Hælisleitendur í rakaskemmdu húsnæði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 20:30 Víða má sjá alvarlegar rakaskemmdir á húsnæði sem barnafjölskyldur sem hafa leitað hælis hér dvelja í á vegum Reykjavíkurborgar. Vísir Barnafjölskyldur sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd búa í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar sem ungbarnaleikskóli flúði úr vegna rakaskemmda fyrir fjórum árum. Reykjavíkurborg segist vera búin að endurnýja húsnæðið. Víða sjást þó mygla og raki á húsnæðinu. Fréttastofa hefur undir höndum minnisblað frá Eflu verkfræðistofu sem skoðaði, rakamældi og tók sýni úr húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar árið 2016. Efla gerði margvíslegar athugasemdir í minnisblaði Þar kemur fram að húsnæðið sem í var ungbarnaleikskóli væri illa farið, sprungur á öllum útveggjum. Gluggar fúnir. Ekki ljóst hvort og hvernig drenlagnir væru. Raki mældist við næstum alla útveggi. Reiknað var með að mygla hafi náð að vaxa. Ummerki væri um leka og raka. Í næstu skrefum lagði Efla til frekari úttektar á húsnæðinu það þyrfti að athuga lagnir og þak. Þá benti Efla á mikilvægi þess í skýrslunni að athuga þyrfti hvort að húsnæðið hentaði starfsemi fyrir ung börn með langa viðveru. Ungbarnaleikskóli sem var þá í húsnæðinu flutti skömmu síðar út vegna ástands hússins samkvæmt heimildum fréttastofu. Við það fækkaði veikindadögum starfsfólks um fjórðung í úttekt sem var gerð á heilsufari þeirra. Reykjavíkurborg segist búin að endurnýja húsnæðið Fréttastofa fékk þær upplýsingar frá Reykjavíkurborg sem á og annast húsnæðið að borgin hafi ráðist í endurbætur á húsinu og breytt því í fjórar íbúðir fyrir fólk sem sækir um alþjóðlega vernd hér á landi. Þeim endurbótum hafi verið lokið 2018. Þá kom fram í upplýsingum frá borginni að reynt hafi verið að lagfæra rakaskemmdir á húsnæðinu. Ekki hafa komið fram upplýsingar hvort úttekt hafi verið gerð á hvort raki eða mygla hafi leynst í húsnæðinu. Hjón frá Sénegal sem hafa án árangurs í rúm sex ár óskað eftir dvalarleyfi hér á landi. Dætur þeirra fæddust hér á landi.Vísir/Sigurjón Frá árinu 2017 hefur fólk sem sækir um alþjóðlega vernd hér á landi búið í húsnæðinu á vegum Reykjavíkurborgar en Útlendingastofnun hefur útvistað verkefninu til borgarinnar. Nú búa þar nokkrar fjölskyldur með ung börn. Þar á meðal ung hjón frá Sénegal sem fréttastofa hefur sagt frá en þau hafa án árangurs óskað eftir dvalarleyfi hér á landi í ríflega sex ár en þau eiga dætur sem báðar fæddust hér á landi sem eru 3 og 6 ára. Fréttastofa kannaði ástand hússins í dag og víða mátti sjá raka og myglu þrátt fyrir endurbætur Reykjavíkurborgar. Mygla var komin við glugga, gluggakarmar voru víða skemmdir, ummerki eftir rakaskemmdir má sjá innandyra og steypa hússins er víða illa sprungin. Lavencia Oduro Kwartengsem frá Ghana hefur búið í húsinu í tvö og hálft ár ásamt 3 og 6 ára börnum sínum. Lavencia Oduro Kwartengsem frá Ghana hefur búið í húsinu í tvö og hálft ár ásamt 3 og 6 ára börnum sínum. Hún hefur sótt um alþjóðlega vernd hér á landi og leyfði okkur að kíkja inn og þar inni mátti líka sjá rakaskemmdir á veggjum og gólfi. Hún var þó ekki á því að kvarta. „Það er allt í lagi, félagsþjónustan er að gera sitt besta og okkur líður vel,“ sagði Lavencia í dag. Hælisleitendur Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. 3. nóvember 2020 12:45 12 þúsund mótmæla brottvísun fjölskyldunnar Rúmlega tólf þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar þar sem krafist er að fjölskyldu frá Senegal verði ekki vísað úr landi. 1. nóvember 2020 20:49 „Réttindi barnanna eru fótum troðin í þessu fordæmalausa máli“ Hjónum frá Sénegal sem eiga þriggja og sex ára stelpur sem fæddust hér á landi verður að óbreyttu vísað úr landi. Þau hafa án árangurs barist fyrir dvalarleyfi hér af mannúðarástæðum eða fyrir alþjóðlegri vernd í sex ár. Lögmaður þeirra segir málið án fordæma. 30. október 2020 21:01 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Barnafjölskyldur sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd búa í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar sem ungbarnaleikskóli flúði úr vegna rakaskemmda fyrir fjórum árum. Reykjavíkurborg segist vera búin að endurnýja húsnæðið. Víða sjást þó mygla og raki á húsnæðinu. Fréttastofa hefur undir höndum minnisblað frá Eflu verkfræðistofu sem skoðaði, rakamældi og tók sýni úr húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar árið 2016. Efla gerði margvíslegar athugasemdir í minnisblaði Þar kemur fram að húsnæðið sem í var ungbarnaleikskóli væri illa farið, sprungur á öllum útveggjum. Gluggar fúnir. Ekki ljóst hvort og hvernig drenlagnir væru. Raki mældist við næstum alla útveggi. Reiknað var með að mygla hafi náð að vaxa. Ummerki væri um leka og raka. Í næstu skrefum lagði Efla til frekari úttektar á húsnæðinu það þyrfti að athuga lagnir og þak. Þá benti Efla á mikilvægi þess í skýrslunni að athuga þyrfti hvort að húsnæðið hentaði starfsemi fyrir ung börn með langa viðveru. Ungbarnaleikskóli sem var þá í húsnæðinu flutti skömmu síðar út vegna ástands hússins samkvæmt heimildum fréttastofu. Við það fækkaði veikindadögum starfsfólks um fjórðung í úttekt sem var gerð á heilsufari þeirra. Reykjavíkurborg segist búin að endurnýja húsnæðið Fréttastofa fékk þær upplýsingar frá Reykjavíkurborg sem á og annast húsnæðið að borgin hafi ráðist í endurbætur á húsinu og breytt því í fjórar íbúðir fyrir fólk sem sækir um alþjóðlega vernd hér á landi. Þeim endurbótum hafi verið lokið 2018. Þá kom fram í upplýsingum frá borginni að reynt hafi verið að lagfæra rakaskemmdir á húsnæðinu. Ekki hafa komið fram upplýsingar hvort úttekt hafi verið gerð á hvort raki eða mygla hafi leynst í húsnæðinu. Hjón frá Sénegal sem hafa án árangurs í rúm sex ár óskað eftir dvalarleyfi hér á landi. Dætur þeirra fæddust hér á landi.Vísir/Sigurjón Frá árinu 2017 hefur fólk sem sækir um alþjóðlega vernd hér á landi búið í húsnæðinu á vegum Reykjavíkurborgar en Útlendingastofnun hefur útvistað verkefninu til borgarinnar. Nú búa þar nokkrar fjölskyldur með ung börn. Þar á meðal ung hjón frá Sénegal sem fréttastofa hefur sagt frá en þau hafa án árangurs óskað eftir dvalarleyfi hér á landi í ríflega sex ár en þau eiga dætur sem báðar fæddust hér á landi sem eru 3 og 6 ára. Fréttastofa kannaði ástand hússins í dag og víða mátti sjá raka og myglu þrátt fyrir endurbætur Reykjavíkurborgar. Mygla var komin við glugga, gluggakarmar voru víða skemmdir, ummerki eftir rakaskemmdir má sjá innandyra og steypa hússins er víða illa sprungin. Lavencia Oduro Kwartengsem frá Ghana hefur búið í húsinu í tvö og hálft ár ásamt 3 og 6 ára börnum sínum. Lavencia Oduro Kwartengsem frá Ghana hefur búið í húsinu í tvö og hálft ár ásamt 3 og 6 ára börnum sínum. Hún hefur sótt um alþjóðlega vernd hér á landi og leyfði okkur að kíkja inn og þar inni mátti líka sjá rakaskemmdir á veggjum og gólfi. Hún var þó ekki á því að kvarta. „Það er allt í lagi, félagsþjónustan er að gera sitt besta og okkur líður vel,“ sagði Lavencia í dag.
Hælisleitendur Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. 3. nóvember 2020 12:45 12 þúsund mótmæla brottvísun fjölskyldunnar Rúmlega tólf þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar þar sem krafist er að fjölskyldu frá Senegal verði ekki vísað úr landi. 1. nóvember 2020 20:49 „Réttindi barnanna eru fótum troðin í þessu fordæmalausa máli“ Hjónum frá Sénegal sem eiga þriggja og sex ára stelpur sem fæddust hér á landi verður að óbreyttu vísað úr landi. Þau hafa án árangurs barist fyrir dvalarleyfi hér af mannúðarástæðum eða fyrir alþjóðlegri vernd í sex ár. Lögmaður þeirra segir málið án fordæma. 30. október 2020 21:01 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. 3. nóvember 2020 12:45
12 þúsund mótmæla brottvísun fjölskyldunnar Rúmlega tólf þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar þar sem krafist er að fjölskyldu frá Senegal verði ekki vísað úr landi. 1. nóvember 2020 20:49
„Réttindi barnanna eru fótum troðin í þessu fordæmalausa máli“ Hjónum frá Sénegal sem eiga þriggja og sex ára stelpur sem fæddust hér á landi verður að óbreyttu vísað úr landi. Þau hafa án árangurs barist fyrir dvalarleyfi hér af mannúðarástæðum eða fyrir alþjóðlegri vernd í sex ár. Lögmaður þeirra segir málið án fordæma. 30. október 2020 21:01