Sjáðu geggjað sporðdrekamark í þýska boltanum um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2020 10:30 Valentino Lazaro sést hér skora þetta magnaða mark í gær. EPA-EFE/Martin Meissner Austurríkismaðurinn Valentino Lazaro skoraði magnað mark fyrir Borussia Mönchengladbach í þýsku bundesligunni í gær. Það voru skoruð sjö mörk í leik Bayer Leverkusen og Borussia Mönchengladbach í þýsku bundesligunni um helgina en það var þó eitt þessara marka sem hefur stolið fyrirsögnunum þrátt fyrir að markaskorarinn hafi verið í tapliðinu. Bayer Leverkusen vann leikinn 4-3 en mark Austurríkismannsins Valentino Lazaro í uppbótatíma leiksins fær mesta athyglina. Markið sem var sárabótamark og skipti litlu máli fyrir úrslitin hefur nú verið sýnt út um allan heim. Monchengladbach s Valentino Lazaro really scored this pic.twitter.com/30Mxy6cGq0— B/R Football (@brfootball) November 8, 2020 Valentino Lazaro skoraði þá sitt fyrsta mark fyrir Borussia Mönchengladbach með mjög eftirminnilegum hætti. Patrick Herrmann átti fyrirgjöf frá hægri kanti sem var aðeins fyrir aftan Valentino Lazaro sem dó þó ekki ráðalaus heldur tók boltann viðstöðulaust með hælnum eða með svokallaðri sporðdrekaspyrnu. Það var ekki sökum að spyrja heldur hitti hann boltann frábærlega sem sigldi upp í fjærhornið óverjandi fyrir Lukás Hrádecký í marki Bayer Leverkusen. Yes, I am happy about my first goal for @borussia. But unfortunately we couldn't win this game! Take a deep breath and get right back to work after the international break. pic.twitter.com/ZgEjgzFORz— Valentino Lazaro (@valentinolazaro) November 8, 2020 Það er lítill vafi á því að þetta mark mun koma til greina sem eitt fallegasta mark ársins 2020 þegar FIFA gerir upp árið. Valentino Lazaro er í láni hjá Gladbach frá ítalska félaginu Internazionale Milan en hann var á láni hjá Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Þess má geta að fyrsti landsleikur Valentino Lazaro á ferlinum var á móti Íslandi en hann hefur alls spilað 28 sinnum fyrir austurríska landsliðið. Það má sjá sjá þetta geggjaða sporðdrekamark hér fyrir neðan. Klippa: Sporðdrekamark í þýska boltanum Þýski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Sjá meira
Austurríkismaðurinn Valentino Lazaro skoraði magnað mark fyrir Borussia Mönchengladbach í þýsku bundesligunni í gær. Það voru skoruð sjö mörk í leik Bayer Leverkusen og Borussia Mönchengladbach í þýsku bundesligunni um helgina en það var þó eitt þessara marka sem hefur stolið fyrirsögnunum þrátt fyrir að markaskorarinn hafi verið í tapliðinu. Bayer Leverkusen vann leikinn 4-3 en mark Austurríkismannsins Valentino Lazaro í uppbótatíma leiksins fær mesta athyglina. Markið sem var sárabótamark og skipti litlu máli fyrir úrslitin hefur nú verið sýnt út um allan heim. Monchengladbach s Valentino Lazaro really scored this pic.twitter.com/30Mxy6cGq0— B/R Football (@brfootball) November 8, 2020 Valentino Lazaro skoraði þá sitt fyrsta mark fyrir Borussia Mönchengladbach með mjög eftirminnilegum hætti. Patrick Herrmann átti fyrirgjöf frá hægri kanti sem var aðeins fyrir aftan Valentino Lazaro sem dó þó ekki ráðalaus heldur tók boltann viðstöðulaust með hælnum eða með svokallaðri sporðdrekaspyrnu. Það var ekki sökum að spyrja heldur hitti hann boltann frábærlega sem sigldi upp í fjærhornið óverjandi fyrir Lukás Hrádecký í marki Bayer Leverkusen. Yes, I am happy about my first goal for @borussia. But unfortunately we couldn't win this game! Take a deep breath and get right back to work after the international break. pic.twitter.com/ZgEjgzFORz— Valentino Lazaro (@valentinolazaro) November 8, 2020 Það er lítill vafi á því að þetta mark mun koma til greina sem eitt fallegasta mark ársins 2020 þegar FIFA gerir upp árið. Valentino Lazaro er í láni hjá Gladbach frá ítalska félaginu Internazionale Milan en hann var á láni hjá Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Þess má geta að fyrsti landsleikur Valentino Lazaro á ferlinum var á móti Íslandi en hann hefur alls spilað 28 sinnum fyrir austurríska landsliðið. Það má sjá sjá þetta geggjaða sporðdrekamark hér fyrir neðan. Klippa: Sporðdrekamark í þýska boltanum
Þýski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Sjá meira