Danir missa sjö úr og Ísland gæti misst fjóra Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2020 08:15 Pierre-Emile Højbjerg var með Dönum gegn Íslendingum á Laugardalsvelli í október en verður ekki með á sunnudaginn, og ólíklegt verður að teljast að Gylfi Þór Sigurðsson verði með. vísir/vilhelm Alexander Scholz, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar, er á meðal níu leikmanna sem kallaðir hafa verið inn í danska landsliðshópinn í fótbolta fyrir komandi leiki við Svíþjóð, Ísland og Belgíu. Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Dana, þarf að spjara sig án sjö leikmanna sem spila með breskum liðum. Ástæðan er sóttvarnareglur sem tóku gildi í Bretlandi um helgina sem skylda alla sem koma frá Danmörku til að fara í sóttkví, eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar greindist í dönskum minkum. Gylfi og Jóhann heim eftir Ungverjaleik? Danmörk og Ísland mætast í Kaupmannahöfn í Þjóðadeildinni næsta sunnudag. Ljóst er að afar ólíklegt er að þeir Íslendingar sem spila með enskum liðum verði með þar. Það eru þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Daði Böðvarsson. Allir eru þeir í hópnum sem mætir Ungverjalandi í Búdapest á fimmtudaginn. Ísland mætir svo Danmörku og ætti svo að mæta Englandi á Wembley 18. nóvember, en hugsanlega þarf að færa þann leik á hlutlausan völl vegna nýju sóttvarnareglanna í Bretlandi. FIFA gaf félagsliðum tímabundið leyfi í haust til að hafna því að leikmenn þeirra fari í landsliðsverkefni hafi það í för með sér að þeir verði að fara í fimm daga sóttkví við komu til landsins sem spilað er í, eða við heimkomu. Við komu til Englands frá Danmörku þarf að fara í 14 daga sóttkví. Schmeichel, Christensen og Højbjerg ekki með Dönsku leikmennirnir sem skipt hefur verið út eru þeir Kasper Schmeichel úr Leicester, Jonas Lössl úr Everton, Andreas Christensen úr Chelsea, Jannik Vestergaard úr Southampton, Henrik Dalsgaard úr Brentford, Mathias Jensen úr Brentford, og Pierre-Emile Højbjerg úr Tottenham. Hjulmand hefur kallað inn níu leikmenn í sinn hóp og þar á meðal er eins og fyrr segir Alexander Scholz, sem gæti mögulega spilað sinn fyrsta A-landsleik. Scholz leikur í dag með dönsku meisturunum í Midtjylland en þessi 28 ára miðvörður lék með Stjörnunni árið 2012. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Alexander Scholz, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar, er á meðal níu leikmanna sem kallaðir hafa verið inn í danska landsliðshópinn í fótbolta fyrir komandi leiki við Svíþjóð, Ísland og Belgíu. Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Dana, þarf að spjara sig án sjö leikmanna sem spila með breskum liðum. Ástæðan er sóttvarnareglur sem tóku gildi í Bretlandi um helgina sem skylda alla sem koma frá Danmörku til að fara í sóttkví, eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar greindist í dönskum minkum. Gylfi og Jóhann heim eftir Ungverjaleik? Danmörk og Ísland mætast í Kaupmannahöfn í Þjóðadeildinni næsta sunnudag. Ljóst er að afar ólíklegt er að þeir Íslendingar sem spila með enskum liðum verði með þar. Það eru þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Daði Böðvarsson. Allir eru þeir í hópnum sem mætir Ungverjalandi í Búdapest á fimmtudaginn. Ísland mætir svo Danmörku og ætti svo að mæta Englandi á Wembley 18. nóvember, en hugsanlega þarf að færa þann leik á hlutlausan völl vegna nýju sóttvarnareglanna í Bretlandi. FIFA gaf félagsliðum tímabundið leyfi í haust til að hafna því að leikmenn þeirra fari í landsliðsverkefni hafi það í för með sér að þeir verði að fara í fimm daga sóttkví við komu til landsins sem spilað er í, eða við heimkomu. Við komu til Englands frá Danmörku þarf að fara í 14 daga sóttkví. Schmeichel, Christensen og Højbjerg ekki með Dönsku leikmennirnir sem skipt hefur verið út eru þeir Kasper Schmeichel úr Leicester, Jonas Lössl úr Everton, Andreas Christensen úr Chelsea, Jannik Vestergaard úr Southampton, Henrik Dalsgaard úr Brentford, Mathias Jensen úr Brentford, og Pierre-Emile Højbjerg úr Tottenham. Hjulmand hefur kallað inn níu leikmenn í sinn hóp og þar á meðal er eins og fyrr segir Alexander Scholz, sem gæti mögulega spilað sinn fyrsta A-landsleik. Scholz leikur í dag með dönsku meisturunum í Midtjylland en þessi 28 ára miðvörður lék með Stjörnunni árið 2012.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira