Kærðu hvort annað eftir uppákomu á árshátíð á Vestfjörðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 19:11 Ákærða var yfirheyrð 2. júní síðastliðinn og sagði kæruna ranga. Á mynd sést húsnæði lögreglustjórans á Vestfjörðum. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Vestfjarða hefur sýknað konu af líkamsárás gegn mági sínum á árshátíð sem þau sóttu bæði í fyrra. Í dómi eru rakin mikil illindi á milli þeirra en þau kærðu hvort annað fyrir líkamsárás á umræddri árshátíð. Ákæra á hendur manninum fyrir árás á konuna bíður dóms. Ákærða og mágur hennar voru á meðal gesta á árshátíð í félagsheimili á Vestfjörðum að kvöldi 6. apríl í fyrra. Tveimur dögum eftir árshátíðina lagði ákærða fram kæru á hendur mági sínum fyrir meinta líkamsárás á dansgólfinu á árshátíðinni. Gefin var út ákæra í kjölfarið og bíður hún dóms. Í lok apríl þessa árs kærði mágurinn hins vegar ákærðu fyrir líkamsárás á sömu árshátíð. Í kærunni segir að mágurinn hafi staðið við barinn í félagsheimilinu og verið að ræða við móðursystur sína þegar ákærðu hafi borið að „og hún umsvifalaust og án tilefnis slegið hann í hálsinn.“ Ákæra var gefin út í kjölfarið, líkt og í hinu málinu, sem hér er til umfjöllunar. Viðurkenndi „fokk merki“ en þvertók fyrir árás Ákærða sagði í yfirheyrslu í júní síðastliðnum að kæra mágs hennar væri röng og hún hefði aðeins hitt hann á dansgólfinu þetta kvöld. Þar hafi hún ekki gert annað en að halla sér upp að honum „og segja honum að drulla sér í burtu“. Mágurinn hafi þá brugðist við með því að kýla hana í andlitið. Ákærða neitaði jafnframt sök fyrir dómi og þvertók áfram fyrir að hafa hitt mág sinn á barnum í félagsheimilinu. Hún kannaðist þó við að hafa hitt hann nokkrum sinnum umrætt kvöld og gefið honum „fokk merki“. Frásögn mágsins og móðursystur hans, sem staðfesti árás ákærðu í yfirheyrslu, stæðist ekki. Ákærða gat þess jafnframt að mágurinn og móðursystir hans væri afar náin og sú síðarnefnda myndi „vaða eld og brennistein fyrir náfrænda sinn“. „Hjólað í“ núverandi konu hans Mágurinn sagði fyrir dómi að ákærða hefði lengi verið með „þráhyggju gagnvart honum og láti hann ekki í friði“. Hún hefði „hjólað í“ núverandi konu hans og nær alla aðra hans nákomnustu. Þá kvaðst hann ekki nánari móðursystur sinni en almennt tíðkaðist innan fjölskyldu. Í niðurstöðu dómsins segir að af framburði ákærðu og mágs hennar fyrir dómi sé ljóst að „litlir kærleikar“ séu með þeim, allt frá árinu 2017. Í ljósi þess að greinileg óvild ríki milli þeirra, auk þess sem að eina vitnið sem studdi frásögn mágsins væri tengt honum fjölskylduböndum, þykir ekki sannað að hún hafi framið þá háttsemi sem henni er gefið að sök í ákæru. Konan var því sýknuð og allur sakarkostnaður, um 700 þúsund krónur, dæmdur til að greiðast úr ríkissjóði. Dómsmál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Héraðsdómur Vestfjarða hefur sýknað konu af líkamsárás gegn mági sínum á árshátíð sem þau sóttu bæði í fyrra. Í dómi eru rakin mikil illindi á milli þeirra en þau kærðu hvort annað fyrir líkamsárás á umræddri árshátíð. Ákæra á hendur manninum fyrir árás á konuna bíður dóms. Ákærða og mágur hennar voru á meðal gesta á árshátíð í félagsheimili á Vestfjörðum að kvöldi 6. apríl í fyrra. Tveimur dögum eftir árshátíðina lagði ákærða fram kæru á hendur mági sínum fyrir meinta líkamsárás á dansgólfinu á árshátíðinni. Gefin var út ákæra í kjölfarið og bíður hún dóms. Í lok apríl þessa árs kærði mágurinn hins vegar ákærðu fyrir líkamsárás á sömu árshátíð. Í kærunni segir að mágurinn hafi staðið við barinn í félagsheimilinu og verið að ræða við móðursystur sína þegar ákærðu hafi borið að „og hún umsvifalaust og án tilefnis slegið hann í hálsinn.“ Ákæra var gefin út í kjölfarið, líkt og í hinu málinu, sem hér er til umfjöllunar. Viðurkenndi „fokk merki“ en þvertók fyrir árás Ákærða sagði í yfirheyrslu í júní síðastliðnum að kæra mágs hennar væri röng og hún hefði aðeins hitt hann á dansgólfinu þetta kvöld. Þar hafi hún ekki gert annað en að halla sér upp að honum „og segja honum að drulla sér í burtu“. Mágurinn hafi þá brugðist við með því að kýla hana í andlitið. Ákærða neitaði jafnframt sök fyrir dómi og þvertók áfram fyrir að hafa hitt mág sinn á barnum í félagsheimilinu. Hún kannaðist þó við að hafa hitt hann nokkrum sinnum umrætt kvöld og gefið honum „fokk merki“. Frásögn mágsins og móðursystur hans, sem staðfesti árás ákærðu í yfirheyrslu, stæðist ekki. Ákærða gat þess jafnframt að mágurinn og móðursystir hans væri afar náin og sú síðarnefnda myndi „vaða eld og brennistein fyrir náfrænda sinn“. „Hjólað í“ núverandi konu hans Mágurinn sagði fyrir dómi að ákærða hefði lengi verið með „þráhyggju gagnvart honum og láti hann ekki í friði“. Hún hefði „hjólað í“ núverandi konu hans og nær alla aðra hans nákomnustu. Þá kvaðst hann ekki nánari móðursystur sinni en almennt tíðkaðist innan fjölskyldu. Í niðurstöðu dómsins segir að af framburði ákærðu og mágs hennar fyrir dómi sé ljóst að „litlir kærleikar“ séu með þeim, allt frá árinu 2017. Í ljósi þess að greinileg óvild ríki milli þeirra, auk þess sem að eina vitnið sem studdi frásögn mágsins væri tengt honum fjölskylduböndum, þykir ekki sannað að hún hafi framið þá háttsemi sem henni er gefið að sök í ákæru. Konan var því sýknuð og allur sakarkostnaður, um 700 þúsund krónur, dæmdur til að greiðast úr ríkissjóði.
Dómsmál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira