Gæti reynst erfitt fyrir næsta frambjóðanda Repúblikana að sækja fylgi vegna mikillar hylli Trumps í flokknum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2020 13:30 Stuðningsmenn Trumps eru margir hverjir eldheitir og sannfærðir í trú sinni á forsetann. Aaron P. Bernstein/Getty Það gæti reynst erfitt fyrir næsta frambjóðanda Repúblikanaflokksins að sækja fylgi vegna mikillar hylli Trumps í flokknum að sögn Guðmundar Hálfdánarsonar, prófessors í sagnfræði. Marco Rubio hefur verið nefndur sem mögulegt andlit flokksins og arftaka Trumps innan hans. „Hann kemur til með að eiga erfitt með að fá fylgi án þess að raunverulega tala til Trump aðdáenda. Sem eru að kjósa Repúblikanaflokkinn, ekki bara vegna þess að þau styðja málefni hans, heldur því þeir leggja það á sig að kjósa vegna þess að þeir dá svo Trump. Tekst einhverjum að taka þann kyndil það er ekki gott að segja,“ segir Guðmundur Hálfdánarson. Kristján Kristjánsson ræddi við Guðmund í Sprengisandi í morgun. Er „Trumpismi“ til? Guðmundur segir það álitamál hvort svokallaður „Trumpismi“ sé til. Í Trumpisma er talin felast óbilandi trú á Donald Trump og aðferðafræði hans. „Að hve miklu leyti snýst þetta bara um hans persónu eða að hve miklu leyti er hann að tjá pólitík sem hefur víðtækan stuðning.“ Hann segir að tíminn muni leiða það í ljós. Guðmundur segir Trump hafa náð til margra í kosningabaráttu sinni. „Það verður ekki af honum tekið og það sem einkennir hans kosningabaráttu eða kosningahegðun - er að honum tekst mjög vel að fá sína kjósendur og aðdáendur til að koma á kjörstað. Alveg örugglega þá hafa margir kosið í þessum tvennum kosningum 2016 og 2020 sem ekki hafa kosið áður.“ Hann segir kosningabaráttu í Bandaríkjunum snúast að miklu leyti um að fá fólk á kjörstað. „Það munar oft mjög litlu og því snýst þetta um að fá fólk til að kjósa og báðum aðilum tókst það mjög vel.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Það gæti reynst erfitt fyrir næsta frambjóðanda Repúblikanaflokksins að sækja fylgi vegna mikillar hylli Trumps í flokknum að sögn Guðmundar Hálfdánarsonar, prófessors í sagnfræði. Marco Rubio hefur verið nefndur sem mögulegt andlit flokksins og arftaka Trumps innan hans. „Hann kemur til með að eiga erfitt með að fá fylgi án þess að raunverulega tala til Trump aðdáenda. Sem eru að kjósa Repúblikanaflokkinn, ekki bara vegna þess að þau styðja málefni hans, heldur því þeir leggja það á sig að kjósa vegna þess að þeir dá svo Trump. Tekst einhverjum að taka þann kyndil það er ekki gott að segja,“ segir Guðmundur Hálfdánarson. Kristján Kristjánsson ræddi við Guðmund í Sprengisandi í morgun. Er „Trumpismi“ til? Guðmundur segir það álitamál hvort svokallaður „Trumpismi“ sé til. Í Trumpisma er talin felast óbilandi trú á Donald Trump og aðferðafræði hans. „Að hve miklu leyti snýst þetta bara um hans persónu eða að hve miklu leyti er hann að tjá pólitík sem hefur víðtækan stuðning.“ Hann segir að tíminn muni leiða það í ljós. Guðmundur segir Trump hafa náð til margra í kosningabaráttu sinni. „Það verður ekki af honum tekið og það sem einkennir hans kosningabaráttu eða kosningahegðun - er að honum tekst mjög vel að fá sína kjósendur og aðdáendur til að koma á kjörstað. Alveg örugglega þá hafa margir kosið í þessum tvennum kosningum 2016 og 2020 sem ekki hafa kosið áður.“ Hann segir kosningabaráttu í Bandaríkjunum snúast að miklu leyti um að fá fólk á kjörstað. „Það munar oft mjög litlu og því snýst þetta um að fá fólk til að kjósa og báðum aðilum tókst það mjög vel.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira