsmeistari og Pepsi Max-deildin verði skipuð tólf liðum á næsta tímabili. 14. október 2020 11:31 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Sveindís með marga möguleika og stefnir á besta lið í heimi Sveindís Jane Jónsdóttir stefnir á að komast í besta lið í heimi, eftir stórkostlegt ár á sínum knattspyrnuferli. 6. nóvember 2020 12:02
Sveindís best, Cecilía efnilegust og Þorsteinn besti þjálfarinn KSÍ tilkynnti í kvöld hvaða leikmenn hefðu verið kosnir bestir og efnilegastir í Pepsi Max deild kvenna. Það var gert í Pepsi Max mörkum kvenna sem var á dagskránni í kvöld. 5. nóvember 2020 20:10
Segir sanngjarnast að flauta Pepsi Max-deild kvenna af og ekkert lið falli Að mati Þorkels Mána Péturssonar væri sanngjarnast að hætta keppni í Pepsi Max-deild kvenna núna. Hann vill að Breiðablik verði krýnt Íslandsmeistari og Pepsi Max-deildin verði skipuð tólf liðum á næsta tímabili. 14. október 2020 11:31